29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ofantaldar forsendur eru í öllum tilvikum bæði fyrir fjölskyldur sem hafa rétt á<br />

atvinnuleysisbótum og fyrir fjölskyldur sem ekki hafa rétt á<br />

atvinnuleysisbótum. Gert er ráð fyrir því að þegar börn eru á heimilinu séu þau<br />

4 og 6 ára gömul og eiga foreldrar þ.a.l. ekki rétt á fæðingarorlofi. Húsnæði<br />

fjölskyldna er í öllum tilvikum leiguhúsnæði og ennfremur að<br />

húsnæðiskostnaður sé jafnhár hjá öllum fjölskyldum, eða 20% af meðal<br />

verkamannalaunum. Margar aðrar forsendur standa einnig að baki<br />

útreikningum á líkaninu, ekki þykir þó ástæða að fjalla nánar um þær hér (sjá<br />

OECD, 2007c).<br />

Forsenda líkansins sem er einna óraunhæfust er sú að að allir búi í<br />

leiguhúsnæði, en meirihluti íbúa í flestum vestrænum þjóðum býr í eigin<br />

húsnæði. Í flestum vestrænum þjóðum búa innan við 40% þjóðarinnar í<br />

leiguhúsnæði (OECD, 2006; Oswald, 1996). Á Íslandi er hlutdeild íbúa í<br />

leiguhúsnæði enn lægra, eða um 12% (sjá kafla 3.4). Flest OECD lönd greiða<br />

húsaleigubætur eða einhvers konar leigustuðning í gegnum aðra bótaflokka<br />

eða skattkerfið. Hjá flestum landanna taka greiðslurnar mið af fjölda <strong>barna</strong> á<br />

heimilinu. Húsaleigubætur hafa því víða nokkur áhrif á fjárstuðning <strong>vegna</strong><br />

framfærslu <strong>barna</strong>. Sú forsenda gefur því í reynd nokkuð skakka mynd af<br />

raunverulegum fjárstuðningi í ljósi þess að fæstir íbúar búa í leiguhúsnæði. Af<br />

þeirri ástæðu er ekki tekið tillit til húsaleigubóta hjá öllum þjóðum í<br />

meðfylgjandi útreikningum. Annmarkinn sem fylgir þeirri leið er að hjá sumum<br />

þjóðum er húsnæðisstuðningurinn partur af fjárhagsaðstoð eða skattkerfinu<br />

og í þeim tilvikum er ógerlegt að undanskilja húsnæðistengdar greiðslur. 34<br />

Í líkönunum er gert ráð fyrir því að þegar börn eru á heimilinu séu þau 4<br />

og 6 ára gömul. Á Íslandi eru yngstu börnin styrkt hlutfallslega meira í<br />

<strong>barna</strong>bótakerfinu heldur en yngstu börn í öðrum vestrænum þjóðum (tafla 5.2<br />

og tafla 1.6 í OECD, 2007c). Það má því leiða líkum að því að forsendur skattog<br />

bótalíkani OECD sé fjárstuðningi <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> mun hagstæðari<br />

hér en hjá öðrum þjóðum. Um þetta er þó ekki hægt að fullyrða þar sem hin<br />

heildstæðu skatta- og bótalíkön milli þjóða eru margslungin. Vel gæti t.a.m.<br />

verið að forsendur líkansins séu öðrum þjóðum einnig mjög í vil í sumum<br />

tilvikum.<br />

Fjárstuðningur <strong>vegna</strong> framfærslu er reiknaður með sama móti og í kafla<br />

4, þ.e. sem mismunur á ráðstöfunartekjum fjölskyldna með og án <strong>barna</strong>.<br />

Bornar eru saman ráðstöfunartekjur foreldra með börn við einstaklinga eða<br />

hjón án <strong>barna</strong>. Barnlausir einstaklingar eru bornir saman við foreldra með<br />

sömu atvinnustöðu og fjölskyldugerð (utan <strong>barna</strong>nna). Að sama skapi eru hjón<br />

með börn á framfæri borin saman við barnlaus hjón. 35<br />

Samanburður á fjárhæðum milli þjóða er gerður með tvennum hætti. Í<br />

fyrsta lagi er fjárstuðningur í hverju landi reiknaður sem hlutfall af meðaltali<br />

verkamannalauna. Í öðru lagi er fjárstuðningurinn reiknaður í íslenskum<br />

krónum með kaupmáttarleiðréttingu. Notast er við gengi ársins 2008, frá sama<br />

ári og gögn OECD eru.<br />

Til að byrja með er fjárstuðningur milli OECD ríkja sýndur hjá<br />

tekjulausum foreldrum, bæði hjá einstæðum foreldrum og hjónum. Einungis<br />

verður tekið dæmi af foreldrum sem eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Skatt- og<br />

bótalíkan OECD er bæði fyrir fjölskyldur sem eiga rétt á atvinnuleysisbótum<br />

34 Líklega er hér um óverulegan stuðning að ræða, þó ekki verði um það fullyrt, sjá töflu 1.5 í<br />

OECD (2007c).<br />

35 Þetta hefur áður verið gert í OECD (2007b) og Bradshaw og Finch (2010).<br />

59

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!