29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

1 Inngangur<br />

Markmið þessarar skýrslu er að gera grein fyrir eðli opinbers fjárstuðnings<br />

<strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> á Íslandi eins og honum er háttað nú um mundir.<br />

Spurt er hvernig beinum opinberum stuðningi við framfærslu <strong>barna</strong> er háttað.<br />

Hversu mikill stuðningurinn er og hvers eðlis hann er. Einnig er Ísland borið<br />

saman við önnur vestræn ríki. Framlag skýrslunnar er að setja fram<br />

heildstæða greiningu á opinberum fjárstuðningi við <strong>barna</strong>fjölskyldur. Bæði er<br />

um lýsingu á einstökum bótaflokkum að ræða og útreikningum á heildarkerfi<br />

fjölskyldubóta innan íslenska velferðarkerfisins, ásamt því að kanna stöðu<br />

Íslands í alþjóðlegum samanburði.<br />

Rannsóknir á þessu sviði eru fremur fátíðar. Það má þó nefna verk<br />

Stefáns Ólafssonar (1999), Guðnýjar Bjarkar Eydal (2005) og Guðnýjar<br />

Bjarkar Eydal og Stefáns Ólafssonar (2008). Alþjóðlegar rannsóknir hafa<br />

einnig fjallað um málið (Bradshaw, 2006; Bradshaw og Mayhew, 2006;<br />

NOSOSCO, 2007). Það eru hins vegar ekki til heildstæð verk né gagnagrunna<br />

um heildarkerfið fjárstuðnings <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> frá hinu opinbera, líkt<br />

og Guðný Björk Eydal og Stefán Ólafsson (2008) benda á.<br />

Skýrslan er skipulögð sem hér segir. Í næsta kafla er fjallað um eðli og<br />

markmið fjárstuðnings <strong>vegna</strong> <strong>barna</strong>. Í þriðja kafla er fjallað um bótaflokka sem<br />

miða að því að styðja framfærslu <strong>barna</strong> og virkni þeirra. Í fjórða kafla eru tekin<br />

ítarleg dæmi af fjárstuðningi <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong>. Dæmin verða annars<br />

vegar fyrir foreldra á vinnumarkaðnum og hins vegar fyrir foreldra utan<br />

vinnumarkaðarins. Í fimmta kafla er alþjóðlegur samanburður á fjárstuðningi<br />

<strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong>. Í síðasta kaflanum eru niðurstöður skýrslunnar<br />

dregnar saman.<br />

Skýrsla þessi er unnin við Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands. Verkið á<br />

rætur sínar að rekja til lokaritgerðar í grunnámi við hagfræðideild HÍ sem Gylfi<br />

Zoëga leiðbeindi. Guðnýju Björk Eydal, prófessor við félagsráðgjafadeild, og<br />

Stefáni Ólafssyni, prófessor við félags- og mannvísindadeild, eru þökkuð fyrir<br />

mikla aðstoð við gerð skýrslunnar og jafnframt við yfirlestur skýrslunnar.<br />

Álitamál og gallar sem kunna að leynast í verkinu eru á ábyrgð höfundar.<br />

1

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!