29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

þyngra, fól í sér að viðmiðunarákvæði um lágmark fjárhagsaðstoðar væri<br />

andstætt sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Einnig væri hætt við að<br />

lágmarksfjárhæðir yrðu umdeildar. Því var farin sú leið að skylda sveitarfélög<br />

að setja sér reglur (Guðný Björk Eydal og Anný Ingimarsdóttir, 2003).<br />

Þrátt fyrir að sveitarfélögin ákveði fjárhæðirnar sjálf þá gefur Félags- og<br />

tryggingamálaráðuneytið út leiðbeinandi reglur um fjárhæðir. Ráðuneytið gefur<br />

út tvenns konar reglur. Í fyrsta lagi reglur þar sem tekið er tillit til framfærslu<br />

<strong>barna</strong> í grunnfjárhæðum (leið A) og í öðru lagi reglur þar sem grunnfjárhæðir<br />

taka ekki tillit til framfærslu <strong>barna</strong> (leið B). Annað sem greinir á milli leiðanna<br />

er skilgreining á tekjum umsækjenda. 16 Í desember 2009 höfðu 80%<br />

sveitarfélaga með 250 eða fleiri íbúa sett sér reglur um fjárhagsaðstoð sem<br />

byggist annað hvort á leið A eða B (Hagstofa Íslands, 2010a).<br />

Í leið A teljast til heildartekna allar tekjur og þar með talið meðlag,<br />

<strong>barna</strong>bætur og mæðra- og feðralaun. Í leið B eru meðlög, <strong>barna</strong>bætur og<br />

mæðra- og feðralaun hins vegar undanþegin. Greiðslur <strong>vegna</strong> <strong>barna</strong> teljast<br />

ekki til tekna enda ekki reiknað með framfærslukostnaði <strong>vegna</strong> þeirra við mat<br />

á fjárþörf í leið B, öfugt við leið A.<br />

Viðmiðunarfjárhæðir Félags- og tryggingamálaráðuneytisins leiðar A og<br />

B fyrir desember 2009 eru sýndar í töflu 3.3. 17 Í leið A hækka grunnfjárhæðir<br />

miðað við fjölskyldustærð. Til fjölskyldunnar teljast umsækjandi, maki og börn<br />

á framfæri. Það er því ekki gerður greinarmunur á framfærslu <strong>barna</strong> og maka.<br />

Þannig fær einstætt foreldri með tvö börn sömu fjárhagsaðstoð og barnlaus<br />

hjón. Í leið B eru einungis grunnfjárhæðir fyrir einstaklinga og einstæða<br />

foreldra annars vegar og hjón og sambúðarfólk hins vegar.<br />

Tafla 3.3. Viðmiðunarfjárhæðir Félags- og tryggingamálaráðuneytisins um<br />

fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, frá desember 2009.<br />

(Heimild: Félags- og tryggingamálaráðuneytið, e.d. - a og b)<br />

Leið A<br />

Leið B<br />

Fjölskylda/heimili<br />

Grunnfjárhæð<br />

Margf.<br />

stuðull<br />

Fjárhæð<br />

Margf.<br />

stuðull<br />

Fjárhæð<br />

Einstaklingur 125.540 kr. 1.0 125.540 kr. 1.0 125.540 kr.<br />

Hjón/sambúðarfólk " • 1.6 200.864 kr.<br />

Tveggja manna fjölskylda " 1.6 200.864 kr. • •<br />

Þriggja manna fjölskylda " 1.8 225.972 kr. • •<br />

Fjögurra manna fjölskylda " 2.0 251.080 kr. • •<br />

Fimm manna fjölskylda " 2.2 276.188 kr. • •<br />

Flest sveitarfélög í landinu fara eftir leið B, eða 62% sveitarfélaga sem telja<br />

alls 87% íbúa landsins, þar sem ekki er tekið tillit til framfærslu <strong>barna</strong> í<br />

fjárhagsaðstoðinni. Á höfuðborgarsvæðinu eru 5 af 7 sveitarfélögum sem<br />

fylgja leið A, þar með talið Reykjavíkurborg. Það gerir það að verkum að flestir<br />

16 Við ákvörðun á fjárhagsaðstoðinni koma allar tekjur fólks til frádráttar. Tekjur dragast frá<br />

aðstoðinni krónu fyrir krónu. Húsaleigu- og vaxtabætur eru ekki taldar til tekna. Gert er ráð<br />

fyrir að húsnæðiskostnaði verði fyrst og fremst mætt með greiðslum vaxta- og húsaleigubóta,<br />

en einnig er gert ráð fyrir honum í grunnfjárhæð.<br />

17 Grunnfjárhæð einstaklingsins var miðuð við örorkulífeyrir, tekjutryggingu örorkulífeyrisþega<br />

og óskerta heimilisuppbót í janúar 2005 (84.245 kr.) og er sú fjárhæð uppfærð miðað við<br />

vísitölu neysluverðs í desember 2009 (Félags- og tryggingarmálaráðuneytið, e.d. - a og b).<br />

20

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!