29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

þrepaskiptu skattkerfi, þ.e. þegar jaðarskattur eykst með tekjum). Í fjórða lagi<br />

þarf að sækja sérstaklega um launin.<br />

3.2.4 Barnalífeyrir<br />

Barnalífeyrir var settur á laggirnar árið 1946 með almannatryggingalöggjöfinni.<br />

Hann var greiddur til ógiftra eða fráskilinna kvenna með börn undir 16 ára á<br />

framfæri (einnig til karla frá 1971). Tryggingastofnun ríkisins innheimti<br />

peninginn frá föðurnum sem var hið eiginlega meðlag (sjá kafla 3.2.2).<br />

Barnalífeyrir var einnig greiddur til lífeyrisþega og munaðarleysingja með börn<br />

á framfæri. Markmið <strong>barna</strong>lífeyris var við setningu<br />

almannatryggingalöggjafarinnar 1946 að öll börn sem af einhverjum ástæðum<br />

nutu ekki innkomu föðurins skyldu fá uppbætur með lífeyrinum (Guðný Björk<br />

Eydal, 2005).<br />

Barnalífeyrir er nú greiddur með öllum börnum yngri en 18 ára sé annað<br />

hvort foreldrið látið eða örorkulífeyrisþegi. Séu báðir foreldrar látnir eða<br />

örorkulífeyrisþegar skal greiddur tvöfaldur <strong>barna</strong>lífeyrir. TR greiðir barnlífeyri<br />

einnig <strong>vegna</strong> <strong>barna</strong> sem eru ófeðruð. TR er leyft að greiða einnig með barni<br />

ellilífeyrisþega og með barni manns sem sætir gæsluvistun eða afplánar<br />

fangelsisdóm. Upphæðir <strong>barna</strong>lífeyris er 21.657 kr. á mánuði og tvöfaldur<br />

lífeyrir 43.314 kr. á mánuð fyrir árið 2010. Barnalífeyrir er ekki tekjutengdur og<br />

er skattfrjáls. Ef barnið býr ekki hjá því foreldri sem er öryrki fær hann engu að<br />

síður <strong>barna</strong>lífeyri sem rennur til foreldrisins sem fer með forsjá barnsins og<br />

kemur í stað meðlags (Lög um almannatryggingar nr. 100/2007).<br />

Lög um félagslega aðstoð (nr. 99/2007) kveða á um að Tryggingastofun<br />

ríkisins sé heimilt að greiða <strong>barna</strong>lífeyri <strong>vegna</strong> skólanáms eða starfsþjálfunar<br />

ungmennis á aldrinum 18-20 ára ef annað eða bæði foreldra eru látin eða<br />

lífeyrisþegar. TR getur einnig greitt <strong>barna</strong>lífeyri ef annað foreldrið getur ekki<br />

greitt framlag til menntunar eða starfsþjálfunar <strong>vegna</strong> efnaleysis eða ekki tekst<br />

að hafa upp á því. Barnalífeyrir kemur því í staðinn fyrir framlag til menntunar<br />

eða starfsþjálfunar frá öðru foreldrinu sé það ekki talið geta greitt framlagið.<br />

3.2.5 Aðrar <strong>barna</strong>tengdar greiðslur almannatrygginga<br />

Tryggingastofnun ríkisins veitir <strong>barna</strong>fjölskyldum ýmsa sértæka aðstoð <strong>vegna</strong><br />

langveikra <strong>barna</strong>. Þar er um að ræða annars vegar umönnunargreiðslur og<br />

hins vegar foreldragreiðslur. Umönnunargreiðslur er fjárhagsleg aðstoð til<br />

foreldra sem eiga börn sem glíma við fötlun eða alvarleg veikindi. Upphæðir<br />

greiðslnanna velta á fötlunar- og sjúkdómsstigi barnsins, þær geta mest orðið<br />

96.978 kr. á mánuði fyrir árið 2010. Greiðslurnar eru þó aðallega ætlaðar til að<br />

mæta auknum kostnaði foreldra <strong>vegna</strong> veikinda eða fötlunar barnsins og því<br />

er ekki fjallað um þær frekar hér. Foreldrar með langveik eða alvarlega fötluð<br />

börn geta einnig fengið foreldragreiðslur sem eru ætlaðar til mótvægis við<br />

tekjutap foreldra <strong>vegna</strong> umönnunar <strong>barna</strong> sinna (Lög um félagslega aðstoð nr.<br />

99/2007).<br />

Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að greiða þeim sem verða ekkjur eða<br />

ekklar innan 67 ára aldurs bætur í sex mánuði eftir lát maka. Ef hlutaðeigandi<br />

er með barn 18 ára eða yngra á framfæri er heimilt að greiða sérstakar bætur<br />

í 12-48 mánuði til viðbótar. Upphæð viðbótarinnar nemur 22.048 kr. á mánuð<br />

(Lög um félagslega aðstoð nr. 99/2007). Þar sem þiggjendur dánarbóta eru<br />

almennt mjög fáir og bæturnar einungis greiddar í mjög skamman tíma er ekki<br />

17

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!