29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

íbúar landsins búa í sveitarfélagi sem fylgir leið A við úthlutun<br />

fjárhagsaðstoðar (Hagstofa Íslands, 2010a).<br />

Þar sem viðmiðunarfjárhæðir Félags- og tryggingamálaráðuneytisins eru<br />

ekki bindandi geta fjárhæðir og reglur verið mjög breytilegar milli sveitarfélaga.<br />

Rannsókn frá árinu 2000 sýndi að búseta gæti haft töluverð áhrif á hversu há<br />

fjárhagsaðstoð er í boði. T.a.m. var hæsta fjáhæðin fyrir einstakling 29%<br />

hærra en lægsta fjárhæðin (Guðný Björk Eydal og Anný Ingimarsdóttir, 2003).<br />

Til að skoða fjárstuðning <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> þarf því að gefa sér<br />

forsendur um búsetu foreldranna. Hér verður gert ráð fyrir að foreldrar séu<br />

búsettir í Reykjavík. Bæði er það stærsta sveitarfélagið og einnig fylgja þau<br />

leið B líkt og flest sveitarfélög á landinu gera.<br />

Í Reykjavík er óskert grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar árið 2010 125.540<br />

kr. á mánuði fyrir einstakling og 200.864 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk. Þó að<br />

grunnfjárhæð sé ekki hærri þegar börn eru á framfæri þá er heimild til að<br />

greiða hærri fjárhagsaðstoð <strong>vegna</strong> sérstakra aðstæðna, m.a. <strong>vegna</strong><br />

framfærslu <strong>barna</strong>. Árið 2009 voru þau réttindin rýmkuð nokkuð. Þannig geta<br />

foreldrar sem hafa tekjur við eða lægri en grunnfjárhæðin fengið allt að 12.640<br />

kr. á mánuði geti þau framvísað kvittun fyrir daggæslu barns í heimahúsum,<br />

leikskóla, skólamáltíðir, frístundaheimili, sumardvöl og/eða þátttöku barns í<br />

þroskandi félags- og tómstundastarfi (Reglur um fjárhagsaðstoð frá<br />

Reykjavíkurborg). Þrátt fyrir rýmkun réttindanna virðist ekki hafa verið mikil<br />

aukning í greiðslum fyrir börn og því er ekki talið sem svo að hér sé um<br />

almennar greiðslur <strong>vegna</strong> <strong>barna</strong> að ræða. 18<br />

3.3.4 Lífeyristryggingar<br />

Lífeyristryggingakerfið byggir á lagasetningu um almannatryggingar frá 1946 19<br />

þar sem víðtækur réttur myndaðist fyrir elli- og örorkulífeyri. Í lögunum var<br />

einnig kveðið á um <strong>barna</strong>lífeyri (Stefán Ólafsson, 1999). Síðan þá hafa<br />

lífeyristryggingar skipst í elli- og örorkulífeyri og eru upphæðir þeirra svipaðar.<br />

Árið 2010 er lágmarksframfærslutrygging örorku- og ellilífeyris 180.000<br />

kr. fyrir skatt á mánuð hjá einhleypum, en 157.209 kr. eftir skatt. Hjá örorku og<br />

ellilífeyrisþega með maka nemur lágmarksframfærslutrygging 153.500 kr. fyrir<br />

skatt á mánuði en 138.603 kr. eftir skatt. Stuðningur lífeyristrygginga við<br />

<strong>barna</strong>fjölskyldur felst fyrst og fremst í <strong>barna</strong>lífeyri (sjá kafla 3.2.4). Að öðru<br />

leyti er lífeyrir almannatrygginga greiddur óháður því hvort einstaklingur hefur<br />

barn á framfæri (Lög um almannatryggingar nr. 100/2007; Lög um félagslega<br />

aðstoð nr. 99/2007).<br />

Í september 2008 var tekin upp lágmarksframfærslutrygging og þá<br />

bættist við sérstök framfærsluuppbót fyrir lífeyrisþega sem hafa heildartekjur<br />

undir lágmarksframfærslutryggingu. Hin sérstaka framfærsluuppbót skerðist<br />

krónu á móti krónu fyrir allar tekjur sem lífeyrisþegi fær (Reglugerð um<br />

sérstaka uppbót til framfærslu lífeyrisþega nr. 878/2008). Þannig að þegar<br />

einhleypur lífeyrisþegi með lágmarksframfærslutryggingu sækir um mæðra-<br />

18 Hlutfall þeirra sem fengu aðstoð <strong>vegna</strong> <strong>barna</strong> af þeim sem fengu fjárhagsaðstoð hjá<br />

Reykjavíkurborg var 42% árið 2007, 37% árið 2007, 48% árið 2009 og 35% frá janúar til<br />

september árið 2010. Það virðist því ekki vera ýkja mikil aukning á greiðslunum þegar<br />

réttindin voru rýmkuð árið 2009.<br />

19 Fyrsti vísir að félagslegri tryggingu eldri borgara nær aftur til 1890, hins vegar segir Stefán<br />

Ólafsson að: „[a]llt fram að gildistöku laganna um almannatryggingar 1947 risu<br />

ellitryggingarnar á Íslandi varla undir tryggingarnafninu” (1999:77).<br />

21

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!