29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

stuðningur hins opinbera <strong>vegna</strong> niðurgreiðslna á þjónustu. Þar sem að slíkt<br />

þarfnast mjög nákvæmra forsendnar um hvernig útgjöldum sé háttað<br />

(sérstaklega hvað útgjöld til heilbrigðismála varðar) þá var hér valin sú leið að<br />

taka einvörðungu mið að beinum greiðslum en ekki af útgjöldum.<br />

Kaflinn er skipulagður sem hér segir. Í næsta hluta er farið yfir<br />

fjárstuðning til foreldra í vinnu og í öðrum hluta kaflans er farið yfir fjárstuðning<br />

til foreldra utan vinnumarkaðarins. Skoðað verður hvernig stuðningur er eftir<br />

fjölda <strong>barna</strong>, tekjum, húsnæðisstöðu og hvers eðlis stuðningurinn er<br />

(<strong>barna</strong>bætur, húsaleigubætur o.þ.h.). Fjárstuðningur til fjölskyldna <strong>vegna</strong><br />

framfærslu (family benefit packages) <strong>barna</strong> er hér skilgreindur, líkt og kemur<br />

fram að ofan, sem mismunur á ráðstöfunartekjum foreldra með börn og<br />

foreldra án <strong>barna</strong>.<br />

4.1 Foreldrar á vinnumarkaðnum<br />

Í þessum hluta eru tekin dæmi af foreldrum sem eru í fullri vinnu á<br />

vinnumarkaðnum. Fyrst er fjárstuðningurinn greindur eftir tekjum, næst er farið<br />

yfir fjárstuðning <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> hjá einstæðum foreldrum. Loks er<br />

farið yfir fjárstuðningurinn hjá hjónum og sambúðarfólki og í lokin eru<br />

niðurstöður dregnar saman.<br />

4.1.1 Fjárstuðningur eftir tekjum foreldra<br />

Mynd 4.1 sýnir fjárstuðning <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> hjá einstæðum foreldrum<br />

með tvö börn í leiguhúsnæði, greint eftir tekjum. Myndin sýnir mun á<br />

ráðstöfunartekjum hjá barnlausum einstaklingum og einstæðu foreldri með tvö<br />

börn á framfæri, sundurgreint eftir tegund greiðslna. Fjárstuðningurinn er sú<br />

greiðsla sem foreldrið fær <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> sinna. Tekið skal fram að<br />

heildarfjárstuðningur hins opinbera kann að vera meira þar sem hér er<br />

einungis tekið mið af <strong>barna</strong>tengdum greiðslum (þetta á t.d. við um<br />

húsaleigubætur).<br />

Á myndinni má sjá að tekjutenging veldur því að einstætt foreldri með<br />

tekjur í neðra fjórðungsmarki fær 110 þús. kr. í fjárstuðning á meðan að<br />

foreldri með tekjur í efra fjórðungsmarki fær fjórðungi lægri greiðslur. Þegar<br />

tekjur nálgast milljón kr. á mánuði dregur mjög úr opinberum greiðslum, þá<br />

felast greiðslurnar fyrst og fremst í meðlagi. Engu að síður er einstaklingur<br />

með eina milljón kr. í mánaðarlaun með 52 þús. kr. fjárstuðning á mánuði (þar<br />

af eru 43 þús. kr. meðlag). Opinber stuðningur eru því nokkuð tekjumiðaður<br />

en meðlagið tryggir fjárstuðning upp á 22 þús. kr. fyrir hvert barn, óháð tekjum<br />

foreldrisins (þetta veltir þó á gefnum forsendum, sjá kafla 3.2.2).<br />

Á myndinni má sjá að <strong>barna</strong>bætur og meðlag vega mest hjá tekjulægstu<br />

foreldrum og er vægi <strong>barna</strong>bóta og meðlags nokkuð svipað fyrir lægstu tekjur.<br />

Þá er vægi húsaleigubóta, þ.e. viðbót bótanna <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong>, einnig<br />

talsvert hjá lægstu tekjuhópum. Vægi <strong>barna</strong>- og húsaleigubóta lækkar aftur á<br />

móti eftir því sem tekjur verða hærri sökum tekjutengingar. Samanlagt vægi<br />

<strong>barna</strong>- og húsaleigubóta er um 60% fyrir lágar tekjur (undir 300 þús. kr.) en<br />

lækkar niður fyrir 50% þegar tekjur eru hærri en 400 þús. kr. á mánuði.<br />

Mæðra- og feðralaun vega mjög lítið af heildarfjárstuðningi fyrir einstæða<br />

foreldra. Í dæminu sem tekið er á mynd 4.1 er vægi launanna á bilinu 3-6%.<br />

34

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!