29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

greiðslur sem tilkomnar eru <strong>vegna</strong> þess að börn eru á heimilinu. Sýndur er<br />

mismunur á ráðstöfunartekjum foreldra með börn og foreldra án <strong>barna</strong>.<br />

Tafla 2: Fjárstuðningur <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> hjá foreldrum á vinnumarkaðnum.<br />

Upphæð á mánuði. Foreldrar eru með tvö börn (eitt yngra en 7) og búa í eigin húsnæði.<br />

Tekjuhópar:<br />

Einstæðir Hjón og sambúðarfólk<br />

foreldrar 1 fyrirvinna 2 fyrirvinnur<br />

Tekjur í neðra fjórðungsmarki 94.372 32.904 24.204<br />

Miðgildistekjur 90.872 32.904 17.454<br />

Tekjur í efra fjórðungsmarki 86.954 34.199 7.404<br />

Tafla 3: Fjárstuðningur <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> hjá foreldrum utan vinnumarkaðarins.<br />

Upphæð á mánuði. Foreldrar eru með tvö börn (eitt yngra en 7) og búa í eigin húsnæði. Hjá<br />

hjónum er gert ráð fyrir að fyrirvinnan hafi miðgildistekjur.<br />

Tekjuhópar:<br />

Einstæðir Hjón og sambúðarfólk<br />

foreldrar 0 fyrirvinna 1 fyrirvinna<br />

Atvinnulausir 107.389 47.322 32.839<br />

Námsmenn 184.821 123.044 74.279<br />

Lífeyrisþegar (einkum öryrkjar) 138.946 119.532 69.343<br />

Töflur 2 og 3 sýna með skýrum hætti að fjárstuðningur tekur mjög mikið mið af<br />

aðstæðum foreldranna. Þar af leiðandi er kerfi fjárstuðnings hér skilgreint sem<br />

þarfamiðað. Það eru nokkrir samverkandi þættir sem valda því.<br />

Í fyrsta lagi hefur hjúskaparstaða foreldra mikil áhrif á fjárstuðninginn.<br />

Þannig fá einstæðir foreldrar að öllu öðru óbreyttu talsvert meiri fjárstuðning<br />

en hjón. Sá munur felst að stóru, en alls ekki öllu, leyti í meðlagi sem<br />

einstæðir foreldrar hafa rétt á.<br />

Í öðru lagi fá foreldrar utan vinnumarkaðarins nokkuð hærri fjárstuðning<br />

en foreldrar á vinnumarkaðinum. Einnig er sértækur <strong>barna</strong>stuðningur mjög<br />

breytilegur milli foreldra sem eru utan vinnumarkaðarins. Þannig fá<br />

lífeyrisþegar og námsmenn nokkuð meira en atvinnulausir foreldrar.<br />

Í þriðja lagi er þróun fjárstuðnings á hvert barn mjög breytileg eftir<br />

<strong>barna</strong>fjölda. Í sumum tilvikum eykst fjárstuðningurinn með <strong>barna</strong>fjölda en í<br />

öðrum tilvikum lækkar fjárstuðningurinn. Það er því ekkert skýrt mynstur að<br />

sjá hvort fjárstuðningurinn aukist, minnki eða standi í stað þegar börnum<br />

fjölgar.<br />

Í fjórða lagi eru margir bótaflokkar tekjutengdir sem gerir það að<br />

verkum að tekjulægri foreldrar fá hærri bætur en þeir tekjuhærri.<br />

Í 5. kafla er fjárstuðningur <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> borinn saman við<br />

önnur vestræn lönd. Þar kemur fram að hann er tiltölulega lágur hér á landi í<br />

samanburði við mörg önnur lönd. Hér á landi virðist vera lögð meiri áhersla á<br />

fjárstuðning við einstæða foreldra en hjón og sambúðarfólk en gengur og<br />

gerist meðal margra annarra vestrænna þjóða. Einnig er lágtekjumiðun<br />

fjárstuðningsins nokkuð meiri en hjá öðrum Evrópuþjóðum. Lágtekjumiðun er<br />

hins vegar nokkuð algeng í engilsaxnesku löndunum. Ísland líkist þeim því<br />

hvað það varðar. Undantekningin á því er hins vegar sú, að þeir allra<br />

tekjulægstu og þeir tekjulausu fá umtalsvert minni stuðning hér á landi en hjá<br />

öðrum vestrænum þjóðum. Hins vegar er Ísland meðal þeirra þjóða þar sem<br />

fátækt meðal <strong>barna</strong> er í minna lagi, m.a. <strong>vegna</strong> meiri vinnu foreldra og<br />

tiltölulega mikils stuðning við einstæða foreldra.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!