29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

4 Fjárstuðningur <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong><br />

Til þess að bera saman opinberan fjárstuðning <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> hafa<br />

fimm leiðir einkum verið notaðar: alþjóðleg gagnasöfn, aðferðir með skatta og<br />

bótalíkön (micro-simulations models), rannsókn á árangri fjárstuðnings<br />

(outcomes studies), greining á þjóðhagsreikningum og aðferð sem byggir á<br />

fjölskyldulíkönum (model family methods). 25 Í þessu verki er notast við<br />

fjölskyldulíkön þar sem spurt er með hvaða hætti velferðarkerfið hefur áhrif á<br />

ráðstöfunartekjur foreldra <strong>vegna</strong> <strong>barna</strong> en sú aðferð hentar vel til þess að<br />

skoða eðli fjárstuðnings. Með því móti er hægt að skoða hversu mikið<br />

tilteknum fjölskyldum er greitt og hvort sumum fjölskyldum sé hyglað meira en<br />

öðrum.<br />

Aðferðin sem byggir á fjölskyldulíkönum er leið til þess að bera saman<br />

skatt- og bótakerfi milli fjölskyldna, t.d. milli einstæðra foreldra og hjóna.<br />

Aðferðin byggir á því að skoða hve háan fjárstuðning tiltekin fjölskylda hefur<br />

rétt á. Helsti kostur aðferðarinnar er sá að hægt er að skoða eðli fjárstuðnings<br />

með nákvæmum hætti. Einnig er tryggt að allur samanburður sé mjög skýr<br />

milli fjölskyldu forma. Helsti ókostur aðferðarinnar er sá að ekki er hægt að<br />

kanna árangur fjárstuðningsins heldur einvörðungu hvaða fjárstuðning tiltekin<br />

fjölskylda hefur rétt á. Það skiptir því afar miklu máli að forsendur um<br />

fjölskyldusamsetningar séu raunhæfar. Fræðimenn við Háskólann í York hafa<br />

verið frumkvöðlar í samanburðarrannsóknum á fjárstuðningi <strong>vegna</strong> framfærslu<br />

<strong>barna</strong> með fjölskyldulíkönum (Bradshaw, 2006; Bradshaw o.fl., 1993;<br />

Bradshaw og Finch, 2002; Eardly o.fl., 1996; Ditch o.fl., 1998). OECD hefur<br />

einnig notað aðferðarfræðina um áraraðir og gefið út skýrslurnar Taxing<br />

Wages (OECD, 2008a) og Benefits and Wages (OECD, 2007c). Í 5. kafla er<br />

notast við gagnagrunn OECD.<br />

Í þessu verki er fjölskyldulíkan notað á þann máta að greint er hversu<br />

mikið ráðstöfunartekjur breytast <strong>vegna</strong> þess að foreldrar eru með barn á<br />

framfæri. Borin eru saman ráðstöfunartekjur foreldra með börn við<br />

einstaklinga eða hjón án <strong>barna</strong>. Barnlausir einstaklingar eru bornir saman við<br />

foreldra með svipaða atvinnustöðu og fjölskyldugerð. Einstæðir foreldrar eru<br />

bornir saman við barnlausa einstaklinga. Að sama skapi eru hjón með börn á<br />

framfæri borin saman við barnslaus hjón. OECD (2008a) gerir samanburð<br />

sinn með þeim hætti. Aðrir hafa hins vegar farið þá leið að bera einstæða<br />

foreldra saman við barnlaus hjón (sjá t.d. Bradshaw og Finch, 2002;<br />

Bradshaw og Mayhew, 2006). Aðferðin sem valin er hefur mikil áhrif á<br />

reiknaðan fjárstuðning hér á landi þar sem persónuafsláttur er millifæranlegur<br />

milli hjóna (sbr. kafla 3.1).<br />

Fjárstuðningur <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> er hér bæði skoðaður hjá<br />

foreldrum á vinnumarkaðnum og hjá foreldrum utan vinnumarkaðar. Dæmin<br />

sem tekin verða af foreldrum utan vinnumarkaðarins eru atvinnulausir,<br />

námsmenn og lífeyrisþegar. Hjá foreldrum sem eru í vinnu er miðað við tekjur<br />

frá Hagstofu Íslands um laun á almennum vinnumarkaði. Notast verður við<br />

regluleg heildarlaun sem eru regluleg laun að viðbættum greiðslum <strong>vegna</strong><br />

tilfallandi yfirvinnu fyrir fullvinnandi launamenn. Í töflu 4.1 má sjá laun á<br />

25 Sjá Bradshaw og Finch (2002) fyrir nánar umfjöllun um aðferðirnar.<br />

30

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!