29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

5 Alþjóðlegur samanburður<br />

Í þessum kafla er opinber fjárstuðningur til <strong>barna</strong>fjölskyldna borinn saman milli<br />

OECD ríkja til þess að kanna hvernig Ísland stendur í samanburði við aðrar<br />

vestrænar þjóðir. Rannsóknir byggðar á fjölskyldulíkönum hafa verið<br />

framkvæmdar þó nokkrum sinnum (Bradshaw, 2006; Bradshaw o.fl., 1993;<br />

Bradshaw og Finch, 2002; Bradshaw og Mayhew, 2006; Eardly o.fl., 1996;<br />

Ditch o.fl., 1998). Í einni slíkri rannsókn var Ísland meðtalið (Bradshaw, 2006;<br />

Bradshaw og Mayhew, 2006). Sú rannsókn tók hins vegar ekki tillit til útgjalda<br />

sem tengjast börnum, ólíkt fyrri rannsóknum þeirra Bradshaw og félaga.<br />

Bradshaw og Finch (2002) setja þjóðir í fjóra flokka eftir örlæti í<br />

fjölskyldustuðningi með eftirfarandi hætti: 33<br />

Örlátasti flokkurinn: Austurríki og Finnland<br />

Annar flokkur: Frakkland, Lúxemborg, Svíþjóð, Noregur, Belgía, Þýskaland,<br />

Danmörk, Bretland, Írland og Ástralía<br />

Þriðji flokkur: Ísrael, Ítalía og Bandaríkin<br />

Fjórði flokkurinn: Nýja Sjáland, Spánn, Japan, Holland, Portúgal og Grikkland<br />

Nýleg rannsókn frá Bradshaw (2006) sem byggði á svipaðri aðferðarfræði og<br />

Bradshaw og Finch (2002) innihélt gögn fyrir Ísland. Þar var Íslandi raðað í<br />

flokk þjóða, ásamt Hollandi og Kanada, sem taldar voru næst minnst örlátar.<br />

Einnig var fjárstuðningurinn hér á landi talinn tiltölulega lágtekjumiðaður.<br />

Samanburður á fjárstuðningi til <strong>barna</strong>fjölskyldna er gerður með tvennum<br />

hætti. Í fyrri hluta kaflans er samanburður gerður með heildarútgjöldum til<br />

fjölskyldumála. Í seinni hluta er notast við greiningu með skatt- og<br />

bótalíkönum OECD.<br />

5.1 Heildarútgjöld<br />

Í gagnagrunni OECD er að finna ítarlegar upplýsingar um útgjöld til<br />

velferðarmála (Social Expenditure Database). Tafla 5.1 sýnir opinber útgjöld til<br />

fjölskyldumála utan útgjalda til þjónustu gagnvart börnum sem hlutfall af vergri<br />

landsframleiðslu (VLF). Taflan sundurgreinir útgjöld annars vegar til <strong>barna</strong>bóta<br />

og skattaafsláttar og hins vegar fæðingarorlofs. Í töflunni eru útgjöldin einnig<br />

greind eftir stærð markhópsins, þ.e. hlutfallslegri stærð <strong>barna</strong>fjölskyldna af<br />

heildaríbúum hvers lands. Löndum er raðað í fjóra hópa: Norðurlönd,<br />

meginlönd Evrópu, engilsaxnesk lönd og önnur OECD lönd.<br />

Útgjöld til <strong>barna</strong>bóta og skattaafslátta <strong>vegna</strong> <strong>barna</strong> miðað við stærð<br />

markhóps (þ.e. útgjaldahlutfallið) er hæst í Lúxemborg, Austurríki, Þýskalandi,<br />

Bretlandi, Belgíu, Ástralía og Írlandi. Meðal skandinavísku þjóðanna eru<br />

útgjöldin svipuð en nokkuð lægri en meðaltal hjá meginlöndum Evrópu og<br />

engilsaxnesku þjóðunum. Flestar þjóðir í flokknum aðrar OECD þjóðir eru<br />

með lægri fjárstuðning miðað við stærð markhópsins heldur en skandinavísku<br />

þjóðirnar, utan Slóvakíu, Tékklands og Ungverjalands.<br />

Fáar þjóðir í töflu 1 eru með lægra útgjaldahlutfall <strong>barna</strong>bóta og<br />

skattaafsláttar heldur en Ísland. Þær þjóðir eru Ítalía, Spánn, Kórea, Mexíkó<br />

33 Niðurstöður Bradshaw o.fl. (1993) eru mjög áþekkar.<br />

55

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!