29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

5.4 Samantekt<br />

Í stuttu máli sagt, þá er fjárstuðningur <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> (child benefit<br />

packages) fremur lágur á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. Hjón og<br />

sambúðarfólki eru með lægri fjárstuðning en gerist meðal margra annarra<br />

vestrænna þjóða. Fjárstuðningur við einstæðra foreldra hér á landi er að<br />

jafnaði nær því sem gengur og gerist í grannríkjunum. Það virðist því vera<br />

lögð meiri áhersla á fjárstuðning við einstæða foreldra en hjón hér á landi.<br />

Einnig er lágtekjumiðun fjárstuðningsins nokkuð meiri hér en hjá öðrum<br />

Evrópuþjóðum. Lágtekjumiðun er hins vegar nokkuð algeng í engilsaxnesku<br />

löndunum. Ísland líkist þeim því hvað það varðar. Undantekningin á því er<br />

hins vegar að þeir allra tekjulægstu (t.d. atvinnulausir) og þeir tekjulausu fá<br />

umtalsvert minni stuðning hér á landi en í öðrum vestrænum löndum.<br />

Í samanburðarrannsóknum á velferðarkerfinu er þekkt að hjá<br />

skandinavísku þjóðunum eru réttindi og örlæti opinberra greiðslna að sumu<br />

leyti hvað mest meðal vestrænna þjóða (Stefán Ólafsson, 1999). Niðurstöður<br />

úr þessum kafla, og annarra svipaðra rannsókna (sjá t.d. Bradshaw o.fl.,<br />

1993; Bradshaw og Finch, 2002), er að þetta eigi þó ekki við um fjárstuðning<br />

<strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong>. Á Norðurlöndunum eru útgjöld til fjölskyldumála aftur<br />

á móti með þeim hæstu meðal vestrænna ríkja. Útgjöld þeirra á því sviði hafa<br />

einkum farið í niðurgreidda þjónustu, t.d. dagvistun, og örlátt<br />

fæðingarorlofskerfi í stað þess að greiða háar <strong>barna</strong>bætur.<br />

Þótt fjárstuðningur <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> hér á landi, og á<br />

Norðurlöndunum, sé nálægt meðallagi í samaburði við margar aðrar þjóðir, þá<br />

er umfang <strong>barna</strong>fátæktar lægst þar meðal vestrænna þjóða. Ekki liggur þó<br />

fyrir hvaða hlutverk fjárstuðningur <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> spilar í þessu<br />

samhengi hér á landi. Atvinnuþátttaka foreldra virðist hjálpa mörgum upp úr<br />

fátækt á Norðurlöndunum, ekki síst hér á landi.<br />

69

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!