29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Tafla 5.2 sýnir útgjöld til fjárstuðnings sem hlutfall af miðgildistekjum skipt eftir<br />

aldri barns. Útgjöld sem tengjast dagvistun, grunnskóla og annarri þjónustu er<br />

þar sleppt. Ekki er unnt að aðgreina fæðingarorlof frá fjárstuðningi en líklegt er<br />

að fæðingarorlofs gæti einkum á fyrstu tveimur árunum. Tekið skal fram að<br />

OECD telur gögnin alls ekki gallalaus þar sem í mörgum tilvikum er ekki<br />

augljóst hvernig aldursskipta beri útgjöldum, það á þó í meira mæli við um<br />

útgjöld til dagvistunar og menntunar.<br />

Taflan 5.2 sýnir að hjá yngstu börnunum, þar sem gætir einkum<br />

fæðingarorlofs, er fjárstuðningurinn hæstur á Norðurlöndunum og er hann<br />

hæstur meðal allra þjóða hér á landi að undanskildu Ungverjalandi og Noregi.<br />

Hins vegar er nokkuð breytt mynstur fyrir börn yfir tveggja ára aldri. Þar er að<br />

sjá svipað mynstur og í útgjöldum til <strong>barna</strong>bóta og í töflu 5.1. Í þeim<br />

aldursflokkum er Ísland með lægri fjárstuðning en flestar aðrar þjóðir í töflunni.<br />

Fyrir aldurshópinn 3-6 ára er Ísland nokkurn veginn í meðallagi þjóðanna.<br />

Fyrir aldurshópana 7-11 og 12-17 ára er fjárstuðningur á Íslandi markvert<br />

lægri en hjá flestum öðrum þjóðum. Ísland er eina þjóðin þar sem<br />

fjárstuðningurinn lækkar talsvert eftir aldri <strong>barna</strong>. Þar er tvennt sem máli<br />

skiptir. Í fyrsta lagi eru <strong>barna</strong>bætur hærri fyrir börn undir 7 ára aldri og að árið<br />

2003 náðu <strong>barna</strong>bætur einungis til <strong>barna</strong> undir 16 ára aldri, í dag ná bæturnar<br />

til <strong>barna</strong> undir 18 ára aldri.<br />

Samandregið má segja að hér á landi séu útgjöld til fjárstuðnings<br />

<strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> (<strong>barna</strong>bætur og skattafslættir <strong>vegna</strong> <strong>barna</strong>) nokkuð<br />

lægri heldur en í öðrum vestrænum þjóðum, ekki síst fyrir börn á skólaaldri (6<br />

ára og eldri). Hins vegar eru útgjöld til fæðingarorlofs fremur há hér í<br />

alþjóðlegum samanburði.<br />

5.2 Fjölskyldulíkan<br />

Til þess að kanna nánar fjárstuðning til fjölskyldna <strong>vegna</strong> <strong>barna</strong> með<br />

samanburði milli ríkja, eftir mismunandi fjölskyldusamsetningum, er notast við<br />

skatta- og bótalíkön (tax-benefit models) frá OECD (2007c). Líkönin innihalda<br />

greiddan skatt og mótteknar bætur frá ríkinu að gefnum tilteknum forsendum.<br />

Forsendur um tekjur eru fyrir hverja tegund fjölskyldna frá því að vera<br />

tekjulaus (algjörlega háð bótakerfinu) allt að því að hafa tvöfaldar meðaltekjur<br />

verkamanna. Líkönin eiga í öllum tilvikum við um vinnufæra einstaklinga á<br />

vinnualdri og þeirra fjölskyldu. Forsendur um mismunandi fjölskyldugerðir í<br />

líkönum OECD eru alls 10:<br />

1. Barnlaus einstaklingur (tekjur á bilinu 0-200% af meðal verkamannalaunum).<br />

2. Einstætt foreldri með tvö börn (tekjur á bilinu 0-200% af meðal<br />

verkamannalaunum).<br />

3. Barnlaus hjón með eina fyrirvinnu (tekjur á bilinu 0-200% af meðal<br />

verkamannalaunum hjá vinnandi einstaklingi).<br />

4. Sömu forsendur og í 3, með tvö börn.<br />

5. Hjón með tvær fyrirvinnur (tekjur fyrri makans 67% af meðal verkamannalaunum,<br />

hinn makinn hefur 0-200%).<br />

6. Sama og 5, nema að fyrri maki hefur 100% af meðal verkamannalaunum.<br />

7. Sama og 5, nema að fyrri maki hefur 167% af meðal verkamannalaunum.<br />

8. Sama og 5, með tvö börn.<br />

9. Sama og 6, með tvö börn.<br />

10. Sama og 7, með tvö börn.<br />

58

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!