29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

leigumarkaðar er að leigjendur eru almennt með lágar tekjur (Stefán Ólafsson,<br />

2007). Þannig er fátækt meðal þeirra sem búa í leiguhúsnæði talsvert meiri en<br />

meðal annarra. Árið 2009 var lágtekjuhlutfall allra Íslendinga 10,2%, hlutfallið<br />

var 7,5% hjá þeim sem áttu eigið húsnæði en 26,3% hjá leigjendum (Hagstofa<br />

Íslands, e.d.).<br />

Fjárhagslegur stuðningur við leigjendur hófst árið 1994 þegar lög um<br />

húsaleigubætur (nr. 100/1994) voru sett. Þá var sveitarfélögum veitt svigrúm<br />

til þess að greiða húsaleigubætur. Það var hins vegar ekki fyrr en 1998 sem<br />

sveitarfélögum var gert skylt að greiða húsaleigubætur og árið 2002 urðu<br />

bæturnar skattfrjálsar. Frá upphafi hefur markmið húsaleigubóta verið að<br />

„lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á<br />

húsnæðismarkaðnum” (Lög um húsaleigubætur nr. 138/1997).<br />

Húsaleigubætur eru greiddar einstaklingum sem leigja íbúðarhúsnæði til<br />

búsetu. Við ákvörðun upphæðar er miðað við fjölda <strong>barna</strong>, tekjur foreldra,<br />

leigufjárhæð og eignastöðu. Tekjur foreldra og <strong>barna</strong>fjöldi vega þó mest.<br />

Húsaleigubætur greiðast óháð því hversu margir fullorðnir einstaklingar búa á<br />

heimilinu, einstæðir foreldrar fá því sömu upphæð og hjón eða sambúðarfólk.<br />

Grunnfjárhæð húsaleigubóta er 13.500 kr. fyrir hverja íbúð. Að auki bætast við<br />

14.000 kr. fyrir fyrsta barnið, 8.500 fyrir annað barnið og 5.500 fyrir þriðja<br />

barnið. Til viðbótar koma 15% leigufjárhæðar sem liggja á milli 20.000-50.000<br />

kr. Húsaleigubætur geta þó aldrei orðið hærri en sem nemur 50% af<br />

leigufjárhæðinni. Áhrifa hámarksins gætir þó ekki nema leiga sé undir 62 þús.<br />

kr. (Lög um húsaleigubætur nr. 138/1997; Reglugerð um húsaleigubætur nr.<br />

118/2003).<br />

Húsaleigubætur eru tekjutengdar og byrja að skerðast við 167 þús. kr.<br />

mánaðartekjur og dragast 12% af tekjum umfram mörkin frá greiddum bótum,<br />

bæturnar skerðast óháð fjölskyldustærð. Hér er átt við samanlagðar<br />

heildartekjur þeirra sem eiga lögheimili í viðkomandi leiguhúsnæði, tekjur<br />

<strong>barna</strong> 20 ára og eldri eru meðtaldar nema einstaklingur stundi nám. Ef eignir<br />

að frádregnum skuldum eru hærri en 4,7 millj. kr. þá skerða þær<br />

húsaleigubætur (Lög um húsaleigubætur nr. 138/1997; Reglugerð um<br />

húsaleigubætur nr. 118/2003).<br />

Félagsmálaráðherra setur, að höfðu samráði við Samband íslenskra<br />

sveitarfélaga, ákvæði í reglugerð um útreikning og fjárhæð grunnfjárhæða<br />

bóta (sjá Reglugerð um húsaleigubætur nr. 118/2003). Sveitarstjórn getur hins<br />

vegar tekið ákvörðun um að greiða hærri húsaleigubætur en sem nemur<br />

grunnfjárhæðum húsaleigubóta. Um er að ræða húsaleigubætur sem eru<br />

viðbót við grunnfjárhæðir húsaleigubóta sem kallast sérstakar<br />

húsaleigubætur. Þær eru ætlaðar leigjendum sem búa við mjög erfiðar<br />

félagslegar og fjárhagslegar aðstæður. Sérstöku bæturnar taka mið af<br />

persónulegum aðstæðum í stað þess að tengjast íbúðinni (sjá t.d. Reglur um<br />

félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík).<br />

Á mynd 3.4 má sjá húsaleigubætur eftir tekjum og <strong>barna</strong>fjölda. Þar má<br />

sjá að <strong>barna</strong>fjöldi hefur talsverð áhrif á upphæð bótanna. Aukning bótanna er<br />

mest fyrir fyrsta barnið. Einnig má sjá að bæturnar eru talsvert<br />

lágtekjumiðaðar, þær byrja að skerðast við 167 þús. kr. í mánaðartekjur á<br />

bilinu rúmlega 300-550 þús. kr. Sé haft í huga að laun á almennum<br />

vinnumarkaði eru 280 þús. kr. í neðra fjórðungsmarki og 360 þús. kr. í<br />

miðgildistekjur á mánuð þá blasir við að bæturnar séu í meira mæli ætlaðar<br />

fólki sem er í lægri tekjuhópunum á almennum vinnumarkaði.<br />

24

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!