29.07.2014 Views

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

Fjölskyldubætur á Íslandi Fjárstuðningur vegna framfærslu barna ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Meðlag á hvert barn á mánuði í þús. kr.<br />

samanburði á fjárstuðningi <strong>vegna</strong> <strong>barna</strong>. Engu að síður væri það talsvert<br />

vanmat á kjörum einstæðra foreldra að líta fram hjá meðlagi og því verður<br />

tekið tillit til þess í þessu verki þó fram hjá því verði litið þegar fjárstuðningur<br />

einstæðra foreldra er borinn saman með beinum hætti við hjón og<br />

sambúðarfólk. Einnig skal tekið fram að hefð er fyrir því að telja meðlag með í<br />

rannsóknum á fjárstuðningi <strong>vegna</strong> framfærslu <strong>barna</strong> (Bradshaw o.fl., 1993;<br />

Bradshaw og Finch, 2002).<br />

Á mynd 3.3 má sjá viðmiðunar fjárhæðir meðlags, skv. viðmiði<br />

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytis, greint eftir tekjum meðlagsgreiðenda.<br />

Myndin sýnir fjárhæðir meðlags á hvert barn. Tekið skal fram að hér er um<br />

viðmiðunarfjárhæðir að ræða og er sýslumanni ekki skylt að fara eftir þeim<br />

viðmiðunum. Viðmiðunarfjárhæðir gera ráð fyrir því að einstaklingar með undir<br />

350 þús. kr. í mánaðartekjur greiði einvörðungu einfalt meðlag.<br />

Viðmiðunarfjárhæðir fyrir hvert barn hækka í skrefum eftir því sem tekjur<br />

meðlagsgreiðenda eru hærri. Þegar tekjur eru 600 þús. kr. eða hærra skal<br />

meðlag vera tvöfalt hærra en einfalt meðlag skv. viðmiðunarfjárhæðum.<br />

Athygli vekur að viðmiðunarfjárhæðir á hvert barn hækka hraðar eftir því<br />

sem börn eru færri. Hugsanlega er það til þess að halda<br />

heildarmeðlagsgreiðslum í hófi fyrir meðlagsgreiðendur með tekjur á bilinu<br />

350-600 þús. kr. á mánuði. Einnig kann að vera að ákveðin<br />

stærðarhagkvæmni sé talin vera við uppeldi <strong>barna</strong>. Þá væri hlutfallslega<br />

dýrara að framfleyta einu barni en tveimur. Vert er að minnast á það að<br />

meðlagsgreiðendur eiga ekki rétt á neinum <strong>barna</strong>tengdum greiðslum svo sem<br />

<strong>barna</strong>bótum, mæðra og feðralaunum og <strong>barna</strong>viðbót vaxta- og húsaleigubóta.<br />

50<br />

45<br />

40<br />

35<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

Eitt barn<br />

Tvö börn<br />

Þrjú börn<br />

0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 550 600 650 700 750<br />

Mánaðartekjur meðlagsgreiðenda í þús. kr.<br />

Mynd 3.3: Viðmiðunarfjárhæðir meðlagsgreiðslna á hvert barn eftir tekjum<br />

meðlagsgreiðenda.<br />

Upphæðir eru skv. viðmiðunarfjárhæðum Dóms- og mannréttindaráðuneytisins frá október<br />

2009 (Heimild: Dóms- og mannréttindaráðuneytið, e.d.)<br />

Þegar þetta er ritað liggur fyrir frumvarp til laga um breytingar á <strong>barna</strong>lögum á<br />

Alþingi. Í frumvarpinu eru lagðar til grundvallarbreytingar á núverandi<br />

fyrirkomulagi meðlagsgreiðslna. Hið nýja kerfi meðlagsgreiðslna byggir á<br />

eftirfarandi sjónarmiðum:<br />

15

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!