31.07.2014 Views

Sjá niðurstöður netkönnunarinnar um tækifæri í ... - Saf

Sjá niðurstöður netkönnunarinnar um tækifæri í ... - Saf

Sjá niðurstöður netkönnunarinnar um tækifæri í ... - Saf

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Niðurstöður<br />

Þátttakendur voru með opinni spurningu beðnir að<br />

tilgreina allt að fimm atriði sem þeir sæju sem tækifæri<br />

til að efla ferðaþjónustu utan háannar á þeirra svæði.<br />

Alls sagðist tæpur þriðjungur sjá tækifæri í ferðaþjónustu<br />

tengdri náttúru og útivist. Mörg atriði voru þar<br />

nefnd til en meðal þeirra voru fuglaskoðun, norðurljósin,<br />

vetur og myrkur, náttúruböð, fjalla- og jöklaferðir.<br />

Tæp 27% nefndu til aukna afþreyingu, og áttu þá<br />

yfirleitt við að ef tækifæri til afþreyingar yrðu aukin á<br />

þeirra svæði þá myndu möguleikar til lengingar þjónustutímans<br />

aukast. Ýmsir nefndu einfaldlega að auka<br />

þyrfti afþreyingu en aðrir töldu til mismunandi tegundir<br />

afþreyingar, og sköruðust þau svör stund<strong>um</strong> við svör<br />

sem falla einnig undir aðra flokka, svo sem afþreyingarmöguleikar<br />

tengdir náttúru og útivist eða sögu og<br />

menn ingu. Meðal afþreyingamöguleika sem taldir voru<br />

til má nefna ýmsa íþróttaiðkun, svo sem skíðaiðkun,<br />

gönguferðir, skotveiði, fiskveiði, hestaferðir og fleira.<br />

Alls sögðu <strong>um</strong> 14% að tækifæri lægju í markaðssetningu.<br />

Margir nefndu að einfaldlega þyrfti að auk<br />

amarkaðssetn ingu utan háannar en einnig nefndu<br />

nokkr ir að breyttar áherslur í markaðssetningu þyrfti, t.d.<br />

með því að auka áherslu á ákveðna markhópa, á borð<br />

við Bandaríkjamenn og Vestur-Íslendinga, og að efla<br />

markaðsstarf á netinu.<br />

Um tíundi hver sem svaraði sagði að tækifæri lægju<br />

í aukinni samvinnu ferðaþjónustuaðila á svæðinu eða á<br />

öllu landinu.<br />

Svipað hlutfall sá tækifæri í ferðaþjónustu tengdri<br />

sögu og menningu, til dæmis með sögutengdri<br />

ferðaþjón ustu, listasýning<strong>um</strong> og gallerí<strong>um</strong>, tónlistarviðburð<strong>um</strong><br />

og fræðslu <strong>um</strong> íslenska menningu og<br />

hefðir.<br />

Rúm 8% nefndu að tækifæru lægju í því að bæta<br />

samgöngur og áttu þá flestir við til þess að tryggja að<br />

alltaf væri hægt að komast á þeirra þjónustustað. Einnig<br />

var nefnt að betri vegir að ýms<strong>um</strong> foss<strong>um</strong> og öðru sem<br />

ferðamenn skoða myndi auka möguleika ferðaþjónustunnar<br />

á því svæði.<br />

Alls sögðu 7,05% að auka þyrfti úrval og töldu margir<br />

til að auka þyrfti sérstaklega úrval á ýms<strong>um</strong> pakkaferð<strong>um</strong>,<br />

til dæmis fyrir mismunandi hópa, svo sem<br />

vinnuhópa, eldri borgara og hinsegin ferðamenn, svo<br />

dæmi séu nefnd.<br />

Tæp 6% sáu tækifæri í heilsutengdri ferðaþjónustu.<br />

Var lækningarmáttur jarðbaða og ýmis tækifæri til slökunar<br />

meðal þess sem nefnt var í því samhengi. Sama<br />

hlutfall talaði <strong>um</strong> að lengja þyrfti opnunartíma og var þá<br />

til dæmis sérstaklega nefnt að söfn þyrftu að vera opin<br />

allan ársins hring auk þess sem aðrir aðilar þyrftu að<br />

sameinast <strong>um</strong> að hafa opið lengur á árinu. Einnig sögðu<br />

tæp 6% að beint millilandaflug á flugvelli á landsbyggðinni<br />

myndi skapa tækifæri, en flestir nefndu Akureyri í<br />

því samhengi en Egilsstaðir voru einnig nefndir.<br />

Um 4% sjá tækifæri í matartengdri ferðaþjónustu, til<br />

dæmis með því að kynna íslenskan mat og matarhefðir.<br />

Rúm 3% sögðu bætta aðstöðu, svo sem meira gistirými<br />

og fleira, geta skapað tækifæri og svipað hlutfall taldi til<br />

ráðstefnuhöld.<br />

Alls töldu tæp 16% til hluti sem falla ekki undir þessa<br />

flokka og voru þeir mjög mismunandi. Má þar nefna að<br />

fjölga alþjóðleg<strong>um</strong> viðburð<strong>um</strong>, að stíla inn á skólafólk,<br />

fræðsluferðir og að breyttar reglur stjórnvalda, t.d. varðandi<br />

skatta. Tæp 6% svara áttu ekki við þar sem svarandi<br />

vildi t.d. ekki svara spurningunni eða sagði hana ekki<br />

eiga við.<br />

Ísland allt árið | 55

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!