31.07.2014 Views

Sjá niðurstöður netkönnunarinnar um tækifæri í ... - Saf

Sjá niðurstöður netkönnunarinnar um tækifæri í ... - Saf

Sjá niðurstöður netkönnunarinnar um tækifæri í ... - Saf

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Niðurstöður<br />

Þátttakendur voru með opinni spurningu beðnir að<br />

tilgreina með hvaða hætti þeir teldu best að markaðssetja<br />

ferðaþjónustu utan háannar.<br />

Alls svöruðu 193 spurningunni en þar af voru 23 sem<br />

tilgreindu svör sem ekki eiga við til dæmis vegna þess<br />

að þeir sögðust ekki vilja svara eða þeir vissu ekki svarið.<br />

Flestir, eða 22,3%, sögðu að best væri að markaðssetja<br />

ferðaþjónustu utan háannar á netinu. Einnig töldu<br />

nokkrir fram sérstaklega notkun samskiptasíða á borð<br />

við Facebook til almennrar kynningar en einnig til að<br />

skipuleggja leiki eða samkeppnir til að draga athygli að<br />

viðkomandi síðu. Þá var myndbandasíðan Youtube einnig<br />

nefnd í þessu samhengi.<br />

Rúmlega 18% vildu auglýsa í fjölmiðl<strong>um</strong> með bein<strong>um</strong><br />

eða óbein<strong>um</strong> hætti. T.d. með því að birta auglýsingar<br />

í blöð<strong>um</strong> eða þá að reyna að fá <strong>um</strong>fjöllun í erlend<strong>um</strong><br />

sjónvarpsþátt<strong>um</strong>. Einnig voru þeir sem vildu útbúa<br />

kynn ingarbæklinga í þess<strong>um</strong> hópi, alls þrír.<br />

Alls 28, eða 14,5%, vildu nýjar áherslur í markaðssetningu<br />

og ímyndarsköpun og voru flest svör á þá leið<br />

að markaðssetja ætti veturinn sérstaklega og gera út á<br />

þætti eins og myrkur og jafnvel vont veður. Einnig vildu<br />

margir sjá aukna áherslu á norðurljósin. Þá var nefnt að<br />

hægt væri að auglýsa hagstætt gengi og eins þætti eins<br />

og gestrisni þjóðarinnar.<br />

Um það bil tíundi hver taldi vænlegast að samvinna<br />

yrði aukin og að farið yrði í sameiginlegt átak þar sem<br />

landið í heild sinni yrði markaðssett. Helmingi færri,<br />

eða rúmlega 5%, vildu að landið yrði kynnt með því að<br />

bjóða erlend<strong>um</strong> ferðaþjónustuaðil<strong>um</strong> í kynningarferðir<br />

til landsins.<br />

Tæp 4% töldu best að leggja áherslur á pakkaferðir<br />

bæði fyrir einstaklinga og hópa og var þar komið inn<br />

á að ferðaþjónustuaðilar gætu starfað saman við að<br />

mynda slíkar lausnir fyrir viðskiptavini.<br />

Sama hlutfall vildi að lögð yrði áhersla á að markaðssetja<br />

einstök svæði sérstaklega í stað þess að markaðssetja<br />

landið í heild, t.d. með klasasamstarfi.<br />

Rúm 3% töldu best að kynna þjónustu sína á ferðakaupstefn<strong>um</strong><br />

og sýning<strong>um</strong>.<br />

Alls fimm aðilar, eða 2,6%, töldu beina markaðssetningu<br />

ákjósanlegasta og sama hlutfall taldi samstarf við<br />

erlenda aðila, t.d. ferðaskrifstofur og auglýsingastofur,<br />

vænlegast. Sama hlutfall vildi svo leggja áherslu<br />

á íslenska náttúru og ýmis atriði sem þegar þekkjast í<br />

markaðssetningu á Íslandi.<br />

Þrjátíu aðilar töldu til önnur atriði en hér á undan<br />

hafa verið talin. Þar af nefndu þrír samstarf við ferðaskrifstofur<br />

og flugfélög, þrír nefndu að skipuleggja ætti<br />

viðburði til að draga að ferðamenn, þrír vildu leggja<br />

áherslu á ævintýralegar upplifanir og tveir töldu vænlegast<br />

að bjóða upp á tilboð.<br />

Önnur atriði sem minnst var á var að reyna að fá<br />

ferðamenn sem áður hafa komið til að koma aftur, að<br />

afmarka markhópa betur, að gera út á hesta og að reyna<br />

að láta frétta af landi og þjóð af afspurn. Einnig var nefnt<br />

að hreinskilni <strong>um</strong> veðurfarið ætti að vera til staðar í kynning<strong>um</strong>.<br />

66 | Ísland allt árið

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!