29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

á börnum.“ Á ríkisstjórnarfundi hinn 8. október samþykkti ríkisstjórnin að<br />

frumkvæði ráðherra að að hrinda af stað átaki til þess að fækka slysum á börnum<br />

þvingunarráðstafanir á meðferðarheimilum ríkisins fyrir unglinga og um<br />

eftirlitsskyldu barnaverndaryfirvalda.<br />

BLS<br />

10<br />

6.<br />

Varðandi verkefni á árinu 1997 vil ég í fyrsta lagi nefna útgáfu á vegum embættisins<br />

á skýrslu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og ungmennum. Skýrslan hefur<br />

það að markmiði að bera ákvæði íslenskra laga um kynferðisbrot gegn börnum,<br />

meðferð slíkra mála og framkvæmd þeirra, saman við stöðuna í þessum málaflokki<br />

í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Í kjölfar skýrslunnar sendi ég dómsmálaráðherra<br />

tillögur mínar til úrbóta á almennum hegningarlögum, lögum um meðferð opinberra<br />

mála, skaðabótalögum og lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota.<br />

Jafnframt mæltist ég eindregið til þess við félagsmálaráðherra að, á sviði barnaverndar,<br />

yrði séð til þess að umbætur til handa þessum börnum yrðu bæði markvissar<br />

og haldgóðar, og að þær næðu til landsins alls.<br />

Í öðru lagi vil ég minnast á álitsgerð þá er ég sendi félagsmálaráðherra vorið 1997<br />

en þar kemur fram sú skoðun mín að það athæfi að skerða frelsi unglings með því<br />

að binda með límbandi hendur og /eða fótleggi hans stríði ekki einasta gegn þeim<br />

markmiðum sem að er stefnt með vistun barna á stofnunum, heldur sé um að ræða<br />

ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í skilningi 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar<br />

og 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. og til hliðsjónar 37. gr. Barnasáttmála<br />

Sameinuðu þjóðanna. Álit mitt kom í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í<br />

skaðabótamáli ólögráða stúlku, er vistuð hafði verið á Unglingaheimili ríkisins á<br />

árinu 1993, en í niðurstöðu dómenda sagði berum orðum, að staðfest hefði verið<br />

fyrir dóminum að framangreindum aðferðum hefði verið beitt þrisvar sinnum<br />

gagnvart unglingum, er þar dvöldu, meðan á vistun stúlkunnar stóð.<br />

Ítarleg greinargerð þeirra barst mér í júlímánuði á þessu ári. Í lok hennar eru helstu<br />

niðurstöður dregnar saman og kemur þar m.a. fram að ekki hafi verið heimild að<br />

lögum til að fjötra skjólstæðinga Unglingaheimilis ríkisins á höndum og fótum með<br />

límbandi. Það er skoðun greinargerðarhöfunda að hvort sem aðgerðir þessar verði í<br />

einstökum tilvikum skýrðar, sem hreinar neyðarráðstafanir eða ekki, og hvað sem<br />

líði lagaheimild fyrir því að grípa til þeirra, þá skorti nokkuð á að sýnt hafi verið<br />

fram á að beiting þeirra hafi stuðst við fagleg sjónarmið um framkvæmd slíkra<br />

aðgerða. Það að fjötra unglinga með límbandi í meðferðar- eða uppeldislegum<br />

tilgangi teljist því ólögmætt. Í greinargerðinni segir að ekki hafi verið sýnt fram á<br />

að unglingar hafi verið fjötraðir með límbandi frá því að Stuðlar tóku til starfa í<br />

upphafi árs 1996.<br />

Í greinargerðinni kemur berlega í ljós að stjórnarnefnd Unglingaheimilis ríkisins og<br />

félagsmálaráðuneytið hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni í máli því, er varð kveikjan<br />

að framangreindum afskiptum mínum. Sérstaklega er áréttað að þessari aðferð hafi<br />

verið beitt áfram eftir að stjórnarnefndinni og ráðuneytinu varð kunnugt um að slíkt<br />

viðgengist.<br />

Greinargerðin sýnir og sannar, svo ekki verður um villst, að brýn þörf var á að skoða<br />

með gagnrýnum hætti þennan þátt barnaverndar. Komið hefur í ljós að þar er víða<br />

pottur brotinn og þörf er á gagngerum endurbótum. Félagsmálaráðherra hefur þegar<br />

falið sérstakri nefnd að taka núgildandi lög um vernd barna og ungmenna til<br />

heildarendurskoðunar. Um leið og ég lýsi yfir ánægju minni með þetta framtak<br />

ráðherra vænti ég mikils af störfum þessarar nefndar.<br />

BLS<br />

11<br />

Með skírskotun til þessa taldi ég nauðsynlegt að félagsmálaráðherra léti kanna með<br />

óyggjandi hætti hvort unglingar, sem vistaðir hefðu verið á meðferðarstöð ríkisins<br />

fyrir unglinga að Stuðlum eða öðrum meðferðarheimilum hefðu verið beittir þar<br />

þeim aðferðum sem að framan er lýst. Sérstaklega fór ég fram á að skoðað yrði<br />

hvort slíkar aðferðir væru enn viðhafðar á þessum stofnunum. Þá taldi ég og rétt að<br />

kannað yrði hvort barnaverndaryfirvöld hefðu í þessum efnum brugðist eftirlitsskyldu<br />

sinni, sbr. IX. kafla laga nr. 58/1992.<br />

Ritað í septembermánuði 1998.<br />

Í framhaldi af þessu fól félagsmálaráðherra þeim Davíð Þór Björgvinssyni,<br />

prófessor og Nönnu K. Sigurðardóttur, félagsráðgjafa að taka saman greinargerð um<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!