29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BLS<br />

70<br />

Leggjum við til að hann nái t.d. til eftirfarandi þátta:<br />

• tilgangur vinnuskólans<br />

• skilgreining á þátttakendum (t.d. aldur)<br />

• hlutföll vinnu og fræðslu<br />

• námsskrá<br />

• lengd vinnutímabils<br />

• fyrirkomulag vinnunnar (staðsetning, akstur, kynjablöndun/kynjaskipting<br />

hópa o.s.frv.)<br />

• ýmsar reglur (klæðnaður, nesti, reykingar, tilkynningar v/forfalla, agabrot<br />

o.s.frv.)<br />

• fyrirkomulag einkunna og umsagna<br />

• laun fyrir vinnu og fræðslu og fyrirkomulag launagreiðslna<br />

• kröfur til leiðbeinenda og þjálfun þeirra<br />

• daglegur rekstur vinnuskólans (verkaskipting og dreifing valds og<br />

ábyrgðar)<br />

• annað.“<br />

Vinnu framangreinds starfshóps sem fékk það verkefni að semja samræmdan ramma<br />

um starfsemi vinnuskóla sveitarfélaganna var ekki lokið um áramót, og mun ég<br />

áfram fylgjast með framvindu málsins.<br />

Dæmi um símaerindi er varða atvinnumál:<br />

Kvartað yfir lélegum kjörum blaðburðarbarna. Vinnuskólar: Spurt var um<br />

réttarstöðu unglinga varðandi laun og orlof.<br />

Í dag barst mér frá Alþingi tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að draga úr<br />

ofbeldisdýrkun og framboði ofbeldisefnis, en flutningsmenn eru Steingrímur J.<br />

Sigfússon og Sigríður Jóhannesdóttir.<br />

Með þessari tillögu er lagt til að Alþingi feli ríkisstjórninni að undirbúa áætlun um<br />

aðgerðir til að draga úr framboði efnis þar sem ofbeldi er sýnt í einhverju formi. Ég<br />

fagna þessari tillögu og leyfi mér í því sambandi að vísa til sameiginlegrar yfirlýsingar<br />

norrænna umboðsmanna barna sem gefin var út í Stokkhólmi 8. október 1996.<br />

Hjálagt er ljósrit fréttatilkynningar, sem skrifstofa umboðsmanns barna sendi til<br />

fjölmiðla 18. október 1996, um þessa sameiginlegu yfirlýsingu.<br />

Í fylgiskjali I með fyrrgreindri tillögu er að finna útdrátt úr skýrslu umboðsmanns<br />

barna um ofbeldi í sjónvarpi útgefinni í október 1996. Í þessum útdrætti er ekki<br />

greint frá niðurstöðum könnunar, sem skýrslan hefur einnig að geyma, um framboð<br />

ofbeldisefnis í íslensku sjónvarpi dagana 2.–15. september 1996, í formi auglýsinga<br />

og kvikmynda. Af því tilefni vil ég til fróðleiks senda yður hér með ljósrit af tveimur<br />

bréfum sem ég sendi í kjölfar framangreindrar niðurstöðu. Annars vegar er um að<br />

ræða bréf mitt til samkeppnisráðs, dags. 13. nóvember 1996, og hins vegar til<br />

menntamálaráðherra, dags. 12. nóvember 1996.<br />

Það er skemmst frá því að segja að menntamálaráðherra hefur þegar brugðist við<br />

erindi mínu á þann veg að nú er unnið á vegum ráðuneytisins að endurskoðun<br />

ákvæða laga um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum með tilliti til<br />

framkominna ábendinga minna. Það sama verður aftur á móti ekki sagt um<br />

samkeppnisyfirvöld, þar sem ég hef ekki orðið þess vör að nokkurt tillit hafi verið<br />

tekið til eindreginna tilmæla minna um að þau fylgi fastar eftir fyrirmælum 22. gr.<br />

samkeppnislaga nr. 8/1983 og grípi til aðgerða á grundvelli 1. mgr. 51. gr. sömu<br />

laga, ef nauðsynlegt reynist.<br />

BLS<br />

71<br />

7. Fjölmiðlar<br />

7.1. Alþjóðlegur fjölmiðladagur barna<br />

7.0. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til þess að draga úr<br />

ofbeldisdýrkun og framboði ofbeldisefnis<br />

Á Alþingi var lögð fram tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til þess að draga úr<br />

ofbeldisdýrkun og framboði ofbeldisefnis, en flutningsmenn voru Steingrímur J.<br />

Sigfússon og Sigríður Jóhannesdóttir. Af þessu tilefni ritaði ég þingmönnunum svohljóðandi<br />

bréf:<br />

Ég taldi ástæðu til þess að minna<br />

á hinn alþjóðlega fjölmiðladag<br />

barna sem að þessu sinni bar upp<br />

á sunnudaginn 14. desember (sjá<br />

S<strong>UB</strong>:1996, kafli 2.2).<br />

Fjölmiðladeild Barnahjálpar<br />

Sameinuðu þjóðanna hefur mælst<br />

til þess við sjónvarps- og útvarps-<br />

„Fréttamenn eru fljótir á staðinn ef það er<br />

fyllerí niðri í bæ, en hafa engan áhuga á því<br />

góða sem unglingar eru að gera.“<br />

– Heiðdís Halla, 15 ára, Egilsstöðum.<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!