29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

er í að vista barn eða ungmenni á slíkum heimilum eða stofnunum. Með öðrum<br />

orðum þá er engin lagaheimild til þess að leggja hendur á börn eða halda þeim<br />

einangruðum frá öðrum börnum um lengri tíma meðan á slíkri vistun stendur.<br />

Þvert á móti segir skýrt í lögum um vernd barna og ungmenna að líkamlegum<br />

og andlegum refsingum megi ekki beita á þessum heimilum eða stofnunum.<br />

Fleiri dæmi eru um að börn hafi snúið sér til skrifstofu embættisins og kvartað<br />

vegna starfshátta barnaverndarnefnda, s.s. vegna þess að fá ekki talsmann, að fá<br />

ekki að hitta systkini sín sem barnaverndarnefnd hefur komið í fóstur og að barnaverndarnefnd<br />

skeyti ekki um vilja barns þegar tekin er ákvörðun um fósturráðstöfun<br />

þess.<br />

BLS<br />

108<br />

3. Að lokum þetta: Aðalatriðið í þessu máli er, að farið sé að lögum og<br />

mannréttindi barna og ungmenna virt í hvívetna, en það er fyrst og fremst<br />

markmið könnunar þeirrar sem félagsmálaráðherra hefur ákveðið að fram fari<br />

í máli þessu, að beiðni minni.<br />

Álitsgerð sérfræðinganefndar félagsmálaráðuneytisins vegna þessa máls lá ekki<br />

fyrir um áramót.<br />

9.5 Talsmaður barns í barnaverndarmáli<br />

Níu ára gömul stúlka leitaði til mín í vandræðum sínum, en hún hafði þráfaldlega<br />

óskað eftir að sér yrði skipaður talsmaður til þess að tala máli sínu við barnaverndarnefnd<br />

þá er hafði mál hennar til umfjöllunar. Stúlkan var ósátt við ákvarðanir<br />

barnaverndarnefndar og vildi fá að tjá sig um mál er augljóslega vörðuðu hana<br />

sjálfa. Vegna þessa ritaði ég stúlkunni eftirfarandi bréf:<br />

Í símtali okkar fyrr í dag ræddir þú um að fá talsmann til að tala máli þínu við<br />

barnaverndarnefnd þar sem þú er ósátt við að dvelja á vistheimilinu ….<br />

Ég sagði þér að í barnaverndarlögum væri talað um talsmann barns og það væri<br />

barnaverndarnefnd sem gæti skipað hann þegar sérstaklega stendur á. Nú háttar<br />

væntanlega svo til í þínu máli að barnaverndarnefnd er þegar búin að taka ákvörðun<br />

um að þú skulir vistuð í tiltekinn tíma …. Börnum skal hins vegar leyft að segja<br />

sína skoðun áður en ákvörðun er tekin í máli þeirra. Ég vona svo sannarlega að rætt<br />

hafi verið við þig og útskýrt fyrir þér afhverju þú býrð ekki hjá mömmu þinni. Í<br />

þessu sambandi vil ég einnig segja þér að barnaverndarnefnd á alltaf að hugsa um,<br />

hvað er barninu fyrir bestu. Þess vegna skaltu ræða við starfsmann barnaverndarnefndar<br />

um þessa ósk þína um talsmann.<br />

Ég sendi þér til fróðleiks Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið gefinn<br />

út í aðgengilegu formi fyrir börn, í bæklingi, er nefndur hefur verið, „Réttindi<br />

mín“. Einnig fylgir hér kynningarbæklingur um umboðsmann barna.<br />

10. Barnaréttur<br />

Dæmi um símaerindi er varða barnavernd:<br />

Kvartað yfir starfsháttum barnaverndarnefnda, neitun á talsmanni fyrir<br />

barn, hæg málsmeðferð, aðgerðarleysi barnaverndarnefnda, ennfremur<br />

kvartanir vegna barnaverndarnefnda í fámennum sveitarfélögum. Einnig<br />

er hringt vegna sinnuleysis félagsmálayfirvalda og yfir ósæmilegri framkomu<br />

þeirra í garð skjólstæðings. Kvartað yfir starfsháttum opinberra<br />

aðila, svo sem unglingaheimila. Spurt um trúnað lækna gagnvart barnaverndarnefndum.<br />

Spurt um barnabætur í samræmi við hækkun á sjálfræðisaldri.<br />

Móðir óánægð með fósturráðstöfun, fær lítið að sjá börn sín, forsjárlaus<br />

faðir segir barn hans hafa verið sett í fóstur án hans vitundar, spurt<br />

um réttarstöðu barns sem hefur flúið að heiman. Spurt um nafnleynd<br />

vegna kvartana til barnaverndarnefndar. Nokkrar ábendingar vegna varanlegs<br />

fósturs, m.a. systkini sem fá sjaldan að hittast, móðir fær einungis að<br />

hitta börn sín einu sinni á ári í klukkutíma. Spurt um réttarstöðu barns<br />

gagnvart kynferðislegu ofbeldi. Kvartað yfir úrræðaleysi fyrir langt leidda<br />

vímuefnaneytendur, ennfremur yfir úrræðaleysi í meðferðarmálum<br />

almennt fyrir 16–18 ára unglinga, bent á margra mánaða bið þeirra eftir<br />

meðferð, áhyggjur af barni í neyslu, spurt um sviptingu sjálfræðis, spurt<br />

um rétt fósturs. Kvartað yfir harðræði gagnvart börnum í leikskóla.<br />

Starfsaðferðir lögreglu gagnrýndar svo sem við handtöku unglinga og<br />

yfirheyrslur, þar sem forráðamönnum var ekki boðið að vera við<br />

yfirheyrslu þeirra og/eða fulltrúum barnaverndarnefnda.<br />

10.0. Hækkun sjálfræðisaldurs – réttarstaða 16 og 17 ára unglinga<br />

Á Alþingi var samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögræðislögum, en allsherjarnefnd<br />

óskaði umsagnar minnar um frumvarpið að því er varðaði hækkun á<br />

sjálfræðisaldri. Umsögn mín birtist í heild í skýrslu minni fyrir árið 1996 (sjá<br />

BLS<br />

109<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!