29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BLS<br />

28<br />

Eftirfarandi er tafla sem sýnir hvaðan var hringt af landinu.<br />

Skipting símaerinda eftir landshlutum (kjördæmum):<br />

Reykjavík 454<br />

Reykjanes 126<br />

Vesturland 37<br />

Vestfirðir 15<br />

Norðurland vestra 16<br />

Norðurland eystra 37<br />

Austurland 24<br />

Suðurland 35<br />

Búsettir erlendis 6<br />

Langflestir fyrirspyrjendur eru búsettir á suðvesturhorninu, eða samtals 580, ef<br />

Reykjavík og Reykjanes eru tekin saman. Þá er talsvert meira um það að hringt hafi<br />

verið af Vesturlandi og Norðurlandi eystra en raunin var árið 1996, og tengist það án<br />

efa því að annars vegar heimsótti ég alla grunnskóla á Vesturlandi og hins vegar að<br />

embættið stóð fyrir málþingi um hagsmuna- og réttindamál barna og unglinga á<br />

Norðurlandi eystra.<br />

Dæmi um þau erindi er fylla flokkinn „Annað“:<br />

Undir flokknum „Annað“ eru skráðar meðal annars beiðnir um viðtöl, fyrirlestra<br />

og upplýsingar af ýmsum toga. Beiðnir um viðtöl við fréttamenn,<br />

blaðamenn og dagskrárgerðarmenn eru á fjórða tuginn. Beiðnir um upplýsingar<br />

eru mismunandi, beðið er um upplýsingar um embættið, skólafólk, sem<br />

er í upplýsingaleit vegna ritgerðasmíða óskar eftir viðtali við umboðsmann,<br />

en á árinu var svarað yfir fimmtíu fyrirspurnum þessa efnis, og nokkuð var<br />

um að viðtöl væru veitt í kjölfarið. Algengast er að fyrirspurnir og beiðnir um<br />

erindi og fyrirlestra berist símleiðis og þetta árið nálgast beiðnir á þriðja<br />

tuginn.<br />

hvílir því á embættinu og hef ég lagt ríka áherslu á að viðskiptavinir fái eins<br />

vandaða og greinargóða leiðsögn og nokkur kostur er. Yfirleitt verða<br />

einstaklingserindi ekki tilefni til beinna afskipta af minni hálfu, heldur er fólki vísað<br />

á hinar ýmsu stofnanir samfélagsins sem löggjafinn hefur fengið það verkefni að<br />

leysa úr ágreinings- og vandamálum einstaklinga. Það hefur þó komið fyrir að<br />

einstaklingserindum hefur verið svarað skriflega. Margir vilja fá upplýsingar um<br />

réttindi og skyldur lögum samkvæmt og er talsvert um að einstaklingar fái send þau<br />

lög og reglugerðir sem við eiga hverju sinni. Einnig er nokkuð um að<br />

kynningarbæklingar embættisins séu sendir einstaklingum, sem og bæklingar<br />

annarra stofnana sem ástæða þykir til að vekja sérstaka athygli á. Ég hef frá upphafi<br />

gert undantekningu í þeim tilvikum þegar börn leita til mín í vandræðum sínum, og<br />

hef ég leitast við að aðstoða þau eins og mér er frekast unnt.<br />

3.2. Viðtöl<br />

Dæmi um símaerindi frá börnum:<br />

Kvartað yfir litlu og óvönduðu barnaefni í sjónvarpi á daginn. Hringt vegna<br />

upptökuvéla í skólum, sem settar eru upp til þess að fylgjast með börnum.<br />

Spurt um rétt til talsmanns í barnaverndarmáli. Bent á agaleysi og<br />

agaviðurlög í skólum. Kvartað yfir kennurum, svo sem vegna ofbeldis,<br />

kynferðislegrar áreitni og eineltis. Hringt vegna samræmdu prófanna og<br />

brottreksturs úr skóla. Kvartað vegna forsjárvanda. Ekki hlustað á barn sem<br />

komið hefur verið í fóstur. Hækkun sjálfræðisaldurs mótmælt af hópi barna.<br />

Spurt um vinnutíma barna og unglinga. Slysabætur til 16 ára unglings<br />

greiddar til foreldris. Barn rekið að heiman og hald lagt á bankabók þess.<br />

Kvartað yfir ólögmætri leit í farangri unglinga fyrir skólaferðalag. Hringt<br />

vegna innheimtu aðgangseyris og fargjalda ýmiss konar þar sem fullorðinsgjald<br />

miðast við allt niður í 12 ára aldur, börn kvarta og segjast vera álitin<br />

fullorðin þegar það hentar en börn þess á milli. 16 ára unglingi neitað um<br />

bækur í Þjóðarbókhlöðu.<br />

BLS<br />

29<br />

3.1. Afgreiðsla símaerinda<br />

Í 4. gr. laga nr. 83/1994 kemur m.a. fram að umboðsmanni barna beri að leiðbeina<br />

þeim sem til hans leita vegna ágreinings milli einstaklinga um leiðir sem færar eru<br />

innan stjórnsýslu og hjá dómstólum. Ákveðin leiðbeiningarskylda við almenning<br />

Fjölmörg viðtöl veitti ég á árinu, bæði aðilum sem vildu fylgja eftir skriflegum<br />

ábendingum og nemum sem unnu að ýmsum verkefnum sem tengdust réttindum<br />

barna. Einnig tók ég á móti einstaklingum sem vildu greina mér frá vandamálum<br />

sínum, en í slíkum tilvikum er viðkomandi ávallt gerð grein fyrir því að ég muni<br />

einkum skoða erindi þeirra með almennum hætti. Öðru máli gegnir um börn hvað<br />

þetta varðar, en slík tilvik eru þó sem betur fer ekki mörg.<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!