29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

BLS<br />

50<br />

hluti nemenda er á móti þessari breytingartillögu sem er komin frá skólanefnd. Allt<br />

þetta mál er hið dularfyllsta því það átti að kýla því í gegn á aðeins nokkrum dögum<br />

og var málið lítið sem ekkert kynnt. Þetta mætti mikilli andstöðu kennara og nemenda<br />

og var ákvörðuninni frestað. Halda átti fund með bæjarstjóranum hér í skólanum<br />

með nemendum en hann afboðaði fundinn á síðustu stundu. Haldinn var borgarafundur<br />

um þetta mál og komu þar hin ýmsu sjónarmið fram. Meðal annars var<br />

bæjarstjórinn spurður hvers vegna hann hefði afboðað fundinn og hann sá ekki sóma<br />

sinn í því að svara þessari spurningu. Skólastjóri Barnaskólans sagði því næst að<br />

þetta mál væri nemendum 10. bekkjar óviðkomandi og gaf sterklega í skyn að þetta<br />

mál væri í raun öllum nemendum óviðkomandi.<br />

Hinn 18. maí síðastliðinn fréttum við svo í gegnum einn kennara hér við skólann að<br />

kennurum sé bannað að tala um þetta mál við nemendur. Samkvæmt stjórnarskrá<br />

lýðveldisins Íslands hafa allir málfrelsi. Einnig finnst mér sjálfsagt að fulltrúi<br />

nemenda sitji í skólanefnd en svo er ekki.<br />

Fyrir hönd Gagnfræðaskólans er það ósk okkar að þú kannir þetta mál og sendir<br />

okkur álit þitt.“<br />

Þessu erindi svaraði ég á eftirfarandi hátt:<br />

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem í daglegu tali er nefndur<br />

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og Ísland er aðili að, kemur meðal annars fram<br />

að barni, sem myndað getur eigin skoðanir, skuli tryggður réttur til að láta þær í<br />

ljós í öllum málum sem það varða og að tekið skuli tillit til skoðana þess í samræmi<br />

við aldur barnsins og þroska. Með barni er hér átt við einstakling yngri en 18 ára.<br />

Í opinberri umræðu hér á landi um hin ýmsu málefni, sem virkilega varða börn,<br />

finnst mér að þið, börnin og unglingarnir, gleymist mjög gjarnan – raddir ykkar fá<br />

alltof sjaldan að heyrast á hinum opinbera vettvangi. Þetta tel ég, sem<br />

umboðsmaður ykkar, að verði að breytast, en til þess þurfið þið líka að láta í ykkur<br />

heyra! Því var gott að fá frá þér bréfið, en þar kemur einmitt fram að sjónarmið<br />

ykkar nemenda í Gagnfræðaskóla Akureyrar hafi ekki fengið að komast að í<br />

umræðunni um fyrirhugaðar breytingar á skólakerfinu á Akureyri.<br />

inu, virðingu. Þar með er ég ekki að segja að skoðanir ykkar eigi ætíð að ráða ferð<br />

heldur er ég að leggja áherslu á að hafa ykkur, börn og unglinga með í umræðunni,<br />

að hlustað sé á skoðanir ykkar, sem meðal annars geta leitt til betra samfélags,<br />

barnvænlegra samfélags. Sú staðreynd liggur fyrir að börn skynja umhverfi sitt á<br />

annan hátt en hinir fullorðnu og það er mikilvægt að sjónarmið þeirra fái að komast<br />

að. Ég hef þegar varpað því til allra sveitarfélaga landsins að þau leiti leiða til að<br />

gefa börnum og unglingum innan hvers sveitarfélags kost á að hafa með skipulegum<br />

hætti áhrif á þau málefni sveitarfélagsins, sem varða hagsmuni þeirra. Af hverju er<br />

t.d. ekki leitað eftur skoðunum barna og unglinga þegar verið er að skipuleggja leikog<br />

íþróttavæði, sem þau sækja? Þegar verið er að fjalla um gæði og markmið<br />

skólastarfs eða þegar verið er að vinna að forvarnastarfi í þeirra þágu?<br />

Síðastliðið vor sendi ég öllum nemendaráðum grunnskólanna fyrirspurnir um starfsemi<br />

þeirra. Þar spurði ég meðal annars um, hvort þau teldu að efla þyrfti áhrif<br />

nemendaráða innan skóla og almennt innan sveitarfélaga. Niðurstöður voru þær að<br />

meirihluti þeirra nemendaráða, sem svöruðu, vill fá tækifæri til að taka meiri þátt<br />

– hafa meiri áhrif – innan skólans og einnig innan sveitarfélagsins.<br />

Mín skoðun er sú að efla þurfi nemendaráð grunnskóla og gera þau að sterkari<br />

málsvara barna og unglinga, ekki aðeins innan sérhvers skóla, heldur einnig<br />

gagnvart sveitarstjórnum. Af þessu tilefni þætti mér vænt um að heyra nánar um<br />

skoðanir ykkar nemenda í Gagnfræðaskólanum á Akureyri hvað þetta snertir. Mitt<br />

hlutverk er m.a. að koma sjónarmiðum ykkar á framfæri við þá, er taka ákvarðanir<br />

í málefnum ykkar, svo sem Alþingi, ríkisstjórn og sveitarstjórnir. Til að slíkt sé unnt<br />

er mér nauðsynlegt að heyra raddir ykkar, beint og milliliðalaust!<br />

Ég sendi þér til fróðleiks fyrrgreinda skýrslu umboðsmanns barna um starfsemi<br />

nemendaráðanna, ásamt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þá læt ég fylgja hér<br />

með áskorun mína til sveitarstjórnarmanna, dags. 13. nóvember 1995 og bæklinga<br />

um embætti umboðsmanns barna.<br />

Engar breytingar voru gerðar á framangreindum ákvörðunum um endurskipulagningu<br />

skólakerfis á Akureyri, og er nú verið að framkvæma þær í samræmi við<br />

það er greinir í bréfi nemandans.<br />

BLS<br />

51<br />

Mín skoðun er sú að sveitarstjórnum landsins beri að sjá til þess að leitað sé eftir<br />

sjónarmiðum barna í öllum málum, sem þau varða sérstaklega, og það áður en<br />

ákvarðanir eru teknar, sbr. 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ég tel að<br />

sveitarstjórn eigi að sýna sjónarmiðum barna og unglinga, sem búa í sveitarfélag-<br />

4.8 Fjöldi prófdaga í 10. bekk<br />

Mér barst erindi frá nemanda í 10. bekk Hagaskóla í Reykjavík. Erindið varðaði<br />

fjölda prófdaga í skóla nemandans og fer það orðrétt hér á eftir:<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!