29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

tjónþoli hafi gert kröfu um greiðslu skaðabóta úr hendi brotamanns. Umsókn um<br />

bætur skal hafa borist bótanefnd innan tveggja ára frá því að brot var framið.<br />

Tillaga mín er sú að ákvæði 6. gr. laga þessara verði þegar tekið til endurskoðunar<br />

þar eð skilyrði þau, sem þar eru tilgreind, eiga almennt illa við þegar um kynferðisbrot<br />

gegn börnum er að ræða og útilokar þar með bótarétt í mörgum tilvikum.<br />

Að öðru leyti en að ofan greinir vísast til meðfylgjandi skýrslu um kynferðisbrot<br />

gegn börnum og ungmennum.<br />

staddur. Um framkvæmd yfirheyrslu segir að gæta skuli fyllstu tillitssemi við<br />

yfirheyrslu barns yngra en 18 ára og að barn skuli yfirheyrt á heimavelli þess ef<br />

unnt er. Jafnframt eru fyrirmæli um að kona skuli annast yfirheyrslu ef mál varðar<br />

meint kynferðisbrot gegn stúlkubarni og sé þess ekki kostur skuli leitast við að<br />

yfirheyra barnið í viðurvist konu, ef foreldrar eða aðrir sem barnið ber traust til geta<br />

ekki verið viðstaddir. Þá er sérstaklega tekið fram að taka skuli skýrslu upp á<br />

hljóðband og myndband ef þess er kostur þegar vitni er þolandi kynferðisbrots. Enn<br />

fremur segir að forðast skuli svo sem unnt er að endurtaka yfirheyrslur barna við<br />

þær aðstæður.<br />

BLS<br />

120<br />

Svarbréf dóms- og kirkjumálaráðuneytisins af þessu tilefni, dagsett 22. september<br />

1997, hljóðar svo:<br />

„Ráðuneytið vísar til bréfs yðar, frú umboðsmaður barna, dags. 15. september 1997,<br />

varðandi kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum og ítarlegrar athugunar<br />

embættis yðar á lögfræðilegum atriðum sem að því lúta.<br />

Í erindinu komið þér á framfæri við ráðuneytið tillögum til breytinga á ýmsum<br />

ákvæðum varðandi börn og ungmenni í XXII. kafla almennra hegningarlaga nr.<br />

19/1940 um kynferðisbrot. Einnig gerið þér tillögu um að kynferðisbrot gegn börnum<br />

fyrnist ekki eða til vara að tekinn verði upp lengri fyrningarfrestur að því er<br />

þessi brot varðar vegna séreðlis þeirra. Ráðuneytið vill taka fram að það telur<br />

tillögur yðar og ábendingar gagnlegar og mun taka þær til nánari athugunar. Hefur<br />

refsiréttarnefnd ráðuneytisins verið falið að fjalla um þessar tillögur yðar.<br />

Hjá réttarfarsnefnd ráðuneytisins stendur nú yfir heildarendurskoðun laga um<br />

meðferð opinberra mála, nr. 19/1991. Ráðuneytið mun senda nefndinni tillögur yðar<br />

þannig að þær verði hafðar til hliðsjónar við þá endurskoðun.<br />

Í umræddu erindi ítrekið þér áskorun yðar og tillögu um að 26. gr. skaðabótalaga nr.<br />

50/1993 verði breytt á þann veg að beinlínis verði tilgreind þau atriði sem áhrif hafi<br />

við ákvörðun miskabóta til barna vegna kynferðisbrota. Um þessar mundir er starfandi<br />

nefnd sem falið hefur verið að endurskoða skaðabótalög. Fyrri álitsgerð yðar<br />

… sem lýtur að þessu, hefur verið komið á framfæri við nefndina. Ítrekun yðar nú<br />

verður einnig komið til nefndarinnar.<br />

Að lokum gerið þér tillögu um að lög um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda<br />

afbrota, nr. 69/1995, verði tekin til endurskoðunar þannig að skilyrði laganna útiloki<br />

ekki bótarétt barna. Þessi tillaga yðar verður tekin til nánari athugunar hjá ráðuneytinu.“<br />

BLS<br />

121<br />

Í erindi yðar gerið þér einnig tillögur um að tekið verði upp í lög um meðferð<br />

opinberra mála, nr. 19/1991, ákvæði um skýrslutöku dómara utan réttar af barni,<br />

sem orðið hefur fyrir kynferðislegri misnotkun. Þannig verði börn vernduð gegn<br />

endurteknum yfirheyrslum jafnframt því sem rannsóknarhagsmunir verði tryggðir.<br />

Einnig gerið þér þá tillögu að í reglugerð verði nánar kveðið á um hvernig staðið<br />

skuli að skýrslutöku yfir barni. Þá leggið þér til að framkvæmd við hljóðritun og<br />

myndbandstökur af vitnaskýrslum barna verði samræmd við dómstóla landsins og<br />

að börnum verði tryggður réttur til talsmanns þegar á rannsóknarstigi þessara mála.<br />

Skýrsluna „Heggur sá er hlífa skyldi“ sendi ég einnig til félagsmálaráðherra ásamt<br />

svohljóðandi bréfi, dagsett 15. september 1997:<br />

Á síðasta vetri varð talsverð umræða hér á landi um kynferðislegt ofbeldi gegn<br />

börnum. Í þeirri umræðu var meðal annars spurt hvort staða barna, sem fórnarlamba<br />

kynferðisbrota, væri nægilega tryggð lögum samkvæmt. Einnig var spurt<br />

hvort þessi hópur barna fengi þá sérfræðilegu aðstoð, stuðning og meðferð, sem<br />

þeim væri nauðsynleg.<br />

Hvað þetta varðar vill ráðuneytið taka fram að reglugerð nr. 395/1997 tók gildi<br />

27. júní sl. en þar er að finna ákvæði sem varðar yfirheyrslur hjá lögreglu. Í 15. gr.<br />

reglugerðarinnar segir meðal annars að við yfirheyrslu á vitni yngra en 18 ára skuli<br />

gefa foreldrum þess eða öðrum sem það ber traust til kost á að vera við yfirheyrsluna.<br />

Einnig ber að gefa fulltrúa barnaverndarnefndar kost á að vera við-<br />

Í upphafi þessa árs ákvað ég, sem umboðsmaður barna, að taka til sérstakrar meðferðar,<br />

að eigin frumkvæði, kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum. Í því skyni<br />

fékk ég Svölu Ólafsdóttur lögfræðing til að taka saman fyrir mig skýrslu um þetta<br />

efni. Meginmarkmiðið var að bera saman ákvæði íslenskra hegningarlaga sem<br />

varða kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum, meðferð slíkra mála og fram-<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!