29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BLS<br />

8<br />

sem þannig fæst góð yfirsýn yfir stöðu mála er varða börn og ungmenni frá einum<br />

tíma til annars. Ég tók 7 mál til meðferðar að eigin frumkvæði á árinu 1997.<br />

Af skriflegum erindum tók ég 26 þeirra til meðferðar, þar á meðal gaf ég umsagnir<br />

um fjögur lagafrumvörp og eina þingsályktunartillögu. Áfram var unnið að 19 málum<br />

frá árinu 1996 og fjórum málum frá árinu 1995. Alls var því unnið að 49 skriflegum<br />

erindum árið 1997.<br />

Samtals voru erindi, sem fjallað var um á einn eða annan hátt, 799 að tölu á árinu<br />

1997. Vinnuálag hefur af augljósum ástæðum verið óhemjumikið, en auk framangreinds<br />

er mikið leitað til mín og ég beðin um að halda fyrirlestra, ýmist um hlutverk<br />

og störf umboðsmanns barna, en einnig um afmörkuð málefni þeirra.<br />

Á árinu 1997 hélt ég 15 fyrirlestra hjá opinberum stofnunum og frjálsum félagasamtökum.<br />

Þessir fyrirlestrar eru yfirleitt fluttir utan hefðbundins vinnutíma, þ.e. að<br />

kvöldlagi eða um helgar. Þá heimsótti ég 15 grunnskóla úti á landsbyggðinni og<br />

flutti þar ávörp. Þær heimsóknir notaði ég einnig til að eiga fundi með fulltrúum<br />

sveitarstjórna í hlutaðeigandi sveitarfélögum, þar sem ég gerði þeim grein fyrir<br />

hlutverki umboðsmanns. Jafnframt kynnti ég ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu<br />

þjóðanna og þá sérstaklega hlutverk sveitarstjórna samkvæmt honum. Að fenginni<br />

reynslu tel ég ljóst að mikið vantar á að Barnasáttmálinn sé kominn í framkvæmd<br />

hjá sveitarstjórnum landsins. Með hliðsjón af þessu tel ég afar brýnt að sem allra<br />

fyrst verði hafin skipuleg kynning og markviss fræðsla fyrir sveitarstjórnarmenn á<br />

þessari mannréttindaskrá barna, eins og sáttmálinn er gjarnan nefndur.<br />

3.<br />

Í starfi umboðsmanns felst oft og tíðum að leita þarf upplýsinga og skýringa hjá<br />

stjórnvöldum, ráðuneytum og opinberum stofnunum. Alltof algengt er að ganga<br />

þurfi ítrekað eftir svörum frá hlutaðeigandi, jafnvel svo mánuðum skipti. Slíkir<br />

eftirgangsmunir eru íþyngjandi fyrir embættið, sem ekki hefur á að skipa fleiri<br />

starfsmönnum en raun ber vitni, um leið og slíkur seinagangur tefur að sjálfsögðu<br />

fyrir afgreiðslu mála sem eru til meðferðar hjá embættinu. Þetta er að sjálfsögðu<br />

ekki algilt og mörg stjórnvöld svara bæði fljótt og vel þeim erindum sem ég beini til<br />

þeirra.<br />

4.<br />

Þann tíma sem ég hef gegnt embætti umboðsmanns barna hef ég ítrekað orðið þess<br />

vör, m.a. af hálfu stjórnvalda, að misskilnings virðist gæta varðandi hlutverk og<br />

stöðu umboðsmanns barna innan stjórnkerfisins. Af þessu tilefni vil ég leyfa mér að<br />

koma eftirfarandi á framfæri: Umboðsmaður barna er sjálfstæður og óháður embættismaður,<br />

sem heyrir stjórnskipulega séð undir forsætisráðuneytið. Þá úrskurðar<br />

Kjaradómur laun umboðsmanns. Forsætisráðuneytinu ber að fylgjast með<br />

fjárreiðum embættisins og umboðsmanni ber að skila forsætisráðherra árlega<br />

skýrslu um störf sín á liðnu almanaksári. Hvorki forsætisráðuneytið né önnur<br />

stjórnvöld hafa boð- eða skipunarvald gagnvart umboðsmanni.<br />

Samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að hafa frumkvæði að<br />

stefnumarkandi umræðu um málefni barna á opinberum vettvangi. Hann getur jafnframt<br />

beint tilmælum til stjórnvalda og einkaaðila, komið með tillögur til úrbóta á<br />

réttarreglum og framkvæmd þeirra, sent frá sér álitsgerðir telji hann að stjórnvöld<br />

hafi með athöfnum sínum eða athafnaleysi brotið gegn réttindum, hagsmunum eða<br />

þörfum umbjóðenda sinna. Stjórnvöldum er skylt að veita umboðsmanni allar þær<br />

upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlegar til að hann geti sinnt hlutverki sínu.<br />

Hins vegar er ekki að finna í lögunum ákvæði þess efnis að umboðsmanni beri<br />

skylda til að leita umsagnar stjórnvalda eða aðila áður en hann tjáir sig um málefni<br />

þeirra. Gildir þar einu hvort um er að ræða formlegt álit, tilmæli, tillögur eða<br />

gagnrýni. Hins vegar hef ég sem umboðsmaður barna haft það að leiðarljósi að<br />

vanda meðferð mála, stórra sem smárra, svo sem kostur er, og láta ekkert frá mér<br />

fara nema að vel athuguðu máli, og þá með rökstuddum hætti.<br />

Að lokum er rétt að ítreka það sem að framan segir að umboðsmanni barna er ætlað<br />

að taka almennt á málefnum barna og ungmenna, en ekki á einstökum málum þeirra,<br />

öfugt við umboðsmann Alþingis. Honum er ætlað að hafa eftirlit með stjórnsýslu<br />

ríkis og sveitarfélaga og til hans getur hver sá leitað sem telur sig rangindum beittan<br />

af hálfu stjórnvalds. Þá er honum lögskylt að gefa hlutaðeigandi stjórnvaldi kost á<br />

að útskýra málið frá sinni hlið áður en hann lætur í ljós álit sitt.<br />

5.<br />

Frá því að ég tók við embætti umboðsmanns barna hef ég beitt mér fyrir því að<br />

slysavarnir í þágu barna verði efldar. Ég er þeirrar skoðunar að kerfisbundin og<br />

samræmd skráning á barnaslysum, sem nær til landsins alls, sé ein aðal forsenda<br />

þess að unnt verði að fækka slysum á börnum með markvissum, fyrirbyggjandi<br />

aðgerðum. Ýmislegt fleira þarf að koma til, svo sem ráðgjöf til opinberra aðila um<br />

slysavarnir barna og ekki síður fræðsla og upplýsingar til einstaklinga, það er til<br />

foreldra, til þeirra, sem starfa með börnum og til barnanna sjálfra. Stjórnvöldum ber<br />

að ganga fram fyrir skjöldu og sýna frumkvæði í því að efla og samhæfa slysavarnir<br />

í þágu barna. Með hliðsjón af þessu sendi ég tillögur til heilbrigðis- og<br />

tryggingamálaráðherra að tilraunaverkefninu „Eflum forvarnir – fækkum slysum<br />

BLS<br />

9<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!