29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

að Gerðubergi 1 og skammtímavistun að Hólabergi 86. Heildarrekstrarkostnaður<br />

sambýlanna, vinnustofa og skammtímavistunar er áætlaður á þessu ári 72.3 millj.<br />

Félagsmálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hafa ákveðið að efna<br />

til viðræðna um úrræði fyrir einhverfa sem þarfnast vistunar á sjúkrastofnunum í<br />

framhaldi af flutningi hluta af starfsemi Barna- og unglingageðdeildarinnar til<br />

Greiningar- og ráðgjafarstöðvar.<br />

Ákveðið hefur verið með nýsamþykktum lögum um málefni fatlaðra að málaflokkurinn<br />

færist til sveitarfélaganna 1. janúar 1999. Nauðsynlegt er að taka málefni<br />

einhverfra til sérstakrar skoðunar við endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga<br />

en ákveðið er að fella lögin um málefni fatlaðra inn í lög um félagsþjónustu<br />

sveitarfélaga.<br />

vegar ekki staðið vörð um þessi réttindi sín sjálf né látið raddir sínar heyrast þegar<br />

á þeim er brotið. Þetta er megin ástæða þess að sett voru lög um umboðsmann<br />

barna, sérstakan talsmann þeirra sem eru yngri en 18 ára.<br />

Ég get vel skilið þær þungu áhyggjur sem hvíla á foreldrum barna með alvarlega<br />

sjúkdóma þó fjárhagsáhyggjur þurfi ekki að bætast þar við. Einnig get ég tekið<br />

undir það að bæði sé sjálfsagt og eðlilegt að hið opinbera og vinnuveitendur komi<br />

meira til móts við þessa foreldra en nú er raunin. Enda þótt lögin um umboðsmann<br />

barna geri ekki ráð fyrir beinum afskiptum mínum af réttindamálum fullorðinna met<br />

ég það svo að í þessu tilviki fari hagsmunir barna og foreldra augljóslega saman.<br />

Ég hef því ákveðið að taka málið til frumskoðunar og vil gjarnan eiga fund með<br />

yður til þess að ræða það nánar.<br />

BLS<br />

90<br />

Að lokum er beðist velvirðingar á því hve dregist hefur að svara erindi þessu.“<br />

Með bréfi til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, dagsettu 5. september 1997,<br />

ítrekaði ég erindið enn og aftur. Þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni af minni hálfu<br />

hafði mér ekki borist umbeðin greinargerð um málefni einhverfra barna frá<br />

heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um áramót. Máli þessu er ekki lokið af minni<br />

hálfu og mun áfram verða unnið að því á næsta ári.<br />

8.8 Fjárhagserfiðleikar foreldra langveikra barna<br />

Athygli mín var vakin á fjárhagserfiðleikum fjölskyldna þeirra barna er greinast<br />

með langvinna og/eða alvarlega sjúkdóma, þar sem hróplegur munur sé á fjölda<br />

launaðra frídaga sem foreldri fái samkvæmt kjarasamningum til að annast sjúk börn<br />

þegar Ísland sé borið saman við hin Norðurlöndin. Skorað var á mig að beita mér<br />

fyrir því, innan þess ramma er embætti umboðsmanns barna er settur, að tekið yrði<br />

á óréttlæti þessu.<br />

Svar mitt til formanns Umhyggju er m.a. á þessa leið:<br />

Samkvæmt 1. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna ber mér fyrst og fremst að<br />

bæta hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Þá segir í<br />

4. gr. sömu laga að öllum sé heimilt að leita til umboðsmanns barna með erindi sín.<br />

Umboðsmaður barna tekur mál til meðferðar að eigin frumkvæði eða eftir rökstuddum<br />

ábendingum. Hann ákveður sjálfur hvort ábending gefur tilefni til meðferðar af<br />

hans hálfu. Börn hafa ákveðin réttindi bæði samkvæmt íslenskum lögum og<br />

samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Vegna æsku sinnar geta þau hins<br />

Nú er komin fram tillaga til þingsályktunar um aukinn rétt foreldra vegna veikinda<br />

barna, og vænti ég þess að hún muni færa fjölskyldum langveikra barna nokkra<br />

réttarbót, verði hún samþykkt.<br />

8.9 Húðflúr og götun<br />

Ábending barst mér er varðaði starfsemi fyrirtækis í Reykjavík sem sérhæfir sig í<br />

götun á hinum ýmsu stöðum líkamans. Í einu tilviki hafði unglingsstúlka látið setja<br />

gat í gegnum tunguna og ekki tókst betur til en svo að í kjölfarið fékk stúlkan<br />

sýkingu og þurfti að leita aðstoðar læknis. Spurt var, hvort leyfilegt væri að<br />

framkvæma slíkar aðgerðir á börnum undir sjálfræðisaldri án samþykkis foreldra.<br />

Vegna þessa aflaði ég mér upplýsinga hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um hvaða<br />

reglur gilda hér á landi varðandi starfsemi húðflúrstofa og götunarstofa. Engar<br />

reglur eru til varðandi götunarstofur, en samkvæmt reglum um rekstur húðflúrstofa<br />

sem verið hafa í gildi frá 1993 má ekki húðflúra einstakling undir 16 ára aldri, nema<br />

fyrir liggi skriflegt samþykki frá foreldri eða forráðamanni. Ég aflaði mér einnig<br />

upplýsinga um hvaða reglur gilda um aðgerðir af þessu tagi í Danmörku og Svíþjóð.<br />

Í báðum löndum er miðað við að aðgerðir af þessu tagi skuli ekki framkvæma fyrr<br />

en einstaklingur er orðinn sjálfráða, þ.e. 18 ára. Í Danmörku eru í gildi sérstök lög<br />

um húðflúr, en þar segir að ekki megi flúra húð þess sem ekki er orðinn sjálfráða.<br />

Engin lög eru til í Danmörku varðandi götun á húð. Í Svíþjóð eru í gildi reglur sem<br />

segja að hvorki megi gata né flúra húð þess sem er ekki orðinn sjálfráða.<br />

Þar sem ég taldi nauðsynlegt að settar yrðu skýrar reglur um aðgerðir af þessu tagi<br />

og lágmarksaldur þeirra sem gangast undir þær, kom ég framangreindum upplýsing-<br />

BLS<br />

91<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!