29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Gögnum í rannsókninni Ungt fólk ´97 var safnað í mars 1997 með fyrirlögn ítarlegra<br />

spurningalista handa nemendum í efri bekkjum grunnskóla á landinu öllu. Meðal<br />

þess sem reynt er að upplýsa í rannsókninni er umfang eineltis og tengsl þess við<br />

þætti í lífi ungmenna. Ekki hefur verið unnið úr þessum áhugaverða hluta rannsóknarinnar.<br />

Engar niðurstöður liggja því fyrir sem hægt er að afhenda yður né öðrum á<br />

þessari stundu. Úrvinnsla gagna um einelti barna er ekki hafin. Aftur á móti er<br />

stofnunin fús til að eiga samstarf við umboðsmann barna um slíka úrvinnslu. Hægt<br />

er að leggja fram kostnaðaráætlun vegna vinnunnar með skömmum fyrirvara.<br />

Nú er unnið að úrvinnslu gagna úr rannsókninni um vímuefnaneyslu ungmenna og er<br />

stefnt að útgáfu bókar á næsta ári um þetta efni. Ekki er fyrirhugað að fjalla sérstaklega<br />

um einelti í bókinni. Stofnunin mun senda yður þetta rit þegar það liggur fyrir.“<br />

minni borist munnlegar fyrirspurnir um samskonar atriði. Það erindi sem hér um<br />

ræðir er svohljóðandi:<br />

„Undirrituð vill með bréfi þessu óska eftir túlkun umboðsmanns barna á sjálfræðislöggjöfinni<br />

og ef til vill tengist fyrirspurnin fleiri lögum. Á skólaskrifstofu Akraness<br />

starfa tveir sálfræðingar sem sinna m.a. ráðgjöf í grunnskólunum. Sálfræðingarnir<br />

hafa auglýsta viðtalstíma og getur hvaða aðili sem er innan skólans snúið sér til þeirra.<br />

Við, starfsfólk á skólaskrifstofunni, höfum verið að velta því fyrir okkur hvort það<br />

samræmist gildandi lögum að nemendur og þá sér í lagi unglingar geti af sjálfsdáðum<br />

og án samráðs við foreldra sína leitað til sálfræðinganna og ef til vill verið í viðtölum<br />

um einhvern tíma án vitundar forráðamanna. Og í öðru lagi hver er skylda sálfræðinganna<br />

um miðlun upplýsinga til foreldra ef þeir leita eftir þeim í slíkum tilvikum.“<br />

BLS<br />

46<br />

Áfram verður unnið að máli þessu af hálfu embættisins enda er hér um umfangsmikið<br />

langtímaverkefni að ræða, þar sem margir þurfa að leggja hönd á plóg. Þá vil ég<br />

einnig vísa til þess að skrifstofu minni berst fjöldi símaerinda vegna eineltismála af<br />

ýmsum toga. Margir sem snúa sér til skrifstofunnar eru orðnir gersamlega ráðþrota í<br />

baráttu sinni við vandann og mál þeirra komin á mjög alvarlegt stig. Af flestum<br />

þessara erinda má ráða að nokkuð skorti á að fræðsla um eineltismál fyrir börn,<br />

foreldra og þær starfsstéttir sem vinna innan veggja skólans, sé fullnægjandi. Ég hef<br />

því lagt áherslu á að kynna mér erlent fræðsluefni um einelti, einkum það efni sem<br />

ætlað er nemendum sjálfum. Ég hefi nú veitt Elínu Einarsdóttur námsráðgjafa í<br />

Kópavogi meðmæli mín til þess að þýða norska handbók um einelti sem ætluð er<br />

nemendaráðum grunnskóla, og hefur Elín sótt um þýðingarleyfi til útgefenda. Vonir<br />

standa til að þýðingarvinna geti hafist í byrjun næsta árs.<br />

Þá vil ég í lokin geta þess að haustið 1998 hef ég ákveðið að boða til málþings þar<br />

sem ætlunin er að börn og fullorðnir setjist saman á rökstóla og ræði um einelti og<br />

önnur samskiptavandamál barna og unglinga. Tilgangurinn er að leita eftir hugmyndum<br />

og tillögum þátttakenda um hvernig megi vinna gegn einelti. Það er ætlun<br />

mín að koma þeim hugmyndum á framfæri við ráðuneyti og þær stofnanir samfélagsins<br />

sem fara með skólamál.<br />

4.5 Trúnaðarskyldur skólasálfræðinga<br />

Erindi barst mér frá skólaskrifstofu Akraness þar sem óskað var eftir túlkun minni<br />

á þeim ákvæðum lögræðislaga er lúta að sjálfræði, einkum með tilliti til þess hvort<br />

unglingar gætu leitað til skólasálfræðinga án vitundar foreldra sinna. Einkum var<br />

spurt um trúnaðarskyldu skólasálfræðings í þessum efnum. Einnig hafa skrifstofu<br />

Erindi þessu svaraði ég á þennan veg:<br />

Vísað er til bréfs þíns, dagsett 11. fyrra mánaðar, þar sem m.a. kemur fram að<br />

starfsfólk skólaskrifstofu Akraness hafi verið að velta fyrir sér hvort það samrýmist<br />

gildandi lögum að nemendur og þá sér í lagi unglingar geti af sjálfsdáðum og án<br />

samráðs við foreldra sína leitað til sálfræðinga skólaskrifstofunnar og ef til vill<br />

verið í viðtölum um einhvern tíma án vitundar forráðamanna. Þá er spurt hver sé<br />

skylda sálfræðinganna, í tilvikum sem þessum, um miðlun upplýsinga til foreldra.<br />

Af þessu tilefni vil ég taka fram:<br />

Hinn 17. október síðastliðinn flutti ég erindi á málþingi sem bar yfirskriftina „Frá<br />

orðum til athafna“, en menntamálaráðuneytið boðaði til þessa málþings í samvinnu<br />

við ýmsa aðila er vinna að málefnum grunnskólans. Í erindi mínu fjallaði ég m.a.<br />

um framangreind álitaefni, þar kom eftirfarandi fram:<br />

Nokkuð er leitað eftir upplýsingum um hvaða reglur gilda um trúnað starfsfólks<br />

skóla við nemendur sem leita til þeirra í vanda sínum. Það sem brennur heitast á<br />

nemendum og einnig starfsfólki skólans, eru þau tilvik þegar börn og unglingar óska<br />

eftir að það sem fram kemur í viðtali þeirra við kennara, skólastjóra eða sérfræðinga<br />

skólans, verði farið með sem trúnaðarmál gagnvart foreldrum þeirra. Augljóst<br />

er að slík ósk getur sett starfsfólk skóla í vanda vegna þess að oft liggur ekki fyrir í<br />

hve miklum mæli barn getur farið fram á slíkan trúnað.<br />

Grunnskólabörn lúta forsjá foreldra sinna og hingað til hefur löggjafinn – í flestum<br />

tilvikum – litið svo á að það væri hlutverk foreldra að tala máli barna sinna<br />

BLS<br />

47<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!