29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BLS<br />

158<br />

uppi aga í skólum landsins. Sá agi verður hins vegar að vera með jákvæðum formerkjum.<br />

Í því sambandi tel ég nauðsynlegt að heimili og skólar taki höndum saman<br />

og ræði opinskátt um aga og hegðun barna okkar – því svo virðist sem eitthvað hafi<br />

farið úrskeiðis hjá okkur hinum fullorðnu í þeim málum. Ég fullyrði að börn vilja<br />

reglur – einfaldar og skýrar reglur.<br />

Hefðu skólar þann hátt á að leita eftir skoðunum nemenda við samningu skólareglna<br />

er ég sannfærð um að betri árangur næðist innan skólans á þessu sviði sem öðrum.<br />

III.3 Brottvísun úr skóla<br />

Nokkrar ábendingar hafa borist vegna brottvísunar nemenda úr skóla samkvæmt 41.<br />

gr. grunnskólalaganna. Svo virðist sem einhver brotalöm sé á framkvæmd þessarar<br />

lagagreinar af hálfu skólastjórnenda og sveitarfélaga.<br />

Áðan fjallaði ég lítillega um agaviðurlög vegna brota á skólareglum. Í skýrslu umboðsmanns<br />

Alþingis frá árinu 1994 fjallar hann um þetta efni og þar kemur meðal<br />

annars fram það álit hans að hin vægari úrræði sem notuð eru til að halda uppi aga<br />

og almennum umgengnisvenjum teljist almennt ekki stjórnvaldsákvarðanir.<br />

Þannig verði ávítur og áminningar svo og brottvísun nemenda úr ákveðinni kennslustund<br />

almennt ekki talin stjórnvaldsákvörðun. Brottvísun úr skóla það sem eftir er<br />

skóladags verði það varla heldur.<br />

Í þessu sama áliti sínu fjallar hann um brottvísun nemenda úr skóla til lengri tíma<br />

og kemst að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun að meina nemanda að sækja<br />

kennslutíma í ákveðnu fagi um nokkurt skeið eða víkja honum úr skóla í fleiri en<br />

einn skóladag, teljist aftur á móti stjórnvaldsákvörðun og falli þar með undir 2. mgr.<br />

1. gr. stjórnsýslulaga.<br />

Ákvörðun um brottvísun úr skóla er ákvörðun sem verður að byggjast á málefnalegum<br />

sjónarmiðum og ætíð ber að hafa í huga þá grundvallarreglu stjórnsýsluréttarins<br />

að gæta ber hófs við meðferð opinbers valds.<br />

Brotthvarf nemenda<br />

Brottvísun nemenda úr grunnskóla leiðir aftur hugann að þeirri staðreynd að einhver<br />

dæmi eru til um að börn yngri en 16 ára, þ.e. skólaskyld börn flosni upp úr skóla.<br />

Af hvaða orsökum er vafalaust umdeilt en m.a. vegna úrræðaleysis stjórnvalda í<br />

þeirra málum. Ekki hefur reynst unnt að fá tölur yfir fjölda þessara barna. Í 9. gr.<br />

laga um grunnskóla segir að menntamálaráðuneytið annist söfnun og dreifingu upp-<br />

lýsinga um skólahald og skólastarf á grunnskólastigi. Ég tel með vísan til þessa lagaákvæðis<br />

eðlilegt að menntamálaráðuneytið kanni hve mikil brögð eru að því að skólaskyld<br />

börn sæki ekki skóla án lögmætra forfalla og ástæður þessa ef mögulegt er.<br />

III.4 Trúnaðartengsl starfsmanna skóla við nemendur<br />

Nokkuð er leitað eftir upplýsingum um hvaða reglur gilda um trúnað starfsfólks<br />

skóla við nemendur sem leita til þeirra í vanda sínum. Það sem brennur heitast á<br />

nemendum og einnig starfsfólki skólans eru þau tilvik þegar börn og unglingar óska<br />

eftir að það sem fram kemur í viðtali þeirra við kennara sinn, skólastjóra eða<br />

sérfræðinga skólans, verði farið með sem trúnaðarmál gagnvart foreldrum þeirra.<br />

Augljóst er að slík ósk getur sett starfsfólk skóla í vanda vegna þess að oft liggur<br />

ekki fyrir í hve miklum mæli barn getur farið fram á slíkan trúnað.<br />

Grunnskólabörn lúta forsjá foreldra sinna og hingað til hefur löggjafinn – í flestum<br />

tilvikum – litið svo á að það væri hlutverk foreldra að tala máli barna sinna gagnvart<br />

hinu opinbera. Í nokkrum lagabálkum eiga börn þó sjálfstæðan rétt til að tjá sig, svo<br />

sem í barnalögum og barnaverndarlögum, enda liggur sú staðreynd fyrir að hagsmunir<br />

barns og foreldris þurfa ekki endilega að fara saman. Ástæður þess að börn<br />

leita til starfsfólks skóla geta einmitt verið erfiðleikar á heimilum þeirra eða erfiðleikar<br />

í samskiptum við foreldra þeirra.<br />

Hvernig ber að fara með upplýsingar sem barn gefur starfsmanni skóla í trúnaði?<br />

Þessari spurningu er ekki auðsvarað. Þau lög sem helst ber að líta til í þessu sambandi<br />

eru stjórnsýslulögin og upplýsingalögin, en þau gefa þó ekki einhlít svör. Eins<br />

og lögin eru úr garði gerð eiga forsjáraðilar barns að jafnaði rétt á að fá upplýsingar<br />

um það sem barn hefur sagt við opinbera starfsmenn, þar með starfsfólk skóla.<br />

Hugsanlegt er þó, í undantekningartilvikum, að hagsmunir barns af því að fá að<br />

halda upplýsingum leyndum verði taldir vega þyngra en hagsmunir forsjáraðila til<br />

að fá aðgang að þeim upplýsingum.<br />

Lokaorð<br />

Að framan hef ég gert að umfjöllunarefni fáeinar af þeim ábendingum er mér hafa<br />

borist í tengslum við starfsemi grunnskólans. Að fjölmörgu öðru hefði verið hægt<br />

að víkja, svo sem innritun barna í skóla, samræmdum prófum, sérkennslu og skólaakstri.<br />

Tímans vegna hef ég heldur ekki getað rætt sérstaklega um málefni leikskólans,<br />

en margt af því sem ég hef hér sagt getur eins átt við starfsemi leikskólans.<br />

BLS<br />

159<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!