29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

III. Erindi sem bárust<br />

umboðsmanni barna.<br />

Af símaerindum á árinu vörðuðu flest ýmis vandamál barna og fullorðinna í kjölfar<br />

skilnaðar og sambúðarslita, eða alls 207 erindi.<br />

Dæmi um símaerindi er varða barnið og fjölskylduna:<br />

BLS<br />

26<br />

3. Munnleg erindi – skrifleg erindi<br />

3.0.. Skráning símaerinda<br />

Í skýrslu minni fyrir árið 1996 gerði ég nokkra grein fyrir skráningu símaerinda, en<br />

þessi liður í starfsemi embættisins hefur vaxið jafnt og þétt að umfangi. Sem fyrr<br />

legg ég áherslu á að efnisatriði símaerindanna séu skráð og að þeir sem snúa sér til<br />

embættisins fái góða leiðsögn um hvert unnt sé að leita til þess að greiða úr málum<br />

sínum. Mörg þessara erinda varða ágreining milli einstaklinga og heyra því sem slík<br />

ekki undir embætti mitt. Einstök mál geta þó hæglega verið lýsandi fyrir ríkjandi<br />

aðstæður í samfélaginu, og eru þá mikilsverð vísbending um að nauðsyn beri til að<br />

breyta reglum eða framkvæmd þeirra á einhverjum sviðum. Mér er þannig kleift að<br />

taka á einstökum málum með almennum hætti. Erindi sem berast mér símleiðis,<br />

hvort heldur þau varða ágreining einstaklinga eða eru almenns eðlis, eru því ekki<br />

síður mikilvæg en þau sem berast mér skriflega.<br />

Nokkur fjölgun varð á símaerindum milli ára. Árið 1996 voru skráð 514 símaerindi,<br />

en árið 1997 urðu þau 750. Taflan sem hér fer á eftir sýnir efnislega flokkun símaerinda,<br />

fjölda innan hvers flokks fyrir sig og skiptingu eftir kyni:<br />

Símaerindi 1997:<br />

Þar af<br />

konur: karlar:<br />

Sameiginleg forsjá: Gengur illa, spurt um réttaráhrif sameiginlegrar forsjár,<br />

illa skilgreind í lögum, vantar upplýsingar um sameiginlega forsjá.<br />

Forsjárdeilur: Barn vill fara til föður, ekki hlustað á það. Kvartað yfir<br />

löngum afgreiðslutíma ráðuneytis og dómstóla í forsjárdeilumálum og lítið<br />

hlustað eftir vilja barnanna. Bent á að dagsektarákvæði bæti ekki umgengni,<br />

einnig að dagsektarákvæði sé einungis beitt gegn þeim sem hafa forsjá barna<br />

en ekki hægt að beita því gegn þeim sem sinna ekki umgengni við börn sín.<br />

Mikið hringt vegna umgengnisvanda, faðir sinnir ekki umgengni við börn<br />

sín, amma fær ekki að sjá barnabörn sín, hversu mikinn rétt eiga börn til<br />

umgengni við foreldri sem ekki hefur forsjá, móðir flytur með börn sín út á<br />

land, lætur föður ekki vita, faðir hefur ekki séð barn sitt í fjögur ár, faðir<br />

leyfir ekki móður umgengi við barn sitt, börn hringja og eru óánægð með<br />

skipan forsjár en gengur illa að sannfæra aðra um hug sinn, eru hrædd við<br />

afleiðingarnar, faðir brýtur umgengnissamkomulag, kvartað yfir réttleysi<br />

feðra sem eru ekki og hafa ekki verið í sambúð eða kvæntir mæðrum<br />

barnanna, móðir neitar að feðra barn, hvað getur faðir gert, spurt um rétt<br />

stjúpforeldris til umgengni eftir skilnað, faðir telur það ekki þjóna hagsmunum<br />

barns síns að hann (faðirinn) sé þvingaður til að umgangast barnið. Spurt<br />

hvort barnaverndarnefndir þurfi að koma að máli ef foreldrar láta forsjá<br />

barns til annarra. Spurt hvaða reglur gildi um skiptingu kostnaðar þegar barn<br />

þarf að ferðast landshluta eða landa á milli til þess að njóta umgengni við það<br />

foreldri sem ekki fer með forsjá þess. Spurt um framfærsluskyldu foreldra<br />

vegna unglings sem hefur flúið heimili sitt.<br />

BLS<br />

27<br />

Barnið og fjölskyldan 207 115 92<br />

Barnavernd 124 85 39<br />

Menntun – skólamál 147 98 49<br />

Félagsleg úrlausnarefni 17 9 8<br />

Heilbrigði – byggingar – öryggi – umhverfi 30 19 11<br />

Tómstundir – fjölmiðlar – menning 41 31 10<br />

Fyrirspurnir frá börnum 43 26 17<br />

Annað 141 92 49<br />

Samtals 750<br />

Vegna þess fjölda símaerinda sem ár hvert berast embætti mínu og varða erfiðleika<br />

barna og fullorðinna í kjölfar skilnaðar og sambúðarslita, hef ég ákveðið að skoða á<br />

næsta ári með hvaða hætti hið opinbera getur skipulagt og boðið fram aðstoð og<br />

veitt ráðgjöf. Ég tel alveg ljóst að við svo búið má ekki sitja öllu lengur.<br />

Skólamálin, sem voru í fyrsta sæti árið 1996, voru að þessu sinni í öðru sæti, með<br />

alls 147 erindi og símaerindi er snertu barnavernd í víðum skilningi fylgdu þar á<br />

eftir, eða alls 124 erindi. Dæmi um þessi, og önnur símaerindi, er að finna fyrir aftan<br />

viðeigandi kafla í þessari skýrslu þar sem fjallað er um skrifleg erindi.<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!