29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BLS<br />

82<br />

Á fundinum undirstrikaði ég þá skoðun mína að samræmd slysaskráning væri<br />

mikilvægur grundvöllur fyrir allar forvarnir til að koma í veg fyrir slys á börnum.<br />

Einnig tók ég fram að nauðsynlegt væri að koma að öryggi barna í mjög víðu<br />

samhengi, en að töluvert vantaði upp á eftirlit með því að farið væri eftir núgildandi<br />

reglum á þessu sviði.<br />

8.4 Öryggi barna við íþróttaiðkun<br />

Mér barst ábending þar sem athygli mín var vakin á því að ábyrgð íþróttafélaga á<br />

velferð barna sem stunduðu íþróttir á þeirra vegum væri ekki nægilega skýr. Þá var<br />

einnig fundið að því að bótaskylda félaganna væri ekki nægilega vel skilgreind í<br />

þeim tilvikum að slys bæri að höndum við íþróttaiðkun barna á þeirra vegum.<br />

Vegna þessa ritaði ég málshefjanda bréf þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:<br />

Mér hefur um nokkurt skeið verið kunnugt um að úrbóta sé þörf hvað íþróttaiðkun<br />

barna varðar, en sem umboðsmanni barna hafa mér borist nokkrar ábendingar sem<br />

snerta þessi mál með ýmsum hætti. Má þar nefna tryggingar barna sem stunda íþróttir,<br />

aldur barna sem stunda keppnisíþróttir, hæfni íþróttaleiðbeinenda, slys á börnum<br />

við íþróttaiðkun o.fl. Í tilefni af bréfi yðar hef ég látið taka saman meðfylgjandi yfirlit<br />

yfir afskipti mín af málaflokknum. Þar kemur fram að máli þessu er ekki lokið af minni<br />

hálfu, og mun ég við frekari vinnslu þess hafa hliðsjón af ábendingu yðar.<br />

Til fróðleiks sendi ég yður ljósrit af stefnuyfirlýsingu um tilhögun íþróttauppeldis<br />

æskufólks innan íþróttahreyfingarinnar, sem samþykkt var á 63. Íþróttaþingi ÍSÍ á<br />

Akranesi síðastliðið haust, og samþykkt um tryggingamál íþróttahreyfingarinnar<br />

sem afgreidd var á sama þingi.<br />

Börn og íþróttir – yfirlit yfir afskipti umboðsmanns barna af málaflokknum.<br />

16.3. 1995: Erindi berst til umboðsmanns barna þar sem bent er á þá staðreynd að<br />

börn á aldrinum 7–15 ára séu yfirleitt ekki slysatryggð við æfingar eða keppni<br />

utanhúss á vegum íþróttahreyfingarinnar.<br />

5.4. 1995: Umboðsmaður barna ritar bréf til ÍSÍ og óskar eftir upplýsingum um<br />

fjölda barna á aldrinum 7 til 15 ára sem slasast hafa við æfingar eða í keppni utanhúss<br />

á vegum íþróttahreyfingarinnar undanfarin 5 til 10 ár, skipt eftir kyni, aldri og<br />

íþróttagreinum.<br />

22.5. 1995: Bréf sent frá skrifstofu umboðsmanns barna þar sem erindi til ÍSÍ frá<br />

5.4.1995 er ítrekað.<br />

1.6. 1995: Umboðsmaður barna ritar formanni Slysavarnaráðs bréf og vekur<br />

athygli á að hvergi sé hægt að fá heildartölur yfir slys á börnum. Jafnframt hvetur<br />

umboðsmaður til þess að mótaðar verði reglur um samræmda skráningu slysa á<br />

börnum svo unnt verði að gera forvarnir í slysavörnum barna bæði markvissari og<br />

þýðingarmeiri en verið hefur.<br />

3.7. 1995: Svar ÍSÍ við erindi umboðsmanns barna frá 5.4.1995. Í bréfinu kemur<br />

fram að umbeðnar upplýsingar liggi ekki fyrir. Hins vegar sé það ótvíræð skoðun<br />

Íþróttasambands Íslands að slysatrygging íþróttafólks á umræddum aldri, hvort<br />

heldur er við íþróttaiðkun utanhúss eða innan sé mjög brýnt og aðkallandi vandamál.<br />

Einnig kemur fram í bréfi ÍSÍ að slysatryggingar íþróttafólks samkvæmt lögum<br />

um almannatryggingar nái eingöngu til fólks sem er orðið 16 ára. Þá segir orðrétt:<br />

„Fjárútlát og fyrirhöfn hinna ótryggðu barna og foreldra þeirra hafa oft reynst<br />

umtalsverð og mikið samband verið haft við ÍSÍ um, hvort og hvernig væri hægt að<br />

ráða hér bót á“.<br />

3.4. 1996: Umboðsmaður barna ritar bréf til Landlæknis og óskar eftir upplýsingum<br />

um hversu algeng slys á börnum séu á íþrótta- og leiksvæðum sem þau sækja, hversu<br />

algeng þessi slys séu miðað við önnur slys á börnum, hversu alvarleg slysin séu, við<br />

hvaða aðstæður þau verði og hver sé orsök þeirra.<br />

30.5. 1996: Umboðsmaður barna ritar framkvæmdastjóra ÍSÍ bréf og kemur á<br />

framfæri ýmsum ábendingum sem embættinu hafa borist varðandi íþróttaiðkun<br />

barna, bæði innan íþróttahreyfingarinnar og á vettvangi skólans:<br />

* Slysatryggingar barna á aldrinum 7–15 ára.<br />

* Slys í íþróttatímum grunnskóla.<br />

* Aldur barna í keppnisíþróttum.<br />

* Hæfni leiðbeinenda.<br />

* Æfingatíma hjá börnum og ungmennum við íþróttaiðkun.<br />

Umboðsmaður barna beinir því jafnframt til ÍSÍ að ábendingarnar verði teknar til<br />

umfjöllunar á íþróttaþingi á Akranesi dagana 26.–27. október 1996.<br />

4.6. 1996: Svarbréf framkvæmdastjóra ÍSÍ við bréfi umboðsmanns barna frá<br />

3.5.1996. Þar kemur m.a. fram að á vegum ÍSÍ sé starfandi vinnuhópur sem hafi það<br />

verkefni að gera tillögur til íþróttaþings varðandi keppni barna. Vitað sé að hópurinn<br />

muni leggja það til að stórlega verði dregið úr keppni barna undir 10 ára aldri<br />

BLS<br />

83<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!