29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

BLS<br />

130<br />

✔ Umbætur í meðferðarúrræðum<br />

fyrir börn og ungmenni verði<br />

bæði markvissar og haldgóðar,<br />

til lengri tíma litið og nái til<br />

landsins alls.<br />

✔ Samvinna milli stofnana og ólíkra<br />

fagaðila verði með skipulögðum hætti.<br />

• Dómsmálaráðherra felur refsiréttarnefnd, réttarfarsnefnd og nefnd sem<br />

endurskoðar skaðabótalög að fjalla um tillögur umboðsmanns barna og<br />

hafa hliðsjón af þeim í störfum sínum.<br />

• Félagsmálaráðherra tilkynnir umboðsmanni barna að hafinn sé undirbúningur<br />

að stofnun Barnahúss, sem muni verða miðstöð rannsókna einstakra<br />

kynferðisbrotamála og annars ofbeldis gegn börnum. Þar muni jafnframt<br />

standa til boða sérhæfð meðferð og áfallahjálp fyrir börnin og fjölskyldur<br />

þeirra.<br />

Þjóðarbókhlöðunnar og óskaði eftir upplýsingum um hvort hér væri um að ræða<br />

skráðar eða óskráðar reglur og hvaða sjónarmið eða rök lægju þar að baki. Í<br />

svarbréfi formanns stjórnar, Jóhannesar Nordal, dagsett 26. september 1996, er<br />

staðfest að umrædd regla um lágmarksaldur safnnotenda hafi verið ákveðin með<br />

vitund og samþykki stjórnar safnsins og að hún sé rækilega kynnt bæði í safninu<br />

sjálfu og í leiðbeiningarbæklingum sem það gefi út, sbr. nánar meðfylgjandi ljósrit<br />

af bréfi dagsettu 26. september 1996.<br />

Í ljósi þessa leikur mér nú forvitni á að vita hvort einhver almenn opinber stefna<br />

hafi verið mótuð af hálfu menntamálaráðuneytisins varðandi aðgang barna og<br />

unglinga að hinum ýmsu söfnum í eigu þjóðarinnar. Í þessu sambandi er tilefni til<br />

að minna á 31. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, en hún er<br />

svohljóðandi: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til hvíldar og tómstunda, til að<br />

stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess, og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi<br />

og listum. – Aðildarríki skulu virða og efla rétt barns til að taka fullan þátt í<br />

menningar- og listalífi, og skulu stuðla að því að viðeigandi og jöfn tækifæri séu<br />

veitt til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju“.<br />

Eftir ítrekun af minni hálfu með bréfi dagsettu 30. maí 1997, barst mér svohljóðandi<br />

svarbréf ráðuneytisins, dagsett 22. ágúst 1997:<br />

BLS<br />

131<br />

10.2 Réttur barna til aðgangs að almenningssöfnum<br />

Í skýrslu minni fyrir árið 1996 greindi ég frá ábendingu er mér barst um að börnum<br />

yngri en 17 ára væri meinaður aðgangur að Þjóðarbókhlöðunni og að þeim væri<br />

heldur ekki heimilt að nýta sér þá aðstöðu sem þar stendur til boða (sjá S<strong>UB</strong>:1996,<br />

kafla 10.2).<br />

Vísað er til bréfs yðar dags. 7. febrúar [1997] þar sem óskað er upplýsinga um hvort<br />

mótuð hafi verið opinber stefna af hálfu menntamálaráðuneytisins varðandi aðgang<br />

barna að hinum ýmsu söfnum í eigu þjóðarinnar. Tilefni fyrirspurnarinnar eru<br />

ábendingar til yðar um takmarkaðan aðgang barna og unglinga að Landsbókasafni<br />

Íslands-Háskólabókasafni, en stjórn safnsins mun hafa sett reglu um lágmarksaldur<br />

safnnotenda og miðað hann við 17 ára aldur. Með bréfi yðar fylgdi ljósrit af bréfi<br />

formanns stjórnar Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns dags. 26. september<br />

sl. og gerir ráðuneytið ekki athugasemdir við þau sjónarmið sem þar eru reifuð sem<br />

grundvöllur fyrir framangreindri reglu.<br />

Í framhaldi af því, er þar kemur fram, ritaði ég menntamálaráðuneytinu svohljóðandi<br />

bréf, dagsett 7. febrúar 1997:<br />

Til mín hafa borist ábendingar frá börnum varðandi starfshætti bókasafnsins í<br />

Þjóðarbókhlöðunni. Því er haldið fram að einstaklingum yngri en 17 ára sé með<br />

öllu meinað að notfæra sér aðstöðuna sem þar er að finna og skipti tilgangurinn<br />

engu máli. Réttindi þeirra til fræðslu og menntunar séu þar með fyrir borð borin í<br />

bókasafni íslensku þjóðarinnar. Af þessu tilefni ritaði ég bréf til stjórnar<br />

Hvað varðar önnur söfn í eigu ríkisins sem starfa á verksviði menntamálaráðuneytisins<br />

skal þess getið að ekki er að finna í lögum eða reglugerðum, sem um þær<br />

stofnanir gilda neinar reglur um lágmarksaldur safngesta.<br />

Ráðuneytið hefur vegna erindis yðar sent söfnum sem starfa á verksviði menntamálaráðuneytisins<br />

bréf þar sem spurst er fyrir um hvort af þeirra hálfu sé takmarkaður<br />

aðgangur barna og unglinga að safninu. Af þeim svörum sem borist hafa, má<br />

ráða að engar reglur eru í gildi sem takmarka aðgang barna og unglinga að þeim.<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!