29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

og er nokkuð aðgengilegt að vinna tölfræðilegar upplýsingar úr þeim gögnum. Stór<br />

hluti barna sem slasast sækja þjónustu til Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins<br />

á Akureyri, en þar er skráning með svipuðum hætti og á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.<br />

Öðrum slysatilvikum er sinnt á slysamóttökum um land allt og á heilsugæslustöðvum.<br />

Skráning er því miður ekki samræmd og ekki hefur verið nægilegur gaumur<br />

gefinn víða að lýsingum á aðstæðum og tildrögum. Því er ekki unnt að svo stöddu<br />

að bera tölurnar saman eða draga ályktanir fyrir heildina. Úr þessu mun þó verða<br />

bætt með nýju og mjög fullkomnu skráningarkerfi sem þróað hefur verið fyrir<br />

heilsugæsluna í landinu og er ætlunin að nota það einnig að einhverju leyti fyrir<br />

aðrar stofnanir heilbrigðisþjónustunnar. Kerfið verður tekið í notkun í áföngum á<br />

næstu mánuðum og árum.<br />

Eftir því sem best verður þó ráðið af upplýsingum frá slysadeildum, heilsugæslustöðvum<br />

og sjúkrahúsum þurfa 20–22 þúsund börn árlega á heilbrigðisþjónustu að<br />

halda eftir að hafa hlotið áverka af einhverju tagi. Þetta þýðir með öðrum orðum að<br />

fjórða hvert barn á Íslandi þarf á aðstoð að halda ár hvert af orsökum slysa.<br />

Ég er þeirra skoðunar að kerfisbundin og samræmd slysaskráning, sem nær til<br />

landsins alls, sé ein aðalforsenda þess að unnt verði að fækka slysum á börnum með<br />

markvissum, fyrirbyggjandi aðgerðum. Ýmislegt fleira þarf þó að koma til, svo sem<br />

ráðgjöf til opinberra aðila um slysavarnir barna og ekki síður fræðsla og<br />

upplýsingar til einstaklinga, þ.e. til foreldra, til þeirra sem starfa með börnum og<br />

ekki síst til barnanna sjálfra.<br />

BLS<br />

76<br />

Heilbrigðismálaráðuneytið mun að sjálfsögðu fylgjast með því hvernig tekst til við<br />

að koma á laggirnar samræmdri slysaskráningu um land allt.<br />

Jafnframt mun heilbrigðisráðuneytið ræða við formann Slysavarnaráðs um að þar til<br />

ofangreindu kerfi skráninga verði komið á verði leitast við að tryggja að skráning á<br />

slysum barna verði með sem ítarlegustum hætti og eins vel til úrvinnslu og samanburðar<br />

fallið og kostur er á þessu stigi.<br />

Ráðuneytið þakkar umboðsmanni barna fyrir að vekja athygli á þessu mikilvæga<br />

máli.“<br />

8.1. Tilraunaverkefnið „Eflum forvarnir – fækkum slysum á börnum“<br />

Frá því að ég tók við embætti umboðsmanns barna hef ég reglulega átt samráðsfundi<br />

með barnaslysafulltrúa Slysavarnafélags Íslands. Á fundum þessum hefur verið rætt<br />

um hvaðeina er lýtur að öryggismálum barna og hvernig sé unnt að bæta slysavarnir<br />

í þeirra þágu. Á þessu ári leituðum við eftir samstarfi við Félag íslenskra<br />

barnalækna og leiddi það samstarf til þess að mótuð var hugmynd að<br />

tilraunaverkefni sem hlaut heitið „Eflum forvarnir – fækkum slysum á börnum“. Við<br />

áttum fund með heilbrigðisráðherra og kynntum henni hugmyndir okkar, en í bréfi<br />

til ráðherrans, dagsett 17. júlí 1997, um málið, er ég ritaði í framhaldi af fundinum<br />

kemur m.a. eftirfarandi fram:<br />

Meðal annars með hliðsjón af þessu tókum við Herdís Storgaard upp óformlegt samstarf<br />

en hún hefur, sem barnaslysafulltrúi Slysavarnafélagsins, komið ýmsu góðu til<br />

leiðar varðandi slysavarnir barna á síðustu árum. Á síðustu mánuðum höfum við<br />

síðan fengið í lið með okkur barnalæknana Ólaf Gísla Jónsson og Sævar Halldórsson.<br />

Við erum öll sammála um og teljum afar brýnt að stjórnvöld leggi þunga áherslu á<br />

að efla og samhæfa slysavarnir í þágu barna. Af þeim sökum viljum við leyfa okkur<br />

að leggja til við yður, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, eftirfarandi tillögu að<br />

tilraunaverkefni, sem við nefnum: Eflum forvarnir – fækkum slysum á börnum. Efni<br />

þessarar tillögu var kynnt yður í stuttu máli á fundi okkar í gærdag, en tillagan lítur<br />

þannig út í heild sinni:<br />

A. Tilraunaverkefni til þriggja ára<br />

Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja ára, þ.e. frá 1. desember 1997 til 1.<br />

desember árið 2000. Gert er ráð fyrir að verkefnið verði styrkt með sérstakri fjárveitingu<br />

úr ríkissjóði er nemi 4 milljónum króna hvert tilraunaár, þ.e. laun<br />

verkefnisstjóra og almennur rekstur.<br />

Af hálfu Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur verið lýst yfir áhuga á að leggja til húsnæði<br />

sem hentar markmiðum og þörfum þessa verkefnis. Fundir hafa verið haldnir með<br />

Jóhannesi Pálmasyni, Jóhannesi Gunnarssyni, Jóni Baldurssyni, Pálma Jónssyni í<br />

þessu sambandi. Einnig hefur verið rætt við Brynjólf Mogensen.<br />

BLS<br />

77<br />

Þegar ég tók við embætti umboðsmanns barna ákvað ég m.a. að beita mér fyrir<br />

eflingu slysavarna barna almennt, en slys á börnum eru því miður alltof tíð hér á<br />

landi. Þegar ég kannaði þessi mál nánar varð ég þess fljótlega áskynja að skráning<br />

slysa á börnum er engan veginn fullnægjandi.<br />

B. Markmið tilraunar og helstu þættir verkefnisins<br />

Unnið skal að eflingu og samhæfingu forvarna í slysavörnum í þeim tilgangi að<br />

fækka slysum á börnum yngri en 18 ára. Verkefnið nær til landsins alls og verður<br />

undir yfirstjórn heilbrigðisráðuneytisins.<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!