29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BLS<br />

20<br />

1.8 Flutningur að Laugavegi 13<br />

– opnunarhátíð og sýning listasmiðjunnar Gagns og gamans<br />

Í byrjun nóvember flutti embættið loks í eigið húsnæði að Laugavegi 13, 2. hæð.<br />

Nokkur dráttur hafði orðið á þessum flutningi, en upphaflega hafði staðið til að hann<br />

færi fram í byrjun maí, en af óviðráðanlegum ástæðum gat ekki orðið af því. Með<br />

flutningnum lauk einkar ánægjulegri sambúð við Norðurlandaskrifstofu forsætisráðuneytisins<br />

að Hverfisgötu 6. Hið nýja húsnæði er bæði bjart og rúmgott, en Ævar<br />

Harðarson arkitekt sá um hönnun þess og hafði umsjón með framkvæmdum vegna<br />

breytinga á því. Í desember var haldin opnunarhátíð og var fjölmörgum samstarfsaðilum<br />

og velunnurum boðið til hátíðar til að samgleðjast starfsmönnum embættisins<br />

af þessu tilefni. Strengjasveit Tónlistarskóla íslenska Suzukisambandsins lék<br />

nokkur lög og sr. Vigfús Þór Árnason sóknarprestur í Grafarvogi, sem er barnflesta<br />

hverfi borgarinnar, flutti hugvekju. Í tengslum við hátíðina var opnuð sýning á<br />

myndverkum eftir börn sem tekið hafa þátt í starfsemi listasmiðjunnar Gagns og<br />

gamans á undanförnum árum, en hún er starfrækt á sumri hverju á vegum menningarmiðstöðvarinnar<br />

Gerðubergs í Breiðholti. Menningarmiðstöðin lánaði embættinu<br />

myndverk þessi og munu þau prýða skrifstofur starfsmanna næstu misserin.<br />

Margt var um manninn á opnunarhátíðinni, og tókst hún með miklum ágætum.<br />

því sem fyrr orðið að hafna nokkrum beiðnum af þessu tagi. Ég flutti erindi um<br />

eineltismál á ráðstefnu sem Reykjavíkurdeild Barnaheilla gekkst fyrir, um rétt barna<br />

til þess að njóta öryggis í leikumhverfi sínu á ráðstefnu Staðlaráðs Íslands (sjá<br />

viðauka I) og um réttindi barna í grunnskólanum á málþinginu „Frá orðum til<br />

athafna“, sem haldið var á vegum menntamálaráðuneytisins (sjá viðauka II). Einnig<br />

flutti ég fræðsluerindi fyrir nefnd norrænna þingmanna sem fjalla um stöðu barna á<br />

grannsvæðunum, þ.e. Eystrasaltslöndin ásamt norðvestur Rússlandi, en fundurinn<br />

var skipulagður af Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Til viðbótar þessu má nefna kynningar-<br />

og fræðsluerindi sem ég flutti fyrir kennara við grunnskólana í Hafnarfirði,<br />

og erindi svipaðs efnis hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Foreldrafélagi<br />

Hvassaleitisskóla, auk fyrirlestra hjá Inner-Wheel konum, Kvenfélaginu<br />

Hringnum og Soroptimistaklúbbum. Hér er ekki um tæmandi upptalningu að ræða,<br />

en hún sýnir hins vegar glöggt að áhugi fyrir embætti umboðsmanns barna og<br />

verksviði þess er töluverður og fer vaxandi.<br />

1.10 Samskipti við fjölmiðla og umfjöllun um embættið<br />

Að vanda leituðu fjölmiðlar til mín, bæði til þess að fá álit mitt á ýmsum málum sem<br />

á döfinni voru hverju sinni og vörðuðu börn, en einnig vegna erinda sem voru til<br />

umfjöllunar hjá embætti mínu. Sem dæmi um þetta má nefna að viðtöl við mig<br />

birtust í blöðum og tímaritum, en einnig mætti ég í viðtöl í útvarpsþættina Samfélagið<br />

í nærmynd, Þjóðbrautina, og barnaþáttinn Saltfisk með sultu. Í sjónvarpsþættinum<br />

Kastljósi var leitað eftir áliti mínu á ýmsum atriðum er varða kynferðisbrot<br />

gegn börnum, en tilefnið var útkoma skýrslunnar „Heggur sá er hlífa skyldi“<br />

(sjá nánar kafla 10.1). Fleiri viðtöl og álit veitti ég fjölmiðlum sem verða þó ekki<br />

rakin hér frekar. Mikilvægt er að vekja athygli á málefnum barna á opinberum<br />

vettvangi, ekki síst á vettvangi fjölmiðla.<br />

BLS<br />

21<br />

2. Erlend samskipti<br />

2.0. Ráðstefna í Kaupmannahöfn um félagslega færni, uppvaxtarskilyrði<br />

og ýmsa áhættuþætti í umhverfi 10 ára barna á Norðurlöndum<br />

1.9 Erindi og fyrirlestrar<br />

Talsvert var leitað til mín og ég beðin að halda erindi og fyrirlestra um hin ólíkustu<br />

málefni barna og unglinga, en einnig til þess að kynna embættið og verksvið mitt<br />

sem umboðsmaður barna. Ég hef lagt á það áherslu að sinna erindum sem þessum<br />

eftir fremsta megni, en mikil aukning hefur átt sér stað hvað þetta varðar, og hef ég<br />

Mér barst boð um að sækja lokaráðstefnu samnorræns rannsóknarverkefnis um<br />

félagslega færni, uppvaxtarskilyrði og ýmsa áhættuþætti í umhverfi 10 ára barna á<br />

Norðurlöndum. Ráðstefnan var haldin 28.–29 maí og var verkefnið fjármagnað af<br />

Norrænu ráðherranefndinni en Guðrún Kristinsdóttir lektor við Kennaraháskóla<br />

Íslands tók þátt í því fyrir Íslands hönd. Vegna anna sá ég mér ekki fært að sækja<br />

þessa ráðstefnu en starfsmaður hjá utanríkisráðuneytinu sótti hana fyrir mína hönd.<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!