29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BLS<br />

146<br />

<strong>UB</strong> til athugunar<br />

Hvað þýðir þetta að hafa „aðgang að“?<br />

Hafa sveitarfélög verið höfð með í ráðum varðandi þetta ákvæði?<br />

Fellur sérkennsla fyrir börn, sem þess þurfa með, ekki örugglega hér undir?<br />

5. mgr. Umhverfi og aðbúnaður sjúkra barna skal hæfa aldri þeirra, þroska og<br />

ástandi … Hvað þýðir þetta í raun?<br />

<strong>UB</strong> til athugunar<br />

Umhverfi sem er útbúið þannig að það mæti þörfum barna hvað varðar innréttingar,<br />

húsgögn, leikföng, bækur jafnt fyrir þau yngstu sem þau eldri og sérmenntað starfsfólk.<br />

Sérmenntað starfsfólk. Börn skulu vera í umsjá og meðferð hjá starfsfólki sem hefur<br />

menntun og reynslu í að mæta líkamlegum, tilfinningalegum og félagslegum þörfum<br />

barna.<br />

Niðurstaða<br />

Ákvæði VI. kafla frumvarpsins þurfa að vera ítarlegri, svo augljóst megi vera í<br />

hverju réttindi sjúkra barna eru raunverulega fólgin. Greinargerðin er alltof<br />

fátæklega orðuð að mati ub. Þar þurfa að koma skýringar við hverja og eina grein<br />

kaflans.<br />

Skömmu fyrir áramót sendi ég menntamálaráðherra bréf og grennslaðist fyrir um<br />

afdrif frumvarpsins. Svarbréf ráðuneytisins, sem er dagsett 23. desember, er<br />

svohljóðandi:<br />

„Menntamálaráðherra hefur borist bréf yðar dags. 5. desember [1997] þar sem þér<br />

spyrjist fyrir um hvort og þá hvenær menntamálaráðherra hafi í hyggju að leggja<br />

fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/1995 um skoðun kvikmynda og<br />

bann við ofbeldiskvikmyndum, sem lagt var fyrir Alþingi sl. vor en hlaut þá ekki<br />

afgreiðslu.<br />

Til svars við erindi yðar er yður hér með skýrt frá því að hinn 3. október s.l. fól<br />

menntamálaráðuneytið Herði Einarssyni, hrl. að endurskoða lög nr. 47/1995 um<br />

skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum í ljósi þeirra markmiða að gætt<br />

sé ákvæða 73. gr. stjórnarskrárinnar og jafnframt að stuðlað verði svo sem kostur er<br />

að vernd barna og ungmenna fyrir skaðlegum áhrifum kvikmynda á sálarlíf þeirra.<br />

Þá hefur þess ennfremur verið farið sérstaklega á leit við hann að hann hugi í<br />

endurskoðunarstarfinu að þeim álitaefnum er lúta að skoðun tölvuleikja.<br />

Endurskoðun á framangreindri löggjöf er ekki lokið.“<br />

BLS<br />

147<br />

Almennt<br />

<strong>UB</strong> til athugunar<br />

Hvað með öryggi barna á sjúkrahúsum t.d. í sambandi við aðgang fólks að sjúkrahúsum<br />

almennt séð – allir virðast eiga greiðan aðgang. Huga þarf að öryggi barna<br />

vegna þessa þáttar, svo sem hvort ekki eigi að láta gestum í té sérstakan passa<br />

(visitorpass) eftir að þeir hafa gert grein fyrir sér við innganginn á sjúkradeild.<br />

12.3 Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/1995 um skoðun<br />

kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum.<br />

Menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn minni um frumvarp til laga um<br />

skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum. Efnislega var frumvarp þetta<br />

í meginatriðum samhljóða tillögum þeim er ég hafði sent menntamálaráðherra í<br />

kjölfar útkomu skýrslunnar „Ofbeldi í sjónvarpi“ (sjá nánar S<strong>UB</strong>:1996, kafla 7.0).<br />

Ég mætti vegna þessa máls á fund nefndarinnar og kom á framfæri nokkrum<br />

ábendingum, svo sem varðandi ábyrgð og eftirlit með því að farið sé eftir ákvæðum<br />

laganna, og einnig varðandi skoðun þeirra auglýsinga sem kvikmyndahúsin birta<br />

fyrir sýningar. Einnig sendi ég nefndinni afrit bréfs þess er hafa að geyma tillögur<br />

mínar til menntamálaráðherra í þessum efnum (sjá nánar S<strong>UB</strong>:1996, kafla 7.0).<br />

12.4 Frumvarp til lögræðislaga<br />

Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn minni um frumvarp til lögræðislaga,<br />

heildarlög. Áður hafði ég sent frá mér umsögn um frumvarp þetta að því er varðaði<br />

sjálfræðisaldurinn sérstaklega (sjá S<strong>UB</strong>:1996, kafla 12.2). Þar sem frumvarpið var<br />

afar viðamikið og miklar starfsannir við hið fámenna embætti mitt, sá ég mér ekki<br />

fært að verða við þessari beiðni. Ég mætti hins vegar á fund allsherjarnefndar og<br />

kom á framfæri nokkrum ábendingum mínu. Ég lýsti yfir ánægju minni með að farið<br />

skyldi að tilmælum mínum í 67. gr. frumvarpsins, en þar segir að samþykki yfirlögráðanda<br />

þurfi fyrir kaupum ófjárráða barna á bifreiðum (sjá einnig S<strong>UB</strong>:1995,<br />

kafla 8.0).<br />

Þá vakti ég athygli á ýmsum þeim atriðum er fram koma í bréfi mínu til dómsmálaráðherra<br />

varðandi réttarstöðu 16 og 17 ára unglinga í kjölfar hækkunar á sjálfræðisaldri<br />

í 18 ár. Ég minnti nefndina einnig á þá staðreynd að engin sérstök langtímaúrræði<br />

væru til fyrir 16 og 17 ára börn sem væru hættuleg sjálfum sér og öðrum<br />

vegna eigin lífernis, t.d. vímuefnaneytendur. Ein af þeim röksemdum sem færð<br />

hefði verið fyrir hækkun sjálfræðisaldurs væri einmitt að með því gæfist kostur á að<br />

vista börn á þessum aldri, sem ættu við vímuefnavandamál að stríða, gegn vilja<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!