29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

BLS<br />

106<br />

kemur að þér hafið fallist á beiðni mína um könnun á því hvort börn og ungmenni<br />

hafi verið beitt harðræði á meðferðarheimilum ríkisins og hvort barnaverndaryfirvöld<br />

hafi brugðist eftirlitsskyldu sinni í því efni, sbr. nánar efni bréfs míns til<br />

yðar, dagsett 12. maí 1997.<br />

Um leið og yður eru þökkuð góð viðbrögð við bréfi mínu vil ég leyfa mér að leggja<br />

áherslu á að afar mikilvægt er að mínum dómi að einn hinna óháðu aðila, sem<br />

fenginn verður til að gera fyrrgreinda könnun, hafi lögfræðimenntun og reynslu af<br />

rannsókn mála. Fjölmiðlaumræða síðustu daga um þetta mál hefur sannfært mig<br />

enn frekar um nauðsyn þessa.<br />

Að lokum fer ég þess vinsamlegast á leit að mér verði tilkynnt um, hver eða hverjir,<br />

hafi verið skipaðir til þessa verks þegar sú ákvörðun yðar liggur fyrir sem ég vænti<br />

að verði hið fyrsta.<br />

Mér barst síðan svohljóðandi bréf frá félagsmálaráðuneytinu:<br />

„Vísað er til bréfs yðar dags. 12. maí [1997] til félagsmálaráðherra og bréfs<br />

ráðuneytisins til yðar dags. 25. júní [1997] varðandi vinnubrögð á meðferðarheimilum<br />

ríkisins fyrir börn og ungmenni og viðbrögð þáverandi stjórnar Unglingaheimilis<br />

ríkisins við athugasemdum Barnaverndarráðs á árinu 1994. Það tilkynnist<br />

yður hér með að félagsmálaráðuneytið hefur falið Davíð Þór Björgvinssyni<br />

lögfræðingi og prófessor við Háskóla Íslands og Nönnu K. Sigurðardóttur félagsráðgjafa<br />

MSW og stundakennara við Háskóla Íslands að kanna umrædd atriði og<br />

senda ráðuneytinu álitsgerð þar að lútandi.“<br />

Um mál þetta var nokkuð fjallað í fjölmiðlum. Forstöðumaður Stuðla tjáði sig um<br />

málið í Degi-Tímanum, og yfirlýsing birtist frá forstöðumanni Barnaverndarstofu í<br />

Morgunblaðinu, auk þess sem hann tjáði sig um það í fréttum Ríkisútvarpsins. Þar<br />

eð mér þótti þar vera nokkuð hallað réttu máli óskaði ég eftir því að lesnar yrðu<br />

eftirfarandi athugasemdir mínar við ummæli forstöðumannsins. Einnig ritaði ég<br />

ritstjóra Morgunblaðsins eftirfarandi bréf og óskaði eftir að blaðið birti sömu<br />

athugasemdir, en álitsgerð mín birtist í heild sinni í Morgunblaðinu:<br />

Í tilefni af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 11. október 1996, og<br />

einnig í kjölfar ábendinga er mér, sem umboðsmanni barna, höfðu borist varðandi<br />

frelsissviptingu barna og unglinga á meðferðarheimilinu Stuðlum, tók ég saman<br />

álitsgerð, sem ég sendi til félagsmálaráðherra með bréfi dagsettu sama dag. Í bréfinu<br />

fer ég m.a. fram á það, að félagsmálaráðherra, sem yfirmaður barnaverndarmála<br />

á Íslandi, láti kanna með óyggjandi hætti hvort börn, sem vistuð hafa verið á Stuðlum<br />

eða öðrum meðferðarheimilum ríkisins, sbr. 51. gr. laga nr. 58/1992, hafi verið<br />

svipt persónufrelsi sínu meðan á vistun þeirra hafi staðið, svo sem með því að binda<br />

hendur þeirra og fætur með límbandi eða þau sett í einangrun jafnvel svo sólarhringum<br />

skipti. Sérstaklega verði skoðað hvort slíkar aðferðir séu enn viðhafðar.<br />

Vegna þeirrar fjölmiðlaumræðu, sem orðið hefur um þetta mál síðustu vikur, tel ég<br />

nauðsynlegt að óska eftir að meðfylgjandi álitsgerð og bréf til félagsmálaráðherra<br />

verði birt í Morgunblaðinu í þessari viku.<br />

Þá vil ég jafnframt geta þess að í fréttatíma Ríkisútvarpsins 9. júlí sl. voru tekin upp<br />

nokkur atriði yfirlýsingar frá Barnaverndarstofu varðandi mál þetta en þessi<br />

yfirlýsing birtist síðan í heild sinni í Morgunblaðinu 13. júlí sl. á síðu 27 í B blaði.<br />

Ég sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins athugasemdir mínar vegna tilgreindra atriða í<br />

fyrrgreindri yfirlýsingu og tel því rétt, að fara þess á leit að þær athugasemdir verði<br />

einnig birtar í blaði yðar.<br />

Athugasemdir umboðsmanns barna við yfirlýsingu<br />

forstöðumanns Barnaverndarstofu:<br />

Vegna yfirlýsingar forstöðumanns Barnaverndarstofu í fréttum Ríkisútvarpsins í<br />

gærkvöldi, 8. júlí, óskar umboðsmaður barna að koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum<br />

við ummæli forstöðumannsins:<br />

1. Það kemur á óvart og vekur ugg að þáverandi stjórn Unglingaheimilis ríkisins<br />

hafi á sínum tíma komist að þeirri niðurstöðu að meðferð á börnum og<br />

ungmennum á heimilinu samrýmdist lögum, þar á meðal sú aðferð að binda<br />

hendur og fætur þeirra með límbandi. Af þessu tilefni hef ég í dag ritað<br />

Barnaverndarstofu bréf og óskað þess að fá afhent gögn um könnun stjórnar<br />

Unglingaheimilisins á þessu máli, sem leiddi til fyrrgreindar niðurstöðu<br />

stjórnarinnar.<br />

2. Þá er haft eftir forstöðumanni Barnaverndarstofu að sú meðferð á börnum og<br />

ungmennum, að hefta frelsi þeirra með fyrrgreindri aðferð eða með því að<br />

halda þeim í einangrun um lengri tíma, styðjist við tiltekin ákvæði í lögum um<br />

vernd barna og ungmenna. Af því tilefni er nauðsynlegt að fram komi að þótt<br />

lagaákvæði heimili vistun á meðferðarheimili eða stofnun í bráðatilvikum er<br />

hvergi að finna heimild í lögum til frekari frelsisskerðingar en þá, sem fólgin<br />

BLS<br />

107<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!