29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

yfir fjölda barna yngri en 16 ára, sem þurftu að leita læknisaðstoðar eða dvöldu á<br />

barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur (áður Landakots) – Barnaspítala Hringsins –<br />

komið var með á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur (áður Borgarspítalans) – á<br />

tímabilinu 1992 til 1996, vegna sannanlegs ofbeldis, kynferðislegrar misnotkunar<br />

eða annarrar illrar meðferðar af hálfu nánustu fjölskyldu barns. Einnig leikur mér<br />

forvitni á að vita um fjölda þeirra tilvika þar sem um óstaðfestan grun um ofbeldi<br />

eða misþyrmingu er að ræða.<br />

Að auki má nefna að þegar um er að ræða staðfestan eða óstaðfestan grun um<br />

ofbeldi eða misþyrmingu á börnum hefur þeim yfirleitt verið vísað til nánari meðferðar<br />

og innlagnar á barnadeild Landspítalans. Þar hefur um nokkurt árabil verið<br />

starfandi teymishópur sem hefur tekið að sér að fjalla um þessi mál.“<br />

Í svarbréfi frá Barnaspítala Hringsins, dagsett 11. desember 1997, vegna þessarar<br />

fyrirspurnar minnar segir m.a. svo:<br />

BLS<br />

96<br />

Erindi þetta ítrekaði ég við ofangreinda aðila með bréfi dagsettu 8. september 1997.<br />

Í svarbréfi frá slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur, dagsettu 10. september<br />

1997, segir m.a. svo:<br />

„Rétt er að geta þess, að tölvuskráning sjúkrahússins á tilefnum, sjúkdómsgreiningum<br />

og öðru er varðar komur sjúklinga á slysadeild hefur til skamms tíma verið mjög<br />

takmörkuð og eingöngu teknir fyrir helstu þættir um hvert tilfelli en ekki smáatriði.<br />

Til skamms tíma hefur t.d. ekki verið gerður greinarmunur á kynferðislegu ofbeldi<br />

og öðru ofbeldi né heldur skráðir sérstaklega gerendur. Frá og með síðustu áramótum<br />

hefur verið reynt að bæta úr þessu með mun nákvæmari slysaskráningu á<br />

tölvutæku formi (svonefnt NOMESCO kerfi). Miklar vonir hafa verið bundnar við<br />

betri árangur við forvarnir við notkun þessa kerfis en þar sem fé hefur skort til þess<br />

að þróa kerfið frekar og gera það að fullu nothæft eru ekki enn farnar að berast<br />

nema takmarkaðar niðurstöður úr því. Situr því við svo búið að sinni.“<br />

Með bréfi þessu fylgdu tölur um komur barna yngri en 16 ára á slysadeild Sjúkrahúss<br />

Reykjavíkur fyrir tímabilið 1992–1996. Ekki var greint frá ástæðum þess að<br />

börnin leituðu til slysadeildarinnar.<br />

Svar yfirlæknis barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, dagsett 10. september 1997,<br />

er svohljóðandi:<br />

„Sem svar við bréfi yðar frá 19. júní 1997 sem ítrekað var 8. september 1997 vil ég<br />

taka fram eftirfarandi: Ég hef haft samband við alla sérfræðinga sem störfuðu á<br />

barnadeild Landakotsspítala og starfa nú við barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, á<br />

tímabilinu 1992–1996. Enginn þeirra og þar með undirritaður meðtalinn man eftir<br />

tilfelli sem lagt var inn á barnadeild á þessu tímabili vegna sannanlegs ofbeldis,<br />

kynferðislegrar misnotkunar eða annarrar illrar meðferðar af hálfu nánustu<br />

fjölskyldu barns. Slík tilfelli eru heldur ekki skráð í sjúkraskýrslum deildanna á<br />

þessu tímabili.<br />

„Þessu [erindi] er til að svara að á árunum 1992–1996 leituðu 123 börn til Barnaspítala<br />

Hringsins vegna kynferðislegrar misnotkunar eða annarrar illrar meðferðar<br />

af hálfu nánustu fjölskyldu barnsins. Meiri hluti þessara barna komu til rannsóknar<br />

vegna gruns um kynferðislega misþyrmingu. Um var að ræða 104 stúlkur og 19<br />

drengi.<br />

Um það bil 30 börn dvöldu á Barnaspítala Hringsins á þessu tímabili þar sem um<br />

óstaðfestan grun um ofbeldi eða vanrækslu var að ræða.<br />

Flest barnanna sem voru á Barnaspítala Hringsins vegna ofangreindra orsaka voru á<br />

aldrinum 2–6 ára.“<br />

Þá barst mér einnig bréf frá dómsmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt var um skipun<br />

nefndar með fulltrúum frá dóms-, félags-, heilbrigðis- og menntamálaráðuneyti.<br />

Verkefni nefndarinnar er að huga að nauðsynlegum breytingum á löggjöf til að<br />

sporna við heimilisofbeldi, huga að því hvernig unnt sé að efla starf félagasamtaka<br />

er sinna forvörnum og veita hjálp á þessu sviði og gera tillögur um forvarnaraðgerðir,<br />

um hjálparúrræði fyrir þolendur heimilisofbeldis og um meðferðarúrræði<br />

fyrir gerendur.<br />

Ég mun fylgjast með störfum nefndar þessarar jafnframt því sem ég mun vinna<br />

áfram að máli þessu.<br />

9.3 Harðræði gagnvart börnum á leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði<br />

Starfsaðferðir starfsfólks á leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði komust nokkuð<br />

í hámæli um mitt árið. Starfskona á leikskólanum var sökuð um að hafa límt fyrir<br />

munn 2 ára gamals barns, og var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart um atburðinn.<br />

Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar vísaði málinu til Rannsóknarlögreglu ríkisins<br />

sem að rannsókn lokinni vísaði því til Ríkissaksóknara.<br />

BLS<br />

97<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!