29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BLS<br />

16<br />

einungis skuldbundið sig til að virða 12. gr. Barnasáttmálans, heldur hefðum við<br />

einnig skuldbundið okkur til að virða ákvæði framkvæmdaáætlunar, svonefndrar<br />

Dagskrár 21, sem samþykkt var á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro<br />

um umhverfi og þróun. Í 25. kafla þessarar framkvæmdaáætlunar væri fjallað<br />

sérstaklega um rétt ungs fólks til að fá að taka þátt og hafa áhrif við töku ákvarðana<br />

í umhverfismálum. Staðreyndin væri hins vegar sú að bæði ákvæði 12. gr. Barnasáttmálans<br />

og ákvæði 25. kafla í Dagskrá 21 væru engan veginn nægilega tryggð í<br />

hinni íslensku löggjöf, hvorki í sveitarstjórnarlögum né í umhverfislöggjöfinni. Hér<br />

þyrftu því að koma til úrbætur.<br />

Að loknu setningarávarpi mínu hófst dagskráin með erindi Ebbu Særúnar Brynjarsdóttur<br />

þar sem hún ræddi um ýmislegt sem snýr að unglingum og stöðu þeirra í<br />

þjóðfélaginu. Unglingar væru börn þegar þeir gerðu eitthvað sem þeir ættu ekki að<br />

gera en fullorðnir þegar þeir væru látnir gera eitthvað sem þeir vildu ekki gera. Elsa<br />

María Jakobsdóttir fjallaði um sjálfræðishugtakið og benti á að misræmis gætti á<br />

ýmsum sviðum að því er varðar réttindi unglinga annars vegar og skyldur þeirra hins<br />

vegar. Guðlaugur Magnús Ingason dró upp mynd af þeim veruleika sem hann vildi<br />

helst sjá, ef hann mætti ráða. Dania Heinesen horfði til framtíðar og fjallaði um<br />

ástand skólamála, forvarnarstarf meðal unglinga og umfjöllun fjölmiðla um<br />

unglinga. Að lokum fjallaði Andrea Víðisdóttir um misvísandi skilaboð sem börn og<br />

unglingar fá frá uppalendum sínum, bæði foreldrum og stjórnvöldum, og nefndi<br />

nokkur dæmi í því sambandi. Tvö skemmtiatriði voru á málþinginu; Anna Margrét<br />

Ólafsdóttir sýndi þolfimiatriði og Friðrik Hjörleifsson söng nokkur lög við eigin<br />

undirleik, auk þess að stjórna fjöldaleikfimi málþingsgesta. Allir þeir sem hér hafa<br />

verið nefndir voru á aldrinum 14–16 ára og stóðu þau sig með mikilli prýði.<br />

Eftir hlé og einkar glæsilegar veitingar sátu ráðherrar og sveitarstjórnarmenn fyrir<br />

svörum, en eins og á fyrri málþingum máttu einungis börn og unglingar bera fram<br />

fyrirspurnir og hafa þannig áhrif á gang umræðunnar og efni hennar. Margt bar á<br />

góma, en þó má segja að umræða um vímuvarnir og áfengisvarnarfræðslu hafi<br />

einkum verið áberandi. Rætt var um hækkun sjálfræðisaldurs, áfengiskaupaaldur,<br />

bílprófsaldur, stefnuna í íþrótta- og tómstundamálum unglinga á svæðinu og<br />

endurskipulagningu skólamála á Akureyri. Þá var einnig rætt um útivistartíma og<br />

nauðsyn þess að sveitarfélög á sama svæði samræmdu reglur sínar í þeim efnum.<br />

Margt fleira kom til tals, svo sem málefni Dynheima á Akureyri, dreifbýlisstyrkur,<br />

unglingamenning o.s.frv.<br />

BLS<br />

17<br />

Málþingið á Akureyri heppnaðist ekki síður vel en hin fyrri, það var ágætlega vel<br />

sótt og frammistaða unglinganna var þeim til mikils sóma. Það er von mín að fundir<br />

sem þessi sýni sveitarstjórnarmönnum og öðrum ráðamönnum svo ekki verði um<br />

villst hvílíkur mannauður býr í unglingum þessa lands og hversu brýnt er að þeir fái<br />

tækifæri til þess að taka þátt í stefnumótun og stjórnun eigin málefna, einkum á<br />

vettvangi sveitarstjórnarmála.<br />

Nú er unnið að því að safna saman öllum erindum sem börn og unglingar hafa flutt<br />

á málþingum embættisins og munu þau verða gefin út í heild sinni innan tíðar.<br />

Útgáfa þessi mun bera heitið „Ungir hafa orðið“.<br />

1.4. Samskipta- og samráðsaðilar: Ráðuneyti, stofnanir og félagasamtök<br />

Á árinu átti ég gagnleg samskipti við fjöldamarga aðila, en umboðsmanni barna er<br />

nauðsynlegt, sem sjálfstæðum og óháðum embættismanni, að hlusta eftir skoðunum<br />

sem flestra er vinna að málefnum barna og unglinga á ýmsum sviðum.<br />

Nefnd sú er félagsmálaráðherra skipaði til þess að endurskoða tiltekin atriði í lögum<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!