29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Af þessu tilefni vil ég hér með skora á Flugleiðir að skoða í samhengi rétt og skyldu<br />

sinna ungu flugfarþega og kanna hvort ekki sé ástæða til að gera betur við þennan<br />

hóp barna en hingað til hefur verið raunin. Það er alveg ljóst að hópur barna flýgur<br />

oftsinnis með Flugleiðum af ýmsum ástæðum, svo sem vegna heimilisaðstæðna, þ.e.<br />

foreldrar búa í sitt hvorum landshluta, eða börn eiga foreldra er starfa eða dvelja<br />

erlendis. Einnig má nefna þau börn er leita þurfa sér læknishjálpar og meðferðar<br />

utan heimabyggðar. Þess vegna tel ég það mikið réttlætis-, og um leið hagsmunamál,<br />

fyrir umbjóðendur mína að Flugleiðir taki þetta mál þegar föstum tökum og<br />

vísa í því sambandi til 1. mgr. 3. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna.<br />

Jafnframt veitir umbj. minn margs konar afslátt á fargjöldum fyrir börn. Þannig er<br />

veittur 25–50% afsláttur á fargjöldum fyrir 2–11 ára börn af venjulegum fargjöldum.<br />

Einnig geta börn ferðast á svokölluðum hoppfargjöldum, sem gefa u.þ.b.<br />

10.000 kr. afslátt af lægsta skráða fargjaldi á viðkomandi leið. Þá geta þau börn sem<br />

hafa verið tilnefnd af foreldrum sínum, notað þá ferðapunkta sem foreldrar þeirra<br />

hafa safnað. Í þeim tilfellum þurfa börn eingöngu að greiða helming af þeim fjölda<br />

punkta sem fullorðnir greiða fyrir sambærilega þjónustu. Loks má nefna að u.þ.b.<br />

50% afsláttur er veittur af svokölluðum Jackpot-fargjöldum vegna einstaklinga sem<br />

eru 18 ára og yngri.“<br />

Nokkru síðar barst mér greinargerð Flugleiða hf. þar sem m.a. segir:<br />

Máli þessu var ekki lokið um áramót, en ég mun vinna að því frekar á næsta ári.<br />

BLS<br />

58<br />

„Félagið Vildarklúbbur Flugleiða hf. var stofnað árið 1992. Aðalmarkmið þess er að<br />

veita þeim viðskiptavinum umbj. míns sem greiða háar fjárhæðir fyrir þjónustu hans<br />

afslátt, þegar viðskipti þeirra hafa náð ákveðnu marki. Þannig stuðlar félagið að því að<br />

ofangreindir viðskiptamenn, sem er markhópur umbj. míns, fái umbun fyrir mikil viðskipti<br />

sín við fyrirtækið og haldi tryggð sinni við það. Slík félög tíðkast víða um heim,<br />

til dæmis má nefna að mjög sambærilegt félag er starfrækt á vegum flugfélagsins SAS.<br />

Þar sem börn eru ekki á meðal þeirra viðskiptavina umbj. míns sem mest nýta sér<br />

þjónustu fyrirtækisins hefur umbj. minn ekki talið sér fært að veita börnum sérstaka<br />

aðild að Vildarklúbbi Flugleiða. Einnig hefur umbj. minn ekki talið sér fært að veita<br />

foreldrum barna ferðapunkta í vildarkerfi Flugleiða fyrir þau fargjöld sem þeir<br />

greiða vegna barna sinna; slík regla myndi bjóða heim hættu á mikilli misnotkun þar<br />

sem illmögulegt væri fyrir umbj. minn að staðreyna að skilyrði reglunnar væru<br />

uppfyllt í sérhvert skipti.<br />

Umbj. minn bendir og á að Vildarklúbbur Flugleiða er einkaréttarlegt félag. Umbj.<br />

minn telur sér heimilt að setja almenn lögmæt skilyrði fyrir inngöngu í félagið. Þá<br />

telur hann að inngönguskilyrði í Vildarklúbbinn stríði ekki gegn lögmæltum<br />

réttindum barna.<br />

Að auki leyfir umbj. minn sér að benda á að foreldrar bera ábyrgð á framfærslu<br />

barna sinna. Þar með telur umbj. m. að mismunandi fjárhæð fargjalda eftir aldri geti<br />

varla falið í sér brot á réttindum barna. Þurfi börn að ferðast vegna veikinda og<br />

slysa, hefur framfærandi þeirra möguleika á styrk frá hinu opinbera í samræmi við<br />

27. gr. og 36. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993. Þá eiga framfærendur<br />

einstaklinga í framhaldsskóla rétt á ferðastyrkjum skv. 3. gr., sbr. 1. gr. laga um<br />

ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði nr. 23/1989.<br />

6. Atvinnumál<br />

6.0. Vangoldin barnfóstrulaun<br />

Dæmi um símaerindi er varða fjármál:<br />

Kvartað yfir því að bankar afhendi unglingum hraðbankakort án vitundar<br />

forráðamanna. Spurt hvort foreldrar megi taka út af bankabókum barna sinna<br />

án þeirra vitundar. Kvartað yfir því að réttur barna til vildarpunkta hjá<br />

Flugleiðum sé enginn. Spurt hvaða reglur gildi um spilakassa. Spurt hvort<br />

engar reglur/aldur gildi um sölu á skafmiðum.<br />

Á vormánuðum barst mér bréf frá 14 ára gamalli stúlku sem sagði farir sínar ekki<br />

sléttar af viðskiptum sínum við móður nokkurra barna sem hún hafði gætt sumarið<br />

1996. Stúlkan gætti barnanna í rúman mánuð og að hennar sögn gekk allt vel og<br />

snurðulaust fyrir sig, bæði að því er varðaði samband hennar við börnin og samskiptin<br />

við móður þeirra. Þegar kom að skuldadögum í lok sumars hófust vandræði<br />

stúlkunnar. Nú brá svo við að konan bar á hana ýmsar sakir, svo sem að hún væri<br />

völd að skemmdum á munum í hennar eigu o.fl. Einnig sagði hún það skoðun sína<br />

að stúlkan væri allsendis óhæf sem barnfóstra. Af þessum sökum myndi hún ekki<br />

greiða stúlkunni nein laun.<br />

Erindi stúlkunnar svaraði ég bréflega og veitti ég henni ráð um hvert hún gæti snúið<br />

sér til þess að leita réttar síns. Ég tel að dæmið um vangoldnu barnfóstrulaunin sýni<br />

vel hversu lítilsmegnug börn geta verið í samskiptum sínum við fullorðna, en ekki<br />

BLS<br />

59<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!