29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

prófskírteini þeirra. Samkvæmt reglugerð nr. 709/1996 um námsmat nemenda sem<br />

víkja svo frá almennum þroska að þeim henta ekki samræmd próf, er ekki lengur<br />

gert ráð fyrir að umræddir nemendur þreyti samræmd próf, heldur skal nám þeirra<br />

metið á þeim forsendum sem nánar er kveðið á um í reglugerðinni.<br />

gerðrar endurskoðunar. Farið þér þess á leit við menntamálaráðherra að hann taki til<br />

athugunar þá kröfu yðar að farið verði rækilega yfir alla þá þætti sem lúta að<br />

undirbúningi og framkvæmd prófanna til þess að koma megi í veg fyrir mistök sem<br />

fyrst og fremst bitni á nemendum.<br />

BLS<br />

38<br />

Bæði vegna þessa máls og þess, er greint er frá í kafla 4.1, taldi ég að nauðsyn bæri<br />

til að skoða sérstaklega hvaðeina er lýtur að undirbúningi og framkvæmd samræmdra<br />

prófa almennt og ritaði því menntamálaráðherra svohljóðandi bréf:<br />

Á þeim tæpu þremur árum sem ég hef gegnt embætti umboðsmanns barna hafa mér<br />

borist margar ábendingar er varða undirbúning og framkvæmd hinna samræmdu<br />

prófa sem lögð eru fyrir 10. bekk í grunnskólum landsins. Einnig hef ég fengið<br />

ábendingu er varðar samræmd könnunarpróf, sem lögð eru fyrir 4. og 7. bekk.<br />

Skemmst er að minnast ábendingar er barst mér frá grunnskólanemanda þar sem<br />

gerð var athugasemd við það, að starfandi kennarar í 10. bekk skyldu taka þátt í því<br />

að semja samræmd próf, en af því tilefni sendi ég yður álitsgerð og óskaði eftir að<br />

gerðar yrðu breytingar á þessu fyrirkomulagi, sem þér féllust á. Þá vil ég í þessu<br />

sambandi nefna, að á undanförnum árum hafa fjölmargir, bæði skólamenn og aðrir,<br />

séð ástæðu til þess að fjalla um samræmdu prófin í blaðagreinum, þar sem bent hefur<br />

verið á ýmis atriði sem betur mættu fara við undirbúning og framkvæmd þeirra.<br />

Sé litið til bæði fjölda og efnisatriða þeirra ábendinga sem mér hafa borist og varða<br />

samræmd próf með einum eða öðrum hætti, sýnist mér orðið nokkuð ljóst að taka<br />

þurfi mál þessi – og þá ekki síst þátt Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála<br />

– til gagngerðrar endurskoðunar. Sem umboðsmaður þeirra barna sem árlega<br />

þreyta samræmd próf hlýt ég að gera þá kröfu, fyrir þeirra hönd, að farið verði<br />

rækilega yfir alla þá þætti sem lúta að undirbúningi og framkvæmd prófanna, til<br />

þess að koma megi í veg fyrir mistök sem fyrst og fremst bitna á þeim er síst skyldi,<br />

það er nemendum. Ég vil því fara þess á leit við yður, herra menntamálaráðherra,<br />

að þér takið þessi tilmæli mín til alvarlegrar athugunar.<br />

Eftirfarandi svarbréf, dagsett 24. september 1997, barst mér frá menntamálaráðherra:<br />

„Menntamálaráðuneytinu hefur borist bréf yðar dags. 1. september s.l. varðandi<br />

undirbúning og framkvæmd samræmdra prófa í grunnskólum. Þar kemur fram að<br />

yður hafi borist margar ábendingar er varða undirbúning og framkvæmd hinna<br />

samræmdu prófa sem lögð eru fyrir 10. bekk í grunnskólum landsins. Ekki kemur<br />

fram í bréfi yðar hvers eðlis þessar athugasemdir eru. Teljið þér að taka þurfi mál<br />

þessi og þá ekki síst þátt Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála til gagn-<br />

Menntamálaráðuneytið tekur undir með yður, að alvarlegt sé, ef slík mistök verða<br />

við framkvæmd samræmdra prófa, að þau bitni á nemendum með ósanngjörnum<br />

hætti. Hefur ráðuneytið ætíð brugðist skjótt við ef aðfinnslur um framkvæmd<br />

samræmdra prófa hafa borist til þess.<br />

Svo sem yður er kunnugt setti menntamálaráðuneytið hinn 20. september 1996 reglugerð<br />

nr. 516/1996 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra prófa í grunnskólanum.<br />

Við samningu reglugerðarinnar var m.a. höfð hliðsjón af álitsgerð yðar varðandi<br />

gerð og framkvæmd samræmdra prófa í 10. bekk grunnskóla dags. 11. ágúst<br />

1995, sbr. bréf ráðuneytisins til yðar dags. 18. október 1995. Er drög að reglugerðinni<br />

lágu fyrir var óskað umsagnar yðar um þau og barst hún ráðuneytinu dags. 27. ágúst<br />

1996 og var tekið mið af efni hennar við lokafrágang reglugerðarinnar.<br />

Samkvæmt framangreindri reglugerð skal Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála<br />

eða öðrum aðila falin framkvæmd samræmdra prófa með sérstökum samningi.<br />

Hefur verið gengið efnislega frá slíkum samningi sbr. hjálagt yður til fróðleiks.<br />

Telur ráðuneytið, að með honum séu tekin af öll tvímæli um það, hvernig að<br />

framkvæmd prófanna skuli staðið.<br />

Af hálfu ráðuneytisins er lögð rík áhersla á að skýrar reglur séu um alla framkvæmd<br />

samræmdra prófa til þess að tryggja svo sem kostur er áreiðanleika prófanna og að<br />

nemendur njóti hlutlægs og sanngjarns mats á prófúrlausnum sínum. Með því móti<br />

er best tryggt að réttmæti samræmdra prófa verði ekki dregin í efa.<br />

Menntamálaráðuneytið vinnur nú að endurskoðun á aðalnámskrá grunnskólans og<br />

verður rætt um stefnumörkun vegna samræmdra prófa í því starfi.<br />

Ráðuneytið hefur brugðist við öllum ábendingum yðar varðandi samræmd próf en<br />

er ekki í stakk búið til að svara erindi yðar frá 1. september 1997 með öðrum hætti<br />

en hér er gert, þar sem það er of almennt orðað til þess að af því verði ráðið, hvað<br />

þér viljið að fari betur við framkvæmd samræmdra prófa.“<br />

Ég taldi ekki ástæðu til þess að svo komnu máli að eiga frekari bréfaskipti við<br />

ráðherra vegna þessa máls. Nokkru síðar barst mér boðsbréf um að sitja lokað<br />

BLS<br />

39<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!