29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BLS<br />

94<br />

reglustjóra og innti þá m.a. eftir áliti þeirra á því hvort ástæða væri til að breyta<br />

aldursmörkum við afhendingu nafnskírteina. Meginniðurstaðan varð sú að breyta<br />

bæri aldursmörkunum og færa þau niður í 12 ár. Vegna þessa ritaði ég svohljóðandi<br />

bréf til forsætisráðherra, dagsett 27. janúar 1997:<br />

Eins og kunnugt er þá gefur Hagstofa Íslands fyrir hönd þjóðskrárinnar út nafnskírteini<br />

til allra einstaklinga, sem skráðir eru hér á landi, á því almanaksári er þeir<br />

fylla 14 ára aldur.<br />

Sú venja hefur skapast hin síðari ár að Hagstofan sendir nafnskírteini þessi til allra<br />

lögreglustjóra í febrúarmánuði ár hvert. Hver sá, sem skírteini er gert fyrir, skal<br />

gefa sig fram í skrifstofu lögreglustjóra eða hreppstjóra í því umdæmi, þar sem hann<br />

er á íbúaskrá til þess að fá skírteinið afhent, sbr. lokamálsgrein 1. gr. laga um<br />

útgáfu og notkun nafnskírteina, nr. 25/1965, með síðari breytingum.<br />

Með bréfi, dagsettu 21. september 1995, fór ég þess á leit við alla lögreglustjóra á<br />

landinu að þeir greindu mér frá því hvernig framkvæmd á þessu lagaákvæði hefði<br />

tekist að þeirra mati og hvort ef til vill væri nauðsynlegt að gera einhverjar<br />

breytingar á þeirri framkvæmd þannig að betur væri tryggt að öll 14 ára börn fengju<br />

í hendur sitt nafnskírteini. Þá spurði ég einnig, hvort um væri að ræða einhverja<br />

samvinnu í þessum efnum milli lögreglustjóra og skólayfirvalda í umdæminu.<br />

við 12 ára aldur í stað 14 ára aldurs, m.a. til að auðvelda eftirlitsskyldur lögreglu<br />

með framkvæmd laga um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum, nr.<br />

47/1995, sem og ákvæðum laga um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992 með<br />

síðari breytingum. Þá er ýmis gjaldtaka hins opinbera og miðuð við þennan aldur<br />

barna.<br />

Með vísan til framanritaðs vil ég hér með leyfa mér að beina þeirri tillögu til yðar,<br />

herra forsætisráðherra, að við endurskoðun laga um útgáfu og notkun nafnskírteina,<br />

nr. 25/1965, með síðari breytingum, verði ákvæðum 1. gr. þeirra breytt til samræmis<br />

við ofangreint, þ.e. að börn fái nafnskírteini afhent á því almanaksári er þau verða<br />

12 ára gömul. Jafnframt tel ég mikilvægt að í endurskoðuðum lögum verði að finna<br />

ákvæði, sem mælir fyrir um samvinnu lögreglustjóra og skólayfirvalda í hverju<br />

umdæmi, svo tryggt verði að nafnskírteini komist í hendur allra 12 ára barna enda<br />

mikilvægt, að mínum dómi, að þau hafi í fórum sínum slík persónuskilríki, sem sýni<br />

og sanni hver þau eru, hvar þau eiga heima og síðast en ekki síst hve gömul þau eru.<br />

Afrit af bréfi þessu sendi ég einnig til hagstofustjóra. Með bréfi dagsettu 12.<br />

nóvember 1997 ítrekaði ég erindið við hagstofustjóra. Um áramót höfðu mér engin<br />

viðbrögð borist.<br />

9.2 Börn og heimilisofbeldi<br />

BLS<br />

95<br />

Mér bárust greinargóð svör frá 24 lögreglustjórum og af svörum þeirra má draga<br />

þá almennu ályktun að lögreglustjórar telji nauðsynlegt að breyta framkvæmdinni<br />

svo að tryggt verði að sem flest börn fái í hendur sín nafnskírteini. Þetta sé<br />

nauðsynlegt m.a. vegna ákvæða í lögum og reglugerðum, er kveða á um ýmis<br />

réttindi börnum til handa, að uppfylltum tilteknum aldursmörkum. Flestir tóku og<br />

fram að mikið væri af ósóttum nafnskírteinum á skrifstofum þeirra. Í því sambandi<br />

má nefna að hjá lögreglustjóranum í Reykjavík er mjög mikill misbrestur á að<br />

nafnskírteina sé vitjað og þar er áætlað að innan við 20% þeirra séu sótt. Sama<br />

hlutfall var og nefnt á Akranesi. Í nokkrum sveitarfélögum var hins vegar um að<br />

ræða góð skil á nafnskírteinunum. Í svörum flestra kom fram að lögreglustjórar telja<br />

markvissa samvinnu við skólana brýna í þessu sambandi.<br />

Í fyrrnefndu bréfi mínu til lögreglustjóranna spurði ég þá einnig um, hvort þeir<br />

teldu ástæðu til þess að breyta ákvæðum 1. gr. laga um útgáfu og notkun nafnskírteina,<br />

nr. 25/1965, á þann veg að miða frekar við það að einstaklingur fái í<br />

hendur nafnskírteini 12 ára að aldri í stað 14 ára eins og nú er. Megin niðurstaðan<br />

í svörum lögreglustjóranna við þessari fyrirspurn minni var sú að rétt væri að miða<br />

Dómsmálaráðherra lagði fyrir Alþingi skýrslu um orsakir, umfang og afleiðingar<br />

heimilisofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum. Skýrsla þessi barst mér<br />

í hendur og saknaði ég þess hversu lítið var í raun fjallað um þessi mál eins og þau<br />

snúa að börnunum. Þar sem mér lék hugur á að fá nánari vitneskju um hlutskipti<br />

barnanna þegar heimilisofbeldið er annars vegar ritaði ég svohljóðandi bréf, dagsett<br />

19. júní 1997, til yfirlæknis á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur, yfirlæknis<br />

barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur og yfirlæknis á Barnaspítala Hringsins:<br />

Á síðustu árum hefur umræða um heimilis- og fjölskylduofbeldi farið vaxandi á<br />

alþjóðavettvangi. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að meta umfang þess og eðli.<br />

Í febrúar 1997 kom út skýrsla dómsmálaráðherra um orsakir, umfang og afleiðingar<br />

heimilisofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum. Enda þótt titill skýrslunnar<br />

gefi ef til vill annað til kynna er staðreyndin þó sú að þar er sáralítið fjallað<br />

um börn.<br />

Af þessu tilefni, og með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann<br />

barna, fer ég þess hér með á leit að þér látið mér í té, ef þess er nokkur kostur, skrá<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!