29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

BLS<br />

118<br />

Lög um meðferð opinberra mála nr. 19/1991<br />

1. Skýrslutaka dómara af barni utan réttar<br />

Í Danmörku, Svíþjóð og Noregi er reynt að haga framkvæmd við yfirheyrslu barns,<br />

sem þolanda kynferðisbrots með þeim hætti að það þurfi ekki að koma fyrir dóm við<br />

aðalmeðferð máls og gefa skýrslu.<br />

Ég tel afar brýnt að hér á landi verði tekið upp í lög um meðferð opinberra mála<br />

ákvæði, er mæli fyrir um skýrslutöku dómara utan réttar yfir barni, sem orðið hefur<br />

fyrir kynferðislegri misnotkun. Þannig verði börn vernduð gegn endurteknum<br />

yfirheyrslum ólíkra aðila jafnframt því sem rannsóknarhagsmunir verði tryggðir.<br />

Tillaga mín er sú að meginreglan samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála<br />

verði sú að lögregla skuli ávallt leita til dómara með beiðni um yfirheyrslu þegar<br />

grunur leikur á að barn hafi verið beitt kynferðislegri misnotkun. Dómara ber að<br />

stjórna skýrslutökunni, en hefur heimild til að fela framkvæmd hennar að öðru leyti<br />

í hendur sérfræðingi. Tilkynna ber sakborningi eða lögmanni hans um skýrslutökuna<br />

og gefa verjanda kost á að vera viðstaddur yfirheyrsluna.<br />

Jafnframt geri ég þá tillögu að samkvæmt nefndu lagaákvæði verði heimilt að mæla<br />

nánar fyrir um það í reglugerð hvernig skuli staðið að skýrslutöku yfir barni.<br />

Í reglugerðinni mætti m.a. kveða á um að skýrslutakan fari fram eins fljótt, og á eins<br />

óformlegan hátt, og unnt er. Skýrslutakan fari fram í sérstöku herbergi, þannig<br />

útbúnu að barni, sem ætlað er að yfirheyra, líði þar eins vel og kostur er. Í þessu<br />

herbergi verði til staðar myndbands- og hljóðbandsupptökutæki, gegnsær spegill,<br />

leikföng o.fl. Sem fæstir verði viðstaddir hana; dómari, sérfræðingur (s.s. geðlæknir,<br />

sálfræðingur eða lögreglumaður eða –kona), fulltrúi barnaverndarnefndar,<br />

verjandi sakbornings, fulltrúi ákæruvalds og eftir atvikum löglærður talsmaður<br />

barnsins og/eða foreldri þess.<br />

Í 1. mgr. 15. gr. laga um meðferð opinberra mála er að finna heimild til að hljóðrita<br />

framburð vitnis eða taka upp á myndband. Engri samræmdri framkvæmd er fyrir að<br />

fara í þessu efni og er það undir ákvörðun einstakra dómara komið hvernig henni er<br />

háttað. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að dómarar framkvæmi skýrslutökuna<br />

hver á sinn hátt án þess að samræmi sé í málum af sama toga. Brýnt er að slík<br />

ákvæði sé að finna í reglugerð.<br />

Mikilvægt er í þessu sambandi, að til staðar verði við alla héraðsdómstóla landsins<br />

sérstök aðstaða, þar sem unnt verði að yfirheyra börn í vingjarnlegu og eðlilegu<br />

umhverfi.<br />

2. Talsmaður brotaþola<br />

Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á barn, sem þolandi kynferðisbrots, lögmæltan rétt<br />

til að fá löglærðan talsmann. Hann hefur það hlutverk að aðstoða barnið á öllum<br />

stigum málsins og gæta hagsmuna þess í hvívetna m.a. með því að setja fram<br />

bótakröfur. Hér á landi eiga börn ekki þennan sjálfsagða rétt.<br />

Tillaga mín er sú að í lögum um meðferð opinberra mála verði kveðið á um rétt<br />

barna, sem þolenda kynferðisbrota, til að fá aðstoð lögmanns til að gæta hagsmuna<br />

sinna strax á rannsóknarstigi, og að kostnaður vegna þessa greiðist úr ríkissjóði.<br />

Hlutverk talsmanns verði nánar skilgreint í lögum eða reglugerð.<br />

Sjá nánar III. hluta skýrslunnar.<br />

Ákvæði 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993<br />

Þolendur kynferðisbrota eiga rétt til miskabóta á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga.<br />

Fyrir liggur að ekki eru til staðlaðar reglur um ákvörðun bótafjárhæðar miskabóta<br />

samkvæmt nefndri lagagrein heldur fer ákvörðun bótafjárhæðar eftir mati dómstóla<br />

hverju sinni.<br />

Í álitsgerð þeirri, er ég sendi yður með bréfi, dagsettu 16. janúar 1997, kemur fram<br />

sú ótvíræða skoðun mín að nauðsyn beri til að breyta ákvæði 26. gr. skaðabótalaganna<br />

á þann veg, að inn í texta þeirra laga verði tekið ákvæði, sem tilgreini þau<br />

atriði, er sérstök áhrif skulu hafa við ákvörðun bótafjárhæðar, samkvæmt nefndri<br />

lagagrein, í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Í álitsgerð minni eru nefnd atriði,<br />

sem almennt eru til þess fallin að hafa áhrif á hversu alvarlegar afleiðingar brot<br />

hefur fyrir brotaþola, svo sem eðli verknaðarins, hversu lengi misnotkun hefur<br />

varað og ekki síst hvort um sé að ræða misnotkun ættartengsla eða trúnaðartengsla.<br />

Þessi áskorun mín og tillaga er hér með ítrekuð.<br />

Lög nr. 69/1995 um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota<br />

Í III. kafla þessara laga eru tilgreind þau skilyrði sem bótagreiðsla ríkisins er háð<br />

og fjárhæð bóta. Samkvæmt ákvæðum laganna er það skilyrði fyrir greiðslu bóta að<br />

brot, sem tjón taki til, hafi án ástæðulauss dráttar verið kært til lögreglu og að<br />

BLS<br />

119<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!