29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BLS<br />

150<br />

Í 3. gr. Barnasáttmálans er að finna eina af grundvallarreglum hans, þar sem fram<br />

kemur að í öllum málum, er varða börn, skuli hagsmunir barnsins sjálfs og það sem<br />

því er fyrir bestu ætíð haft að leiðarljósi.<br />

Það eru þó einkum tvö ákvæði sáttmálans sem ég vil vekja sérstaka athygli ykkar á<br />

hér í dag. Í fyrsta lagi er það ákvæði 31. gr. þar sem kveðið er á um rétt barns til<br />

hvíldar og tómstunda, til að stunda leiki og skemmtanir sem hæfa aldri þess, og til<br />

frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Og í öðru lagi er það ákvæði 24. gr.<br />

sáttmálans þar sem sú ábyrgð er lögð á herðar aðildarríkjum, þar með talið íslenska<br />

ríkinu, að sjá svo um að allir einkum þó börn og foreldrar séu velupplýst um<br />

ýmislegt í sambandi við almennt öryggi barna, þar á meðal slysavarnir. Þar að auki<br />

ber aðildarríkjum að bjóða upp á fræðslu í þessum efnum og nauðsynlega aðstoð við<br />

að færa sér hana í nyt að fenginni fræðslu. Þetta ákvæði undirstrikar mikla ábyrgð<br />

hinna ýmsu stofnana samfélagsins á sviði slysavarna.<br />

Í hnotskurn má segja að tilvitnuð ákvæði sáttmálans feli í sér eftirfarandi<br />

fullyrðingu:<br />

Öll börn eiga rétt á að leika sér í góðu og öruggu umhverfi<br />

Leikþörf barna<br />

Segja má að leikþörfin sé ein af grundvallarþörfum barnsins, öll börn verða að fá<br />

útrás fyrir þessa þörf, og gildir þá einu hvort þau búa við auð og allsnægtir eða<br />

fátækt og örbirgð. Leikurinn er barninu lífsnauðsynlegur til þess að þroskast og<br />

dafna, til þess að læra á lífið og tilveruna og til þess að verða að manneskju í mannlegu<br />

samfélagi. En það er hins vegar staðreynd að það umhverfi sem mætir barninu<br />

er gjarnan umhverfi hinna fullorðnu, það er í ríkum mæli miðað við forsendur fullorðinna.<br />

Þegar nánasta umhverfi okkar er skipulagt höfum við hin fullorðnu því<br />

miður tilhneigingu til þess að gleyma sjónarhorni barnsins.<br />

Að fá að leika sér í góðu og öruggu umhverfi er þó hluti af grundvallarmannréttindum<br />

allra barna eins og áðurgreind ákvæði BSSÞ mæla fyrir um og íslenska ríkið er<br />

skuldbundið til að virða.<br />

Verkefni sveitarstjórna varðandi slysavarnir<br />

Eitt af mörgum mikilvægum verkefnum sveitarstjórna er að sjá um slysavarnir í<br />

sveitarfélögum, m.a. í formi fræðslu til barna og foreldra svo og annarra er starfa<br />

með börnum, en ekki síður í úrbótum, þar sem þeirra er talin þörf til að tryggja betra<br />

og öruggara umhverfi fyrir íbúa sveitarfélagsins. Það ætti að vera metnaður hverrar<br />

sveitarstjórnar að búa sem best að öryggi sinna yngstu borgara.<br />

Á vegum nokkurra sveitarfélaga og í samvinnu við Slysavarnafélagið hefur verið<br />

unnið að verkefni sem nefnt hefur verið „Vörn fyrir börn“, „Gerum bæinn/borgina<br />

betri fyrir börnin.“ Mín skoðun er sú að hér sé um að ræða merkilegt framtak, sem<br />

fleiri sveitarfélög ættu að taka sér fyrir hendur. Það sem ég tel þó þýðingarmest er<br />

að sveitarstjórnir fylgi verkefnum sem þessum vel eftir og þá til lengri tíma litið.<br />

Samkvæmt 12. gr. BSSÞ eiga börn rétt á að segja sína skoðun í öllum málum er þau<br />

varða og taka ber réttmætt tillit til skoðana þeirra með hliðsjón af aldri barnanna og<br />

þroska. Sveitafélögin eiga að nýta sér betur reynsluheim barna – þau eiga að leita<br />

leiða til að gera þau að virkari þátttakendum þegar verið er að fjalla um málefni er<br />

þau þekkja af eigin raun – betur en við hin fullorðnu. Hvað vitum við um slysagildrur<br />

á leið barnanna okkar í skólann. Spyrjum heldur börnin!<br />

Í Noregi hefur sú leið verið farin í kjölfar fullgildingar BSSÞ þar í landi (sbr. sérstaklega<br />

24. gr.) að skylda allar sveitarstjórnir til að tilnefna sérstakan fulltrúa barna<br />

í byggingar- og skipulagsnefndir og er honum ætlað það hlutverk að standa vörð um<br />

hagsmuni barna þegar fjallað er um og teknar ákvarðanir í byggingar- og skipulagsmálum<br />

sveitarfélaga.<br />

Skyldur ríkisvaldsins<br />

Eins og fram kom í máli mínu hér áðan þá kveður BSSÞ ekki einungis á um skyldur<br />

sveitarfélaga til að búa börnum öruggt umhverfi, þar á meðal leikumhverfi, heldur<br />

hvílir rík ábyrgð á ríkisvaldinu í þessum efnum.<br />

Eftir því sem ráðið verður af upplýsingum frá slysadeildum, heilsugæslustöðvum og<br />

sjúkrahúsum þurfa 20–22 þúsund börn árlega á heilbrigðisþjónustu að halda eftir að<br />

hafa hlotið áverka af einhverju tagi.<br />

Þetta þýðir með öðrum orðum að fjórða hvert barn á Íslandi þarf á aðstoð að halda<br />

ár hvert af orsökum slysa.<br />

Þegar ég tók við embætti umboðsmanns barna fyrir nálega 2 1/2 ári ákvað ég fljótlega<br />

að beita mér sérstaklega fyrir eflingu slysavarna og bættu öryggi barna almennt<br />

séð. Meðal annars hef ég í þessu skyni átt samstarf við barnaslysafulltrúa Slysavarnafélagsins,<br />

sem með mikilli elju hefur komið ýmsu góðu til leiðar varðandi<br />

slysavarnir barna á síðustu árum.<br />

Við nánari skoðun mína á öryggismálum barna hef ég m.a. orðið þess áþreifanlega<br />

vör að skráning á barnaslysum er engan veginn með viðunandi hætti hér á landi. Ég<br />

er hins vegar þeirrar skoðunar að kerfisbundin og samræmd slysaskráning, sem nær<br />

BLS<br />

151<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!