29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ég leyfi mér að rifja upp ummæli yðar í utandagskrárumræðu um einelti í skólum,<br />

sem fram fór í Alþingi hinn 14. nóvember 1996, þar sem þér lýsið yður reiðubúinn<br />

til þess að leggja embætti umboðsmanns barna lið í vinnunni gegn einelti í skólum.<br />

Af þessu tilefni, og í ljósi þess sem að framan greinir, óska ég hér með eftir samvinnu<br />

við yður um að afla upplýsinga frá öllum skólastjórum landsins um eftirfarandi<br />

tvö meginatriði:<br />

* Hvernig er tekið á einelti í skólanum?<br />

þjóðanna um réttindi barnsins. 3. Skólinn sem vinnustaður nemenda, vinnuaðstæður<br />

og vinnuskilyrði nemenda. Stjórnendur könnunarinnar ákváðu síðan að<br />

leggja áherslu á að kanna fyrsta atriðið, þ.e. umfang eineltis, og var a.m.k. tveimur<br />

spurningum í könnuninni einkum ætlað að varpa ljósi á þetta atriði. Eftir því sem<br />

ég kemst næst hefur umfang eineltis á Íslandi ekki verið kannað áður í svo<br />

fjölmennum hópi barna og ungmenna, en könnun þessi á högum íslenskra ungmenna<br />

mun að þessu sinni hafa verið lögð fyrir nemendur 9. og 10. bekkja í öllum grunnskólum<br />

landsins.<br />

BLS<br />

44<br />

* Hvaða aðferðir telja menn vænlegastar til árangurs þegar einelti er annars<br />

vegar?<br />

Ég tel mjög mikilvægt að svör við þessum spurningum liggi fyrir áður en hafist<br />

verður handa við að skipuleggja vinnu gegn einelti. Ég geri það jafnframt að tillögu<br />

minni að sent verði bréf til allra skólastjóra undirritað af menntamálaráðherra og<br />

umboðsmanni barna, en meðfylgjandi eru drög að slíku bréfi. Ég er að sjálfsögðu<br />

reiðubúin til að eiga fund með yður og ræða framkvæmd þessarar könnunar nánar,<br />

og einnig til þess að ræða hvort, og þá hvernig megi koma á frekara samstarfi milli<br />

embættis míns og menntamálaráðuneytisins um vinnu gegn einelti í skólum.<br />

Í upphafi þessa starfsárs ákvað ég að taka til sérstakrar umfjöllunar einelti í grunnskólum<br />

enda hafa mér borist mjög margar ábendingar. Á undanförnum mánuðum<br />

hef ég því átt fundi með fjölmörgum aðilum, sem koma að málefnum barna og ungmenna<br />

með einum eða öðrum hætti, en margir þeirra hafa hugleitt þessi mál mjög<br />

gaumgæfilega og látið þau sig varða. Tilgangur þessara funda hefur verið að fá<br />

fram sem flest sjónarmið varðandi einelti, þar á meðal að leita eftir hugmyndum um<br />

hvað þurfi að gera til þess að komast að rót vandans þannig að unnt sé að þróa<br />

aðferðir til þess að vinna gegn honum. Á þessum fundum hefur margt athyglisvert<br />

komið fram sem nýtast mun í umfjöllun minni um þetta alvarlega vandamál, sem<br />

eineltið er.<br />

BLS<br />

45<br />

Ég átti síðan fund með fulltrúum menntamálaráðherra þar sem efnisatriði bréfs mín<br />

voru rædd, en niðurstaða þess fundar varð sú, að fela embættismönnum ráðuneytisins<br />

að vinna málið frekar og semja spurningalista sem síðan yrði sendur skólastjórum.<br />

Hins vegar hefur komið í ljós að sárlega skortir upplýsingar um raunverulegt<br />

umfang eineltis hérlendis og samband þess við ýmsa aðra þætti er lúta að félagslegum<br />

tengslum barna og ungmenna, og geðheilsu þeirra almennt séð.<br />

Síðar á árinu sendi ég forstöðumanni Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála<br />

bréf, dagsett 4. september 1997, þar sem ég vísaði til aðildar embættisins að undirbúningshópi<br />

vegna könnunarinnar „Ungt fólk ´97“. Í bréfi mínu segir svo:<br />

Vísað er til bréfs Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála (RUM), dagsett 5.<br />

júlí 1996, þar sem óskað er eftir tilnefningu minni í vinnuhóp vegna könnunarinnar<br />

„Ungt fólk ´97“. Í svarbréfi mínu, dagsettu 21. ágúst 1996, tilnefndi ég Ragnheiði<br />

Harðardóttur sem fulltrúa minn í hópnum.<br />

Af hálfu RUM var m.a. óskað eftir því við vinnuhópinn að hann gerði tillögur um<br />

hvaða þætti væri brýnast að kanna að þessu sinni. Á fundi umrædds vinnuhóps, sem<br />

haldinn var hjá RUM, hinn 13. febrúar 1997, var meðfylgjandi minnisblað lagt fram<br />

af hálfu umboðsmanns barna. Í minnisblaðinu er lögð sérstök áhersla á að könnuð<br />

verði eftirtalin atriði: 1. Umfang eineltis á öllum athafnasviðum barna og unglinga.<br />

2. Þátttaka barna og unglinga í ákvarðanatöku, sbr. 12. gr. samnings Sameinuðu<br />

Ég vil því með bréfi þessu, og með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga um umboðsmann<br />

barna, fara þess á leit við Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála að mér verði<br />

afhentar niðurstöður í könnuninni „Ungt fólk ´97“, það er niðurstöður varðandi<br />

umfang eineltis og tengsl þess við ýmis önnur atriði, er spurt var um, og varpað<br />

gætu ljósi á orsakir og afleiðingar þess. Óskað er eftir að niðurstöður þessar berist<br />

mér eins fljótt og auðið er.<br />

Svarbréf forstöðumanns Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, dagsett 24.<br />

október 1997, hljóðar svo:<br />

„Vísað er til bréfs yðar dags. 4. september 1997, þar sem þér farið þess á leit, með<br />

vísan til 1. mgr. 5. gr. laga um umboðsmann barna, að yður verði afhentar niðurstöður<br />

úr könnuninni Ungt fólk ´97 um einelti og tengsl þess við þá þætti sem gætu<br />

varpað ljósi á orsakir og afleiðingar þess. Af þessu tilefni skal eftirfarandi tekið<br />

fram.<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!