29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BLS<br />

78<br />

Helstu þættir verkefnsins eru að:<br />

a. fylgjast með samræmdri skráningu á barnaslysum, úrvinnslu þeirra upplýsinga<br />

og útgáfu á slysatölum<br />

b. veita opinberum aðilum ráðgjöf um slysavarnir og öryggi barna í umhverfi<br />

þeirra<br />

c. annast fræðslu- og upplýsingagjöf til einstaklinga um slysavarnir og öryggi<br />

barna almennt séð, svo sem með útgáfu á fræðsluefni ýmiss konar<br />

d. hafa til sýnis búnað, sem stuðlar að bættu öryggi barna í umhverfi þeirra.<br />

C. Verkefnisstjóri – verkefnisstjórn.<br />

Verkefninu stjórnar sérstök stjórn, sem skipa fulltrúi barnadeildar Sjúkrahúss<br />

Reykjavíkur, fulltrúi slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur og fulltrúi heilbrigðisráðherra,<br />

sem jafnframt skal vera formaður stjórnar.<br />

Stjórnin vinnur að mótun heildarstefnu í slysavörnum barna til næstu þriggja ára og<br />

setur verkefninu skýr markmið. Stjórnin ræður jafnframt verkefnisstjóra til þriggja<br />

ára, sem annast daglegan rekstur. Stjórnin heldur fasta fundi með verkefnisstjóra<br />

mánaðarlega og oftar telji hann þess þörf.<br />

D. Samstarfsaðilar – tengiliðir.<br />

Lögð skal áhersla á víðtækt samstarf og samráð allra þeirra, sem vinna að slysavörnum<br />

í þágu barna.<br />

Stjórnin skal óska eftir að eftirtaldar stofnanir og félög tilnefni sérstakan fulltrúa<br />

sinn, tengilið, til að vera í samstarfi vegna þessa verkefnis:<br />

Slysavarnaráð, Félag íslenskra barnalækna, Umboðsmaður barna, Samband<br />

íslenskra sveitarfélaga, Hollustuvernd ríkisins, Vinnueftirlit ríkisins, Skipulag<br />

ríkisins, Neytendasamtökin, Löggildingarstofan, Staðlaráð Íslands, Íþróttasamband<br />

Íslands, Umferðarráð…<br />

E. Þátttaka félaga/félagasamtaka-sjálfboðaliða.<br />

Stefnt skal að því að fá félög og samtök til liðs við tilraunaverkefni þetta svo sem<br />

með frjálsum framlögum eða á annan hátt.<br />

skipa: Ólafur Gísli Jónsson, barnalæknir, Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur og<br />

núv. barnaslysafulltrúi, Sævar Halldórsson, barnalæknir, Brynjólfur Mogensen,<br />

yfirlæknir á slysadeild SR, fulltrúi (framkvæmda)stjórnar SR?, svo og fulltrúi<br />

heilbrigðisráðherra.<br />

Endanleg framkvæmdaáætlun liggi fyrir eigi síðar en 1. október 1997 en verkefnisstjóri<br />

skal ráðinn frá 1. desember 1997. Áður en tilraunaverkefninu lýkur, hinn<br />

30. nóvember árið 2000, skulu fengnir óháðir og óvilhallir aðilar til að meta árangur<br />

þessarar tilraunar og hvort forsendur séu til þess að halda verkinu áfram.<br />

Um áramót höfðu mér enn ekki borist viðbrögð ráðherra við framangreindri tillögu að<br />

tilraunaverkefni, þótt liðnir væru meira en fimm mánuðir frá því að bréf mitt var sent.<br />

8.2 Öryggisreglur í íþróttamannvirkjum, þ.á m. á sundstöðum<br />

Í skýrslu minni fyrir árið 1996 (sjá S<strong>UB</strong>:1996, kafli 8.2, sbr. einnig S<strong>UB</strong>:1995, kafli<br />

11.2) greindi ég frá þeirri vinnu er fram hafði farið af hálfu embættisins til þess að<br />

þrýsta á um að öryggismálum á sundstöðum yrði fenginn traustari lagagrundvöllur.<br />

Forsögu þessa máls má rekja til þess að í júní 1994 gáfu menntamálaráðuneytið og<br />

Samband íslenskra sveitarfélaga út reglur um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar.<br />

Samkvæmt ósk minni kannaði Samband íslenskra sveitarfélaga árið 1995<br />

hvernig öryggismálum á sundstöðum og við kennslulaugar væri háttað í þeim sveitarfélögum<br />

þar sem voru sundstaðir. Í ljós kom að einungis 24 sveitarfélög af tæplega<br />

100 reyndust hafa samþykkt fyrrgreindar reglur með óyggjandi hætti. Niðurstöður<br />

þessar kynnti ég menntamálaráðherra í bréfi og beindi því jafnframt til hans að hann<br />

léti kanna hvort ekki væri unnt að setja í lög, heimild til að setja reglur um öryggi<br />

sundgesta. Þar sem ég hafði engar fregnir haft af því hvað máli þessu liði hjá menntamálaráðherra<br />

ritaði ég honum svohljóðandi bréf, dagsett 23. september 1997:<br />

Vísað er til bréfs míns, dagsett 22. maí 1996, til yðar og ennfremur svarbréfs yðar til<br />

mín, dagsett 27. júní 1996, varðandi öryggi og samræmdar starfsreglur á sundstöðum.<br />

BLS<br />

79<br />

Stefnt skal að því að fá sjálfboðaliða (t.d. frá Rauða krossinum, Jafningjafræðslunni,<br />

Félagi íslenskra skáta) til að vinna í þágu verkefnisins, almennt eða að einstökum<br />

þáttum verkefnisins.<br />

F. Undirbúningshópur fyrir tilraunaverkefnið:<br />

Eflum forvarnir – fækkum slysum á börnum<br />

Til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd skal stofna undirbúningshóp. Þennan hóp<br />

Í svarbréfi yðar kemur fram, að nefnd sú er ráðuneytið skipaði 13. janúar 1993, til<br />

þess að undirbúa tillögur að reglum um öryggi og samræmdar starfsreglur á<br />

sundstöðum, hefði hafið störf að nýju og fengið það hlutverk að fjalla um endurskoðun<br />

þeirra reglna, er út voru gefnar í júní 1994 sem og um aukið öryggi í íþróttamannvirkjum<br />

almennt. Þá kom fram í nefndu bréfi að í tengslum við endurskoðun<br />

íþróttalaga verði hugað að ákvæðum sem renni öflugri lagastoð undir reglur um<br />

öryggi í íþróttamannvirkjum.<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!