29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BLS<br />

22<br />

Á ráðstefnunni var greint frá niðurstöðum samnorrænnar rannsóknar á 1800 10 ára<br />

börnum á Norðurlöndum og m.a. fjallað um hvað væri líkt og ólíkt með þeim, um<br />

félagslega færni þeirra og lífsskilyrði, ýmsa áhættuþætti í umhverfi þeirra og hvaða<br />

börn fylltu hina svokölluðu áhættuhópa með tilliti til ýmissa félagslegra og<br />

einstaklingsbundinna vandamála. Einnig var rætt um þá þýðingu sem niðurstöður<br />

rannsóknarinnar gætu haft fyrir stefnu stjórnvalda á Norðurlöndum í málefnum<br />

barna og fjölskyldna.<br />

2.1. Alþjóðleg ráðstefna í Þrándheimi um börn í borgum<br />

Dagana 9.-12. júní sótti ég alþjóðlega ráðstefnu í Þrándheimi um uppvaxtarskilyrði<br />

barna í borgum. Ráðstefnan, sem haldin var í byggingum Háskólans í Þrándheimi,<br />

var afar umfangsmikil og fyrirkomulag hennar með þeim hætti að hver þátttakandi<br />

skipulagði eigin dagskrá. Meðal þess sem ég tók þátt í var dagskrá þar sem fjallað<br />

var um vinnu barna, einnig fylgdist ég með áhugaverðri umræðu um lífsgæði í<br />

borgum séð frá sjónarhóli barnsins. Þá var í boði sérstök dagskrá um tengslin milli<br />

líkamlegrar refsingar á börnum og ofbeldis í þjóðfélaginu, og tók ég þátt í henni.<br />

Þar var m.a. kynnt sú vinna sem farið hefur fram á vegum danska Barnaráðsins<br />

sem miðar að því að tekið verði inn í dönsk barnalög ákvæði sem bannar<br />

forsjáraðilum að beita börn sín líkamlegum refsingum. Á ráðstefnu þessari var m.a.<br />

fjallað um heilsu barna og borgarumhverfið og sótti ég athyglisverðan fyrirlestur<br />

um slysavarnir barna. Loks vil ég nefna sérstaka dagskrá sem ég fylgdist með sem<br />

var helguð beinni þátttöku barna í ákvörðunum um eigin málefni á sviði<br />

sveitarstjórnarmála.<br />

2.2. Stofnun ENOC – European Network of Ombudsmen for Children<br />

Að frumkvæði Evrópuskrifstofu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna hittust evrópskir<br />

umboðsmenn barna, og fulltrúar samtaka og stofnana sem gegna umboðshlutverki<br />

fyrir börn, á stofnfundi Evrópusamtaka umboðsmanna barna í Þrándheimi hinn 8.<br />

júní, en flestir fundarmanna sóttu einnig ráðstefnu þá sem greint er frá í kafla 2.2.<br />

Aðild að Evrópusamtökunum eiga Austurríki, Belgía, Danmörk, Finnland, Þýskaland,<br />

Ungverjaland, Ísland, Noregur, Spánn og Svíþjóð. Fyrsti formaður samtakanna<br />

var kjörinn Trond Waage, sem er umboðsmaður barna í Noregi. Meginstefnumið<br />

samtakanna er að bæta líf allra barna í Evrópu. Að þessu verður unnið með<br />

eftirfarandi hætti:<br />

✔ Með því að hvetja til þess að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé fylgt eftir til<br />

fulls þar sem því verður við komið.<br />

✔ Með því veita stuðning bæði samtökum og einstaklingum sem með störfum<br />

sínum leitast við að hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnmálamanna í málefnum<br />

barna og unglinga.<br />

✔ Með því að skiptast á upplýsingum og starfsaðferðum sem eru til þess fallnar að<br />

koma börnum til góða; þ.m.t. að gangast fyrir samanburðarransóknum á högum<br />

barna í Evrópu.<br />

✔ Með því að vera vettvangur fyrir einstök aðildarríki samtakanna þar sem hægt<br />

verður að viðra nýjar hugmyndir og sækja stuðning við ýmis mál.<br />

✔ Með því að styðja og styrkja alla þá vinnu sem miðar að því að sett verði á stofn<br />

embætti sem vinna að hagsmunamálum barna sérstaklega.<br />

✔ Með því að vinna að því sameiginlega að mótuð verði jákvæð stefna í málefnum<br />

barna og unglinga innan Evrópu.<br />

✔ Með því að hafa vakandi auga með stöðu barna almennt, og hafa gætur á þeim<br />

áhrifum sem efnahagssveiflur og breytingar á stjórnmálasviðinu geta haft á stöðu<br />

barna.<br />

Starfshættir Evrópusamtaka umboðsmanna barna eru enn í mótun og því lítil reynsla<br />

komin á raunverulegt samstarf milli aðildarríkjanna á þessu sviði. Ég hef þá trú að<br />

samtökin eigi eftir að láta margt gott af sér leiða, enda ættu þau í krafti samstöðunnar<br />

að geta fengið töluverðu áorkað til hagsbóta fyrir börn í Evrópu.<br />

2.3. Ráðstefna í Brüssel um ný úrræði í barnaverndarstarfi í Evrópu<br />

Mér barst boð um að sækja ráðstefnu sem haldin var í Brüssel 1. október og skyldi<br />

þar fjallað um ný úrræði í barnaverndarstarfi í Evrópu með sérstakri áherslu á<br />

reynsluna af starfi umboðsmanna barna. Vegna mikilla starfsanna á þessum tíma sá<br />

ég mér ekki fært að þiggja þetta boð. Að minni ósk sótti starfsmaður Sendiráðs<br />

Íslands í Brüssel þessa ráðstefnu fyrir mína hönd, og fékk ég í hendur skýrslu<br />

sendiráðsins um það markverðasta sem þar kom fram.<br />

Á ráðstefnunni kom m.a. fram að nauðsynlegt væri að rannsaka betur stöðu barna í<br />

ríkjum Evrópusambandsins, en Bretar væru komnir sýnu lengst á þessu sviði. Þar<br />

hefði nýlega verið skipaður sérstakur fjölskyldumálaráðherra og á Írlandi færi nú<br />

eitt ráðuneyti með málefni barna eingöngu. Gagnrýnt var að Evrópusambandið skuli<br />

ekki hafa staðfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en slík staðfesting myndi án<br />

efa styrkja stöðu barna í Evrópu verulega. Einnig kom fram að sambandið setur<br />

eingöngu 3 milljónir ECU (u.þ.b. 240 milljónir íslenskra króna) í verkefni tengd<br />

börnum, og voru þingmenn Evrópusambandsins hvattir til þess að auka fjárframlag<br />

til rannsókna og upplýsingaöflunar um stöðu og hagi barna.<br />

BLS<br />

23<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!