29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

sem það þykir of kostnaðarsamt, og ekki er talin þörf á því að skólabílstjóri fari á<br />

sérstakt námskeið. Þá er að sjálfsögðu misjafnt hversu akstursleið skólabíls til og frá<br />

skóla er löng, og þar með hversu langan tíma nemendur þurfa að ferðast með<br />

skólabílnum. Þess eru dæmi að nemandi sitji í skólabíl í 60 mínútur hvora leið, eða<br />

alls 2 klukkustundir á degi hverjum. Þá kemur fram í svörum sveitarfélaganna að<br />

meirihlutinn er hlynntur því að settar verði lágmarksreglur um skipulag og<br />

framkvæmd skólaaksturs.<br />

Ég taldi nauðsynlegt að kynna mér skipan skólaaksturs á hinum Norðurlöndunum og<br />

kallaði því eftir upplýsingum og gögnum frá Noregi og Svíþjóð. Ekki tókst að ljúka<br />

málinu fyrir áramót, en ég mun senda frá mér álitsgerð snemma á næsta ári.<br />

4.1. Framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 4. bekk<br />

„Forsendur að baki fyrirmælum og prófþáttum<br />

Samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk grunnskóla eru lögð fyrir í samræmi við lög<br />

um grunnskóla nr. 66/1995. Markmið með prófunum eru aðallega tvíþætt: (a) að<br />

gefa upplýsingar um að hvaða marki nemendur hafa náð grundvallarkunnáttu sem<br />

frekara nám byggir á og (b) að vera foreldrum, kennurum og skólayfirvöldum til<br />

leiðbeiningar um námsstöðu nemenda…“<br />

„Próftími.<br />

Í 4. bekk var prófinu í íslensku skipt í þrjú prófhefti en tvö í stærðfræði. Nemendur<br />

fengu 60 mínútur til að svar spurningum í fyrra prófheftinu í stærðfræði og sama<br />

tíma (60 mínútur) til að svara spurningum í tveimur prófheftum í íslensku. Nemendur<br />

fengu 60 mínútur til að svara seinna prófheftinu í stærðfræði og þriðja prófheftinu<br />

í íslensku…“<br />

BLS<br />

34<br />

Vegna athugasemda er mér bárust um framkvæmd samræmdra könnunarprófa í 4.<br />

bekk ritaði ég bréf til forstöðumanns Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála<br />

þar sem ég kynnti honum efnisatriði málsins og óskaði eftir viðbrögðum hans.<br />

Einnig fór ég fram á nánari upplýsingar um hvaða forsendur lægju að baki þeim<br />

fyrirmælum og prófþáttum sem gerðar voru sérstakar athugsemdir við í umræddri<br />

ábendingu. Vinna við mál þetta hófst árið 1996 og má lesa um upphaf þess í skýrslu<br />

minni fyrir það ár (sjá S<strong>UB</strong>:1996, bls. 44).<br />

„Nemendur í 4. bekk voru spurðir hvort tími hafi verið nægur til að leysa verkefni<br />

í samræmdu könnunarprófunum í 4. bekk. Rúmlega 90% nemendanna voru því<br />

mjög sammála eða frekar sammála að tíminn hafi verið nægur. Um 7% nemenda<br />

voru því mjög ósammála eða frekar ósammála að tími hafi verið nægur til að leysa<br />

verkefni í prófunum. Svör nemendanna gefa því til kynna að þeir hafi haft nægan<br />

tíma til að leysa verkefni í prófunum. Þó eru um 7% nemenda sem hefðu getað nýtt<br />

sér lengri próftíma í 4. bekk…“<br />

BLS<br />

35<br />

Eftir að hafa ítrekað erindi þetta bæði við Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála<br />

og síðar við menntamálaráðuneytið barst mér loks í bréfi, dagsettu 27. júní 1997,<br />

allítarleg greinargerð frá forstöðumanni stofnunarinnar. Ég hef tekið mér það leyfi að<br />

stytta greinargerðina nokkuð og kýs að birta einungis þá efnisþætti hennar sem ég tel<br />

máli skipta í þessu sambandi. Í greinargerðinni kemur m.a. eftirfarandi fram:<br />

„Í bréfi dagsettu 22. nóvember 1996 er óskað eftir viðbrögðum við eftirfarandi<br />

athugasemdum: (1) próftími þykir óhóflega langur fyrir 9 ára börn, (2) 20 mínútna<br />

hlé milli prófhluta þykir of stutt (væntanlega fyrir 9 ára börn), (3) próf í stærðfræði<br />

þykir einkum mæla færni nemenda í að læra utanað, en ekki stærðfræðiskilning<br />

(væntanlega fyrir 9 ára börn), (4) börn eru ekki vön þeirri aðferð sem var notuð við<br />

að prófa réttritun og því haldið fram að 9 ára börn séu ekki æfð í réttritun, (5)<br />

verulegar líkur eru á því að börn merki í góðri trú við fleiri en einn valkost í<br />

prófþættinum lesskilningur þar sem snar þáttur í kennslu barna á þessum aldri<br />

(væntanlega 9 ára) lúti að því að auðga og efla ímyndunarafl þeirra. Að auki er<br />

óskað eftir upplýsingum um hvaða forsendur liggja að baki þeim fyrirmælum og<br />

prófþáttum sem eru gerðar sérstakar athugasemdir við.“<br />

„Með styttri próftíma hefði hærra hlutfall nemenda haft ónógan tíma til að leysa<br />

verkefni í prófunum. Það er alltaf álitamál hversu langt á að ganga í þessu efni.<br />

Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála telur ákvörðun um lengd próftíma<br />

trausta…“<br />

„Hlé milli prófhluta.<br />

Fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk var skipt í tvo hluta með 20<br />

mínútna hvíld á milli fyrirlagna. Þetta var gert til að sætta tvö sjónarmið. Annars<br />

vegar að ofgera ekki ungum nemendum með löngu prófi í einni lotu og hins vegar<br />

að efni prófanna væri nægjanlega viðamikið þannig að gagn væri af niðurstöðunni…“<br />

„Í bréfum yðar kemur fram að yður hafi borist ábending þess efnis að 20 mínútna<br />

hlé milli prófhluta þyki of stutt. Ekki kemur fram rökstuðningur eða ástæður fyrir<br />

þessu í bréfinu. Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála telur ákvörðun um<br />

lengd hvíldartíma milli prófhluta trausta. Meirihluti skólastjóra og kennara á<br />

landinu öllu álítur að 20 mínútna hlé milli prófhluta hafi verið hæfilegt…“<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!