29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BLS<br />

32<br />

IV. Mál sem tekin voru til umfjöllunar<br />

hjá umboðsmanni barna.<br />

4. Skólamál<br />

4.0. Skólaakstur<br />

Í skýrslu minni fyrir árið 1996 geri ég grein fyrir upphafi þessa máls (sjá S<strong>UB</strong>:1996,<br />

bls. 43). Í framhaldi af svari Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn minni<br />

um gildandi reglur um skólaakstur sendi ég í byrjun árs svohljóðandi bréf til þeirra<br />

15 sveitarfélaga þaðan sem ábendingar höfðu borist varðandi skólaakstur grunnskólanemenda:<br />

Þar eð mér, sem umboðsmanni barna hafa borist fjölmargar ábendingar frá íbúum<br />

hinna ýmsu sveitarfélaga varðandi skólaakstur grunnskólabarna, ritaði ég Sam-<br />

bandi íslenskra sveitarfélaga bréf í nóvember sl., og spurðist fyrir um, hvort og þá<br />

hvaða reglur giltu um skólaasktur nemenda í grunnskólum sveitarfélaga.<br />

Í þessu sambandi má nefna að bent hefur verið á, að eftirliti með ástandi og<br />

öryggisbúnaði skólabíla væri víða ábótavant, þeir væru margir hverjir komnir til<br />

ára sinna, óþægilegir og kaldir. Algengt væri að börnin væru of mörg í hverjum<br />

skólabíl og þar af leiðandi ekki öll í bílbeltum á akstursleiðinni. Í sumum bílum<br />

væru reyndar alls engin bílbelti. Þá hafa ýmsir bent á að akstur með yngstu börnin<br />

væri oft og tíðum óhóflega langur miðað við aldur þeirra og þau þyrftu, í sumum<br />

tilvikum, einnig að bíða lengi eftir skólabílnum. Enginn fullorðinn gæslumaður væri<br />

í bílunum, fyrir utan bílstjóra og svo virtist sem litlar kröfur væru gerðar til hæfni<br />

bílstjóranna, jafnvel væru ekki allir með tilskilið ökupróf.<br />

Í svari Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem mér barst 27. nóvember sl., við fyrrgreindu<br />

bréfi mínu segir, að skólaakstur sé alfarið í höndum viðkomandi sveitarstjórna<br />

og geti því skipulag hans og framkvæmd verið ólík frá einu sveitarfélagi til<br />

annars.<br />

Af þessu tilefni óska ég eftir upplýsingum yðar um þær reglur, er gilda um skipulag<br />

og framkvæmd skólaaksturs grunnskólanemenda, þ.á m. fatlaðra nemenda, í sveitarfélaginu.<br />

Jafnframt óska ég eftir afstöðu yðar til þess, hvort ekki sé full ástæða til<br />

að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga það hlutverk að semja leiðbeiningarreglur,<br />

m.a. um ofangreind atriði, til að tryggja a.m.k. lágmarksöryggi yngstu íbúa sveitarfélagsins,<br />

hvað skólaakstur þeirra varðar.<br />

Eftir þó nokkrar ítrekanir af minni hálfu höfðu svör borist frá öllum sveitarfélögunum<br />

síðla sumars 1997. Af svarbréfum sveitarfélaganna má ráða að mjög er mismunandi<br />

hvernig staðið er að framkvæmd og fyrirkomulagi skólaaksturs. Þegar best<br />

lætur ferðast börnin í nýlegum skólabíl sem uppfyllir nútíma kröfur um öryggisbúnað,<br />

sími er í bílnum og gæslumaður með í för þegar ekið er með yngstu börnin,<br />

bílstjóri hefur öll tilskilin réttindi til þess að annast fólksflutninga og hefur auk þess<br />

sótt námskeið fyrir skólabílstjóra þar sem áhersla er m.a. lögð á fræðslu um einelti<br />

og önnur samskiptavandamál er upp kunna að koma meðal nemenda. Þess eru dæmi<br />

að skólabílstjóri sæki kennarafundi og að hann fái erindisbréf líkt og aðrir starfsmenn<br />

skólans. Skólabíllinn er færður til lögbundinnar haustskoðunar, og jafnvel<br />

oftar, ef þurfa þykir.<br />

Þegar verst lætur er skólabíllinn gamall og því ekki búinn öryggisbeltum né öðrum<br />

öryggisbúnaði, börnin eru of mörg í bílnum, enginn gæslumaður er til eftirlits þar<br />

BLS<br />

33<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!