29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Ég tel augljóst að styrkja þarf stöðu Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans<br />

innan heilbrigðisþjónustunnar með því að setja laga- og stjórnvaldsfyrirmæli um<br />

hlutverk og markmið, stjórn og skipulag þessarar deildar.<br />

Þá vil ég jafnframt leyfa mér að leggja áherslu á mikilvægi þess, sem segir í framangreindri<br />

skýrslu minni, og hvetja yður, sem yfirmann heilbrigðismála í landinu, til<br />

að beita yður fyrir því að skýr opinber heildarstefna í geðheilbrigðismálum barna<br />

og unglinga verði mótuð, og sömuleiðis að gerð verði samræmd áætlun ríkis og<br />

sveitarfélaga til nokkurra ára um það hvernig stefnumarkmiðum skuli náð, þ.e.<br />

hverra aðgerða sé þörf. Mín skoðun er sú að leggja beri ríka áherslu á víðtækt<br />

samráð fulltrúa heilbrigðis-, félagsmála- og skólakerfis við gerð slíkrar framkvæmdaáætlunar.<br />

þessara barna og ráðgjöf við foreldra þeirra. Þá var, samkvæmt þeim upplýsingum<br />

sem ég hef undir höndum, hætt að taka við fleiri einhverfum börnum til meðferðar<br />

og því borið við að deildinni væri það ógerlegt miðað við óbreytt fjárframlag til<br />

hennar.<br />

Af þessu tilefni óska ég eftir greinargerð frá ráðuneyti yðar um hina raunverulegu<br />

stöðu þessara mála. Sé það rétt, sem fram kemur í ábendingunni, að einhverf börn<br />

fái lakari þjónustu nú en fyrir mars 1996, óska ég eftir áliti yðar á því, og einnig<br />

hvort þér áformið að beita yður fyrir því að mál þessi verði færð til betri vegar.<br />

Þar sem ekki bárust nein svör frá félagsmálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra<br />

ítrekaði ég erindi mitt með bréfi dagsettu 30. maí 1997.<br />

BLS<br />

88<br />

Ég, sem umboðsmaður barna, lýsi mig reiðubúna til að ræða þetta, mjög svo brýna<br />

mál, nánar við yður, við fyrsta tækifæri, ef það mætti verða til þess að vinna við<br />

stefnumótun og, aðgerðir í kjölfar hennar, gæti hafist sem allra fyrst. Jafnframt<br />

ítreka ég þá skoðun mína að nauðsynlegt er að samhæfa vinnu allra þeirra, sem<br />

sinna eiga geðheilsu barna og unglinga, þar eð vandamál þeirra eiga sér margvíslegan<br />

uppruna. Nauðsyn ber því til að taka upp þverfaglegt samstarf þeirra ráðuneyta,<br />

sem að þessum málum koma á einn eða annan hátt. Þá þurfa fulltrúar Sambands<br />

íslenskra sveitarfélaga einnig að taka þátt í fyrrnefndu samstarfi.<br />

Viðbrögð ráðherra við þessu erindi mínu höfðu ekki borist mér um áramót. Ég mun<br />

á næsta ári vinna áfram að geðheilbrigðismálum barna og mun ég beita mér fyrir því<br />

að mótuð verði opinber heildarstefna í þessum málaflokki sem og öðrum er varða<br />

börn sérstaklega.<br />

8.7 Málefni einhverfra barna<br />

Mér barst ábending er varðaði einhverf börn þar sem því var haldið fram að eftir<br />

mars 1996 hefði ófremdarástand ríkt í málefnum þeirra. Vegna þessarar ábendingar<br />

ritaði ég eftirfarandi samhljóða bréf, dagsett 8. apríl 1997, til félagsmálaráðherra og<br />

heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra:<br />

Þar sem málefni einhverfra barna falla að hluta til undir ráðuneyti yðar vil ég með<br />

bréfi þessu kynna yður ábendingu, sem mér hefur borist varðandi málefni þeirra, en<br />

því er haldið fram að þau börn sem greinast einhverf hjá Greiningar- og<br />

ráðgjafarstöð ríkisins fái í framhaldi af því afar takmarkaða þjónustu. Þar til í mars<br />

1996 mun Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hafa annast alla meðferð<br />

Svarbréf félagsmálaráðherra, dagsett 6. júní 1997, er svohljóðandi:<br />

„Vísað er til bréfs yðar til félagsmálaráðherra dags. 8. apríl 1997 varðandi málefni<br />

einhverfra barna. Af þessu tilefni vill ráðuneytið láta í té eftirfarandi upplýsingar.<br />

Eins og fram kemur í bréfi yðar hætti Barna- og unglingageðdeild Landspítalans að<br />

taka við einhverfum börnum til meðferðar á síðastliðnu ári. Vísaði deildin til laga<br />

um málefni fatlaðra og taldi að félagsmálaráðuneytinu bæri að annast þjónustu við<br />

einhverfa samkvæmt þeim lögum.<br />

Í framhaldi af skýrslu nefndar frá 15. janúar 1996 sem félagsmálaráðuneytið skipaði<br />

til að gera tillögur um framtíðarskipulag á þjónustu við einhverfa, tók félagsmálaráðherra<br />

þá ákvörðun að fela Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins að koma á fót<br />

fagteymi fyrir einhverfa.<br />

Greiningarstöðin vinnur nú að undirbúningi slíks fagteymis og tekur það til starfa<br />

bráðlega. Greiningarstöðin hefur annast greiningu og ráðgjöf vegna einhverfra og er<br />

ætlunin að efla verulega þennan þátt í starfsemi stofnunarinnar.<br />

Þá ber þess að geta að á sl. ári var tekið í notkun til bráðabirgða sambýli fyrir einhverfa<br />

í Tjaldanesi. Bygging sambýlis fyrir einhverfa er að hefjast við Vatnsenda í<br />

Kópavogi. Þar verða 6 einstaklingar til heimilis. Fé vegna stofnkostnaðar og rekstrar<br />

er fyrir hendi.<br />

Í dag eru rekin þrjú sambýli auk Tjaldaness. Þau eru í Trönuhólum 1, Hólabergi 76<br />

í Reykjavík og á Sæbraut 2 á Seltjarnarnesi. Þá er rekin vinnustofa fyrir einhverfa<br />

BLS<br />

89<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!