29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

þeirra á stofnunum eða meðferðarheimilum án þess að svipta þyrfti þau sjálfræði.<br />

Ekki væri nóg að hækka sjálfræðisaldurinn, heldur yrðu að fylgja raunhæf úrræði til<br />

hjálpar þessum hópi barna, sem væru svo illa á vegi stödd. Einnig benti ég á mikilvægi<br />

þess að huga að breytingum á annarri löggjöf í tengslum við hækkun sjálfræðisaldurs.<br />

Loks gerði ég nefndinni grein fyrir ábendingum er mér höfðu borist varðandi frelsi<br />

ófjárráða barna til að stofna bankareikning, og nota hraðbankakort og debetkort án<br />

samþykkis foreldra. Í því sambandi greindi ég frá fyrirhuguðum verklagsreglum af<br />

hálfu banka og sparisjóða (sjá einnig kafla 5.1 í þessari skýrslu).<br />

Viðauki I:<br />

Ávarp umboðsmanns barna á ráðstefnu Staðlaráðs Íslands,<br />

í Háskólabíói 23. maí 1997<br />

Um rétt barna til þess að njóta öryggis í leikumhverfi sínu.<br />

Fundarstjóri – ágætu ráðstefnugestir.<br />

Inngangur<br />

Mér er það sönn ánægja að fá, fyrir hönd umbjóðenda minna, barnanna, að ávarpa<br />

ykkur hér á þessari ráðstefnu, sem ætlað er að fjalla um afar mikilvægan rétt allra<br />

barna, þ.e. rétt þeirra til að lifa og leika sér í öruggu umhverfi.<br />

BLS<br />

148<br />

Í flestum menningarsamfélögum telst það bæði sjálfsagt og eðlilegt að standa vörð<br />

um líf og heilsu barna. Á síðustu áratugum hefur, sem betur fer í auknum mæli,<br />

verið lögð áhersla á þessi réttindi þeirra – að búa við örvandi, en um leið örugg<br />

uppvaxtarskilyrði. Aukin iðnvæðing og tækniþróun samfélaga nútímans renna<br />

einnig stoðum undir kröfuna um að þessi réttindi barnanna séu virt.<br />

Skyldur foreldra<br />

Foreldrum ber skylda til að vernda heilsu barna og búa þeim öruggt umhverfi. Það<br />

fer síðan eftir ýmsu hversu færir þeir eru til að rækja þessa skyldu. Þar geta skipt<br />

máli þættir eins og þekking foreldranna, lífsviðhorf þeirra og áhugi, en einnig ýmsir<br />

þættir af bæði félagslegum og efnahagslegum toga.<br />

Skyldur samfélagsins<br />

Samfélagið allt ber síðan ábyrgð á að börn búi við góð lífsskilyrði, þar á meðal<br />

öryggi í leikumhverfi þeirra. Samfélaginu ber einnig skylda til að sjá svo um að<br />

þessi réttindi barna séu í heiðri höfð. Ýmis lög og reglur eru til sem er ætlað að<br />

tryggja að börn njóti réttinda til þess að alast upp í örvandi og öruggu umhverfi. Lög<br />

og reglur veita þó ekki nægilegan stuðning nema þeim sé vel og markvisst fylgt eftir<br />

í framkvæmd. Framkvæmdin skiptir hér sköpum og ekki síst sá þáttur er lýtur að<br />

eftirlitinu, sem oft og tíðum er veikasti hlekkurinn hvað þetta varðar.<br />

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna – BSSÞ<br />

Síðla árs 1992 öðlaðist gildi hér á landi samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi<br />

barnsins, sem í daglegu tali er nefndur Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna (BSSÞ).<br />

BLS<br />

149<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!