29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Umboðsmenn barna frá þeim ríkjum er sóttu þessa ráðstefnu gerðu grein fyrir<br />

hlutverki og verksviði sínu og fjölluðu um þau mál sem mikilvæg þóttu í hverju ríki<br />

fyrir sig. Að því loknu hófust pallborðsumræður þar sem m.a. kom fram að í<br />

Maastricht-samningnum væru engin ákvæði um réttindi barna né samvinnu aðildarríkjanna<br />

á því sviði. Fulltrúi Evrópuráðsins í pallborðinu benti á að hjá ráðinu væri<br />

geysimikill munur á stöðu barna eftir ríkjum; þannig væri mikill munur á austur og<br />

vestur Evrópuríkjunum í þessu tilliti. Að öðru leyti báru kynferðisbrot gegn börnum<br />

og belgíska barnaníðingsmálið oft á góma í pallborðsumræðunum.<br />

2.5. Önnur erlend samskipti<br />

Auk þeirra erlendu samskipta sem greint er frá hér að framan má nefna að jafnan er<br />

nokkuð um að leitað sé til embættisins af erlendum aðilum, jafnt einstaklingum sem<br />

stofnunum, og óskað upplýsinga bæði um embættið sjálft og um stöðu íslenskra<br />

barna á ýmsum sviðum. Upplýsingar um embættið eru að sjálfsögðu góðfúslega<br />

veittar og reynt að liðsinna um hvar sé vænlegast að bera niður, hafi skrifstofan ekki<br />

tiltækar þær upplýsingar aðrar sem beðið er um hverju sinni.<br />

BLS<br />

24<br />

2.4. Fundur norrænna umboðsmanna barna í Kaupmannahöfn<br />

Hinn árlegi fundur norrænna umboðsmanna barna var að þessu sinni haldinn í<br />

Kaupmannahöfn dagana 27.–28. nóvember. Auk Íslands hafa bæði Noregur og<br />

Svíþjóð sérstakan umboðsmann barna, en Danir eru með svokallað Barnaráð, og<br />

tekur formaður þess þátt í fundum þessum. Finnar hafa til þessa ekki sent fulltrúa á<br />

fundina, enda aðstæður þar í landi með nokkuð öðru sniði þar sem hin óopinbera<br />

Mannerheim stofnun gegnir umboðshlutverki fyrir hönd barna. Til umræðu hefur<br />

verið hjá finnskum stjórnvöldum að setja á laggirnar sérstakt embætti<br />

umboðsmanns barna með svipuðu sniði og gert hefur verið í Noregi, Svíþjóð og á<br />

Íslandi.<br />

Á fundinum í Kaupmannahöfn var m.a. fjallað um ýmsar aðferðir sem reyndar hafa<br />

verið til þess að gera börnum kleift að taka þátt í ákvarðanatöku um málefni sem<br />

varða þau sjálf. Hugmyndir í þessa veru eru ekki nýjar af nálinni í nágrannalöndum<br />

okkar og hafa einkum Norðmenn náð langt í framkvæmd raunverulegs barna- og<br />

unglingalýðræðis. Þá gáfu umboðsmennirnir skýrslu um þau mál sem telja mátti<br />

hvað mikilvægust í hverju landi fyrir sig, og rætt var um ýmis veigamikil atriði sem<br />

snerta hagsmuni barna og tekin hefur verið grundvallarafstaða til. Einnig fór fram<br />

umræða um áhrifamátt umboðsstarfsins og hvaða hlutverki umboðsmennirnir hefðu<br />

að gegna varðandi skýrslur landanna til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.<br />

Loks var rætt um alþjóðlegt samstarf og þá einkum ENOC-samstarfið, sem nýlega<br />

er hafið (sjá nánari umfjöllun í kafla 2.2).<br />

Ég tel fundi þessa mjög gagnlega, enda eru viðfangsefnin sem norræn starfssystkin<br />

mín glíma við afar keimlík þeim sem ég hef haft til úrlausnar. Eðli málsins<br />

samkvæmt verður umboðsmaður barna að vinna sitt starf að mestu utan við og óháð<br />

öðrum stofnunum samfélagsins og því er mikils um vert að geta með þessum hætti<br />

haft samráð við aðra sem vinna við sömu, eða svipaðar kringumstæður.<br />

BLS<br />

25<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!