29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

11.1 Reglur um sumarnámskeið fyrir börn á vegum sveitarfélaga<br />

Tillögur:<br />

Í skýrslu minni fyrir árið 1996 greindi ég frá ábendingum er mér höfðu borist<br />

varðandi sumarnámskeið fyrir börn á vegum sveitarfélaga (sjá S<strong>UB</strong>:1996, kafla<br />

11.1). Þar birti ég bréf er ég ritaði Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram<br />

koma tillögur mínar um að sambandið beiti sér fyrir því að samdar verði almennar<br />

reglur um starfsemi sumarnámskeiða fyrir börn á vegum sveitarfélaga. Skömmu<br />

fyrir áramótin 1996/1997 skipaði sambandið starfshóp með það verkefni að kanna<br />

hvort ástæða væri til að setja slíkar reglur.<br />

Umræddur starfshópur skilaði greinargerð um þetta mál til stjórnar Sambands<br />

íslenskra sveitarfélaga, og fékk ég þessa greinargerð í mínar hendur á haustmánuðum.<br />

Hún hljóðar svo:<br />

„Um sumarnámskeið.<br />

Það er gagnlegt að sveitarfélög setji sér reglur um námskeið sem þau halda sjálf,<br />

sem og námskeið sem þau styrkja fjárhagslega en aðrir aðilar sjá um. Á sama hátt<br />

og hvað vinnuskólann varðar og fjallað var um hér að framan hlýtur að vera jákvætt<br />

og gagnlegt fyrir sveitarfélögin að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi vinnuramma<br />

að miðla sveitarfélögunum. Við leggjum því til að Sambandið feli einhverjum<br />

starfsmönnum sveitarfélaga með vel þróuð sumarnámskeið að semja slíkan<br />

ramma. Hvað innihald varðar leggjum við til að hann nái t.d. eftir því sem við á til<br />

sömu þátta og vinnurammi vinnuskólans og þess sem erindi umboðsmanns barna<br />

fjallar um.“<br />

Á þessari stundu er mér ekki kunnugt um hvort Samband íslenskra sveitarfélaga<br />

hafi skipað starfshóp til þess að vinna samræmdar rammareglur vegna sumarnámskeiða<br />

sveitarfélaganna fyrir börn.<br />

BLS<br />

140<br />

Leitað var svara við spurningunni um hvort sveitarfélög ættu að setja sér almennar<br />

lágmarksreglur um sumarnámskeið fyrir börn.<br />

Í erindi sínu er umboðsmaður barna jákvæður út í fjölbreytt námskeið sem sveitarfélög<br />

bjóða börnum upp á. Þar er lýst eftir almennum lágmarksreglum um sumarnámskeið<br />

fyrir börn og vakin athygli á að engar almennar reglur eru til um t.d. eftirfarandi<br />

atriði:<br />

1. Kröfur til leiðbeinenda (s.s. aldur, menntun, starfsreynsla og sakavottorð<br />

(sbr. kröfur til sumardvalarheimila og sumarbúða)).<br />

2. Kröfur til húsnæðis og annars umhverfis.<br />

3. Slysatryggingar barnanna.<br />

12. Umsagnir til Alþingis<br />

12.0 Tillaga til þingsályktunar um öryggismiðstöð barna<br />

Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis óskaði eftir umsögn minni um tillögu til<br />

þingsályktunar um öryggismiðstöð barna (sjá einnig kafla 8.0 í þessari skýrslu).<br />

Vegna þessa sendi ég nefndinni svohljóðandi umsögn:<br />

Vísað er til bréfs heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis, dagsett 20. október<br />

1997, þar sem óskað er eftir umsögn minni um tillögu til þingsályktunar um<br />

öryggismiðstöð barna.<br />

BLS<br />

141<br />

Sveitarfélög standa í ríkum mæli að sumarnámskeiðum fyrir börn, ýmist með því að<br />

halda þau sjálf eða með því að styrkja fjárhagslega námskeið sem aðrir aðilar sjá um<br />

framkvæmd á. Þessum námskeiðum er væntanlega ætlað að efla þroska barna á<br />

alhliða hátt og vera þeim lærdómsrík og ánægjuleg. Það er mikilvægt að staðið sé<br />

að þeim þannig að góð fagmennska sé í fyrirrúmi á allan hátt, bæði hvað varðar<br />

þekkingu stjórnenda og aðstæður í hvívetna. Þess vegna þarf sveitarfélögum,<br />

foreldrum og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta að vera vel ljóst hver eru markmið<br />

námskeiðanna, hvernig kröfur eru gerðar og hvernig að framkvæmd þeirra skuli<br />

staðið. Víða eru til reglur og vinnurammar fyrir sumarnámskeið, en slíkt er ekki<br />

endilega með samræmdum hætti.<br />

Af þessu tilefni vil ég upplýsa um eftirfarandi:<br />

Þegar ég tók við embætti umboðsmanns barna ákvað ég meðal annars að beita mér<br />

fyrir eflingu slysavarna barna almennt, en eins og til dæmis kemur fram í<br />

fyrrnefndri tillögu til þingsályktunar, eru slys á börnum mun tíðari hér en í<br />

nágrannalöndum okkar. Þegar ég kannaði þessi mál á sínum tíma varð ég þess<br />

fljótlega áskynja að skráning slysa á börnum er engan veginn fullnægjandi, sbr.<br />

nánar fyrirliggjandi skýrslur mína til forsætisráðherra 1995 og 1996, um þetta efni.<br />

Ég er þeirrar skoðunar að kerfisbundin og samræmd slysaskráning, sem nær til<br />

landsins alls, sé ein aðalforsenda þess að unnt verði að fækka slysum á börnum með<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!