29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

BLS<br />

132<br />

Söfnin sem um ræðir eru: Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Blindrabókasafn<br />

Íslands, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Listasafn Einars Jónssonar, Náttúrufræðistofnun<br />

Íslands, Póst- og símaminjasafnið og Kvikmyndasafn Íslands.“<br />

Vegna þessa tiltekna máls vil ég taka fram að ég tel afar óheppilegt hversu aldursmörk<br />

geta verið mismunandi þegar ýmis réttindi og skyldur eru annars vegar. Börn<br />

og unglingar hafa oftsinnis vakið máls á þessu við mig og bent á það óréttlæti sem<br />

ríkir í skilgreiningunni á því hvenær einstaklingur teljist barn og hvenær hann teljist<br />

fullorðinn. Þegar það komi fullorðnum vel séu unglingar taldir börn en þegar þeir<br />

þurfi að greiða fyrir þjónustu teljist þeir fullorðnir. Þetta eykur óvissu barna og<br />

unglinga um félagslega stöðu sína, og er ég þeirrar skoðunar að löngu sé orðið tímabært<br />

að mótuð verði heildarstefna hvað þessi mál varðar, en samkvæmt lögum um<br />

umboðsmann barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna telst einstaklingur barn<br />

að 18 ára aldri. Með gildistöku nýrra lögræðislaga álít ég að löggjafinn hafi<br />

viðurkennt að einstaklingur sé barn að 18 ára aldri, en samkvæmt öðrum lögum frá<br />

Alþingi gætir mikils ósamræmis hvað þetta atriði varðar, sbr. kafla 10.0<br />

10.3 Skoðanakannanir<br />

Ábending barst mér um að grunnskólanemendur hefðu tekið þátt í könnun Rannsóknastofnunar<br />

uppeldis- og menntamála, „Ungt fólk ´97“, án vilja og vitundar forráðamanna.<br />

Einnig var á það bent að börnunum hefði ekki verið gerð grein fyrir því<br />

að þeim bæri engin skylda til að svara spurningalistum þeim er stofnunin lagði fyrir,<br />

en fyrirlögn þeirra fór fram í kennslustund í grunnskólum víðsvegar um landið.<br />

Af þessu tilefni ritaði ég Tölvunefnd svohljóðandi bréf, dagsett 9. maí 1997:<br />

Mér hefur borist ábending vegna framkvæmdar á skoðanakönnun á vegum Rannsóknastofnunar<br />

uppeldis- og menntamála, er fram fór meðal nemenda í 8. bekk<br />

grunnskóla í Reykjavík 10. mars síðastliðinn, um hagi íslenskra ungmenna.<br />

Af þessu tilefni, og með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga um umboðsmann barna nr.<br />

83/1994, fer ég þess hér með á leit, að mér verði veittar eftirfarandi upplýsingar:<br />

1. Kynnti Tölvunefnd sér sérstaklega tilgang og efni þeirra spurninga, sem Rannsóknastofnun<br />

uppeldis- og menntamála hafði í hyggju að leggja fyrir nemendur<br />

með þessari skoðanakönnun um hagi og líðan íslenskra ungmenna?<br />

2. Var leyfi til handa Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála að einhverju<br />

leyti skilyrt af hálfu Tölvunefndar, svo sem<br />

a. að fyrirhuguð könnun skyldi kynnt nemendum sérstaklega nokkrum dögum<br />

áður en hún færi fram, t.d. hver væri tilgangur hennar, og jafnframt að<br />

nemendum væri óskylt að svara einstökum spurningum sem og spurningalistanum<br />

í heild ef þeir óskuðu ekki eftir að taka þátt í skoðanakönnun<br />

þessari?<br />

b. að fyrirhuguð könnun skyldi kynnt fyrir foreldrum/forráðamönnum hvers<br />

nemanda, nokkru áður en hún færi fram m.a. hver stæði að könnuninni og<br />

hvert væri markmið hennar. Einnig að foreldrar gætu fengið frekari upplýsingar<br />

hjá fyrirsvarsmönnum könnunarinnar um efni spurninga, og síðast en<br />

ekki síst að börnum þeirra væri ekki skylt að svara einstökum spurningum<br />

né heldur spurningalistanum í heild, ef foreldrar/forráðamenn teldu, í<br />

samráði við börn sín, slíkt ekki þjóna neinum tilgangi?<br />

Svarbréf Tölvunefndar til mín vegna þessa erindis hljóðar svo:<br />

„Tölvunefnd vísar til bréfs yðar, dags. 9. maí sl., þar sem þér gerið athugasemd við<br />

afgreiðslu nefndarinnar á erindi Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála<br />

varðandi könnun á högum og líðan íslenskra ungmenna. Eru í bréfi yðar m.a. spurningar<br />

um ýmis atriði sem tengjast framkvæmd könnunarinnar, s.s. um tilgang<br />

spurninga í umræddri könnun, með hvaða hætti könnunin hafi verið kynnt nemendum<br />

og aðstandendum þeirra o.s.frv.<br />

BLS<br />

133<br />

„Leyfið okkur að vera með í að taka ákvarðanir<br />

sem varða okkur sjálf og þá verður vonandi<br />

hægt að komast að niðurstöðu sem allir<br />

sætta sig við.“ – Kjartan Smári, 15 ára, Akureyri.<br />

Af tilefni þeirra fyrirspurna skal tekið fram að afgreiðsla þessa erindis byggðist á<br />

því sem fram kom í beiðni Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, dags.<br />

25. febrúar sl. Fylgir ljósrit beiðninnar hjálagt yður til glöggvunar. Þar er m.a. að<br />

finna upplýsingar um markmið könnunarinnar o.fl. þau atriði sem þér spyrjið um en<br />

að öðru leyti er yður bent á að leita beint til RUM til að fá upplýsingar um einstök<br />

atriði sem varða framkvæmd könnunarinnar.<br />

Að því er varðar þátt Tölvunefndar hins vegar skal tekið fram að hlutverk hennar er<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!