29.07.2014 Views

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

UB skàrsla '98

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

10.5 Staða barna samkvæmt löggjöf um ríkisborgararétt<br />

Í skýrslu minni fyrir árið 1996 greindi ég frá ýmsum ábendingum er mér höfðu<br />

borist sem vörðuðu ríkisborgararétt hálfíslenskra barna og barna sem eru<br />

frumættleidd erlendis frá af íslenskum foreldrum (sjá S<strong>UB</strong>:1996, kafla 10.0). Mál<br />

þetta hef ég haft til skoðunar á árinu og hef ég m.a. látið vinna sérstaka úttekt á<br />

réttarstöðu barna gagnvart lögum nr. 100/1952 um íslenskan ríkisborgararétt. Lög<br />

þessi hafa verið til endurskoðunar í dómsmálaráðuneytinu og er mér kunnugt um að<br />

mörg þau atriði er mér hafa borist ábendingar um hafi verið höfð til hliðsjónar við<br />

frumvarpsgerðina, en frumvarpið lagði dómsmálaráðherra fram á haustþingi 1997.<br />

Dæmi um símaerindi er varða barnarétt:<br />

BLS<br />

138<br />

Ríkisborgararéttur: Stúlka fædd á Íslandi, móðir erlend, faðir íslenskur,<br />

barnið ekki íslenskur ríkisborgari þar sem foreldrar eru ekki í hjónabandi.<br />

Spurt um rétt unglinga vegna fyrirhugaðrar skráningar á vímuefnaneyslu<br />

þeirra. Spurt hvort unglingur geti kært til lögreglu einn síns liðs eða hvort<br />

forráðamaður þurfi að koma með.<br />

BLS<br />

139<br />

11. Barnið í sveitarfélaginu<br />

11.0 „Hvers virði eru börnin?“ – Heildarfjárveitingar sveitarfélaga til<br />

verkefna í þágu barna og unglinga<br />

Í skýrslu minni fyrir árið 1995 greindi ég frá áskorun er ég sendi öllum sveitarstjórnum<br />

um að þau fjölmörgu verkefni er vörðuðu börn og ungmenni á verkefnalista<br />

sveitarfélaganna yrðu látin njóta verulegs forgangs í gerð fjárhagsáætlana fyrir<br />

árið 1996. Jafnframt greindi ég frá því áformi mínu að kanna hvort áhrifa áskorunarinnar<br />

gætti í fjárframlögum sveitarfélaganna til málefna barna og ungmenna í<br />

sveitarsjóðsreikningum fyrir umrætt ár (sjá S<strong>UB</strong>:1995, kafli 13.0). Í skýrslu minni<br />

„Við eigum líka rétt á að segja eitthvað – það erum<br />

við sem eigum eftir að borga skuldirnar sem þjóðin<br />

er að safna.“ – Rúnar Snær,15 ára, Egilsstöðum.<br />

fyrir árið 1996 birti ég bréf það er ég ritaði Sambandi íslenskra sveitarfélaga af<br />

þessu tilefni (sjá S<strong>UB</strong>:1996, kafla 11.0).<br />

Samband íslenskra sveitarfélaga beindi málaleitan minni til 34 sveitarfélaga, þ.e.<br />

þeirra sem eru með 1000 íbúa eða fleiri.<br />

Erindi þetta þurfti ég að ítreka nokkrum sinnum við sveitarfélögin, og voru skýrslur<br />

frá þeim að berast embætti mínu fram eftir árinu. Ég hef nú beðið endurskoðanda að<br />

fara yfir gögn þau er sveitarfélögin hafa sent mér og óskað eftir að tekin verði<br />

saman skýrsla um málið. Niðurstöður væntanlegrar skýrslu, sem mun bera heitið<br />

„Hvers virði eru börnin?“, mun ég kynna á næsta ári.<br />

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA FYRIR ÁRIÐ 1997

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!